Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 23 Árið 2005 hratt Alþjóðaráð hjúkrunar­ fræðinga af stað herferð gegn fölsuðum lyfjum til þess að berjast gegn þessari vá. Markmiðið var að auka árvekni hjúkrunarfræðinga um málið og kynna þeim aðferðir til þess að koma auga á fölsuð lyf og upplýsa samstarfsmenn og sjúklinga um hættuna. Í upplýsingapésa, sem dreift var í sambandi við alþjóðadag hjúkrunar 2005, voru kynntar aðferðir til þess að greina og láta vita af fölsuðum lyfjum ásamt því að auka meðvitund almennings. Árið 2010 efndi Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga og samstarfsaðilar innan Alþjóðasamtaka heilbrigðisstarfsmanna til herferðarinnar „Be aware, take action“ en hún snýst um lýðheilsu, öryggi sjúklinga og hlutverk heilbrigðisstarfsmanna og samtaka þeirra. Alþjóðasamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa komið þessum málum á framfæri á fundum Alþjóðaheilbrigðismálastofn­ unarinnar, haldið vinnufundi og sent frá sér yfirlýsingar. Á heimasíðu þeirra, en samtökin heita á ensku World Health Professions Alliance, má finna svæði með upplýsingum um fölsuð lyf og aðrar falsaðar heilbrigðisvörur. Í fyrra gekk svo Alþjóðaráð hjúkrunar­ fræðinga til liðs við Fight the Fakes en það er herferð margra aðila til þess að auka árvekni fólks um þá hættu sem stafar af fölsuðum lyfjum. Sérstök áhersla er lögð á að segja sögu þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á fölsuðum lyfjum og þeirra sem berjast við þessa lýðheilsuvá. Þannig er reynt er stofna til alþjóðlegrar hreyfingar fólks og stofnana sem vilja beina kastljósinu að og draga úr neikvæðu áhrifum þess sem fölsuð lyf hafa á fólk alls staðar í heiminum. Saga Victoriu Amponsah er ein af þeim sem Fight the Fakes hefur komið á framfæri. Daginn, sem Victoria greindist með malaríu, uppgötvaði hún líka að hún væri þunguð. Á sjúkrahúsinu fékk hún lyfseðil og fór, eins og sjúklingar gera alls staðar, í lyfjabúð þar sem hún hélt að lyfið, sem hún keypti, væri ósvikið og myndi lækna sjúkdóminn. Svo reyndist ekki vera. Í staðinn versnaði henni og á sjúkrahúsinu fékk hún seinna að vita að lyfið, sem hún hafði keypt, var falsað. Sem betur fer lifðu Victoria og barnið það af og hún læknaðist af malaríunni. „Ég vona að fólk um allan heim átti sig á að líf okkar er mikilvægara en þær krónur sem það getur grætt á því að dreifa fölsuðum lyfjum,“ segir Victoria. „Minnstu hlutir, eins og ein lítil vond tafla, geta valdið svo miklum usla í lífi fólks.“ Hvað getum við þá gert til þess að hjálpa til við að berjast gegn því að þannig sé brotið á sjúklingum okkar? Í daglegu starfi geta hjúkrunarfræðingar tekið þátt í að bera kennsl á fölsuð lyf með því að fylgjast með fólki og skoða vörur. Dagur baráttu gegn fölsunum Samtök, sem heita Global Anti­Counterfeiting Network, höfðu fyrir nokkrum árum frumkvæði að því að stofna til alþjóðlegs baráttudags gegn fölsunum. Í ár verður hann haldinn hátíðlegur 5. júní. Ekki er einungis fjallað um lyf heldur um alls kyns vörufalsanir. Hins vegar hafa nokkur verkefni samtakanna snúist um lyfjamál og lyfjasölu á alnetinu. Herferð síðan 2005 Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga og stök félög hjúkrunar­ fræðinga hafa lengi barist gegn fölsuðum lyfjum. Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2005 var til að mynda hér á Íslandi haldinn velheppnaður fundur á Grand hóteli undir heitinu „Fölsuð lyf geta valdið örkumlun og dauða“. Hjúkrunarfræðingar um allan heim helguðu 12. maí það árið baráttunni gegn notkun falsaðra og gagnslausra lyfja með því meðal annars að vekja athygli almennings á hinni ógnvænlegu aukningu á fölsuðum lyfjum á markaði. Áætlað var að það árið hafi gróði af sölu svikinna lyfja í heiminum numið allt að 32 milljörðum dollara. Sérstaklega má hafa auga með vörum sem eru ekki í upprunalegum umbúðum, hefur verið breytt, eru skemmdar eða eru ekki innsiglaðar. Hjúkrunarfræðingar geta upplýst sjúklinga og hvatt þá til þess að láta vita ef þeir hafa efasemdir um lyfin, hafa spurningar um verkun eða aukaverkun lyfsins eða ef lyfin virðast ekki verka. Hjúkrunarfræðingar ættu einnig að taka þátt í að auka árvekni fólks og berjast við fölsuð lyf í heimalandi sínu. Einnig ættu þeir að stuðla að nauðsynlegri löggjöf, lyfjaeftirliti og lögregluaðgerðum gegn fölsuðum lyfjum. Það má einnig gera með því að taka þátt í starfi Fight the Fakes en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu herferðarinnar. David C. Benton er breskur hjúkrunar fræðingur og síðan 2008 framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunar fræðinga. Lindsey Williamson, upp­ lýsinga fulltrúi samtakanna, er frá Írlandi en hún hefur unnið í Genf síðan 2004. Fölsuð lyf geta valdið dauða og örkumlum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.