Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 27 Nýir eða endurkjörnir fulltrúar í stjórn eru: Arndís Jónsdóttir, fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga Birgir Örn Ólafsson, fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir, fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga Gunnar Helgason, fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Gyða Ölvisdóttir, fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun Herdís Gunnarsdóttir, fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun Hrönn Håkansson, fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga Díana Dröfn Heiðarsdóttir Jóhanna Kristófersdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir. Kjörtímabil þriggja nefndarmanna í ritnefd rann út á þessu ári en þeir buðu sig allir fram aftur þannig að ritnefnd starfar óbreytt til næsta aðalfundar. Skoðunar­ menn reikninga eru áfram þeir sömu og verið hefur undanfarin ár. Ályktanir og gleðskapur Tvær ályktanir voru samþykktar. Önnur fjallaði um forvarnir og heilsueflingu og hin um hugsanlegar afleiðingar þess að fækka starfandi hjúkrunarfræðingum á heilbrigðisstofnunum. Nokkur umræða varð um orðalagsbreytingar í ályktunum en fundinum lauk samt fyrir tilsettan tíma. Nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna í fundargerð aðalfundar á vefsvæði félagsins. Eftir fundinn var boðið til veislu þar sem fundarmenn gátu notið góðra veiga, hitt gamla vini og talað saman vel og lengi. Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um forvarnir og heilsueflingu Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), haldinn í Hörpu föstudaginn 9. maí 2014, hvetur heilbrigðisráðherra til að efla heilsugæsluna í landinu með því að leggja áherslu á heilsuvernd, forvarnir, heilsueflingu og heimahjúkrun. Hjúkrunarfræðingar hafa frá upphafi verið í forystu í heilsuvernd og frumheilsugæslu og gegna meginhlutverki á þeim vettvangi um allan heim. Þekking hjúkrunarfræðinga og nálægð þeirra við almenning er grundvöllur markvissra forvarna og heilsueflingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að efla þjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) bendir á að fjárfesting í hjúkrunarfræðingum og hjúkrun geti skipt sköpum varðandi bætt heilbrigði þjóðar, þar sem öflug heilsugæsla er lykilatriðið. FÍH ítrekar að öflug heilsugæsla er forsenda þess að ná betri árangri í að efla heilsu í samfélaginu. Með aukinni áherslu á að nýta betur þekkingu, færni, reynslu og sjálfstæða þjónustu hjúkrunarfræðinga má sinna betur þörfum skjólstæðinganna og auka gæði, skilvirkni og hagkvæmni heilsugæslunnar. Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um afleiðingar þess að fækka starfandi hjúkrunarfræðingum Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), haldinn í Hörpu föstudaginn 9. maí 2014, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fækkunar starfandi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum. FÍH ítrekar mikilvægi fullnægjandi mönnunar hjúkrunarfræðinga fyrir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar og bendir á að sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna tengsl milli fjölda hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Nýlegar rannsóknir sýna einnig að auka má hagkvæmni í rekstri þar sem mannað er með vel menntuðum og reyndum hjúkrunarfræðingum því þá fækkar óvæntum atvikum og mistökum og legutími styttist. Fáni félagsins blakti fyrir utan Hörpu allan aðalfundardaginn. Vel var veitt eftir fundinn.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.