Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201416 einstaklingsmiðaða meðferð í gang. Ef vissir umhverfisþættir eru hamlandi fyrir notanda þjónustunnar er líklegt að fljótt fari í sama far og jafnvel endi fljótt í annarri innlögn ef engu er breytt. Má þar nefna t.d. einstakling sem hefur tilhneigingu til að einangra sig, á erfitt með að sinna persónulegu hreinlæti, á erfitt með að halda heimili hreinu og kaupa inn. Þar er hægt að óska eftir félagslegri liðveislu fyrir viðkomandi og heilbrigðisstarfsmaður og liðveisla setja í samvinnu við notandann markmið sem unnið er markvisst að. Fyrir notandann hefur það mikla þýðingu að fá stuðning í nærumhverfi sínu, notendur finna fyrir meira öryggi, þeir hafa auðveldan aðgang að fagmanneskju, fá fræðslu, stuðning og einstaklingsmiðaða meðferð. Auk þess er á flestum stöðum boðið upp á fjölskylduviðtöl og þannig reynt að styðja við aðstandendur og styrkja tengslanet notanda. Góð samfélagsgeðþjónusta bætir lífsgæði og dregur úr þörf fyrir innlagnir. Tilgangurinn með stofnun geðteymis á heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þjónar ríflega 21.000 íbúum í 5 sveitar­ félögum. Fram hefur komið í áfanga­ skýrslum velferðar vaktar að svæðið sker sig úr í saman burði við önnur landsvæði, sér staklega hvað varðar atvinnu leysi, menntunarstig og fjölda örorkulífeyrisþega. Þessir þættir eru þekktir fyrir að hafa neikvæð áhrif á geð heilsu. Einnig var vitað að hópur geð ­ fatlaðra einstaklinga á svæðinu þurfti betri þjónustu og vitnuðu tíðar komur á bráða­ móttöku LSH og innlagnir um það. Því var ljóst að bæta þurfti geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Skýrsla velferðarvaktar frá í fyrra (Velferðarráðuneytið, 2013) sýnir að hlutfall öryrkja á Suðurnesjum hefur aukist frá 2007 og er nú 10% einstaklinga á aldrinum 16­66 ára á örorkulífeyri, næst kemur Suðurland með 9,1%. Markmið með samfélagsgeðteymi HSS • Að bjóða betri geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. • Að bæta lífsgæði einstaklinga með geðsjúkdóma á svæðinu. • Að byggja brú á milli heilsugæslu, félags­ þjónustu og sérhæfðrar geð þjónustu. • Að fækka innlögnum á geðsvið Land­ spítala og stytta meðallegutíma ef innlagnar var þörf. Framkvæmd HSS fór í undirbúningsvinnu 2010 með upplýsingasöfnun. Í febrúar 2011 var samráðsteymi stofnað með aðilum frá geðsviði Landspítala, félagsþjónustu og HSS. Teymið áætlaði þörf á svæðinu og styrkur fékkst frá velferðarráðuneytinu til að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Geðteymið tók formlega til starfa í júlí 2011 og byrjaði að bjóða viðtöl þeim sem metnir voru í mestri þörf fyrir þjónustu, ásamt því að taka við nýjum tilvísunum. Þess má geta að í byrjun voru í teyminu tveir hjúkrunarfræðingar í 1,5 stöðugildum. Í maí 2014 eru í teyminu tveir hjúkrunarfræðingar, einn sálfræðingur og einn heimilislæknir í samtals 2,8 stöðugildum. Hugmyndafræði geðteymisins byggist á valdeflingu og batahugmyndafræði. Nú er í samráðsteyminu geðteymi HSS, aðilar frá heimahjúkrun HSS og fulltrúar frá öllum félagsþjónustustöðvum á Suðurnesjum, auk forstöðumanns Bjargar innar, geðræktar miðstöðvar Suður nesja. Fundað er mánaðar lega og Dæmisaga um hvernig samfélagsgeðteymi starfar Jón er 24 ára og nýgreindur með geðrofssjúkdóm. Hann leggst inn á LSH í geðrofsástandi. Lögregla hafði verið kölluð til þar sem Jón stóð úti og hrópaði og talaði við sjálfan sig. Var hann mjög illa hirtur og húsnæðið, sem hann bjó í, ekki íbúðarhæft. Jón hafði einangrað sig í marga mánuði. Hann lagðist inn sjálfviljugur á bráðageðdeild Landspítala og var fljótur að lagast af geðrofseinkennum á lyfjameðferð. Hann fór í framhaldinu á endurhæfingardeild Kleppsspítala. Við útskrift komu aðilar frá samfélagsgeðteymi HSS og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og var þjónusta við Jón skipulögð í samráði við hann. Var sett upp endurhæfingaráætlun þar sem hann mætir vikulega í viðtöl í samfélagsgeðteymi auk þess að fá forðalyfjasprautur þar. Þar fyrir utan mætir hann daglega í geðræktarmiðstöð þar sem hann fær heitan mat í hádegi, iðjuþjálfun, aðstoð félagsráðgjafa o.fl. Meðan Jón lá inni var íbúðin hans tekin í gegn og gerð íbúðarhæf. Þessi saga sýnir að mikil og góð samvinna milli þjónustuaðila er lykillinn að því að vel gangi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.