Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 37 þeim sem svitna mikið er rætt um aukna hættu á sveppum og mikilvægi þess að halda fótum þurrum (Wingfield, 2009). Mælt er með opnum skóm og jafnvel púðri á fætur. Mikil áhersla er lögð á meðhöndlun sveppasýkinga með kremi eða lyfjum þar sem slíkar sýkingar eru ein helsta orsökin fyrir frekari húðsýkingum (Hirschmann og Raugi, 2012). Mjög margir kljást við bjúg á fótum. Oftar en ekki hefur komið í ljós, sérstaklega hjá þeim sem eldri eru, að þeir eiga eða áttu teygjusokka einhvers staðar heima en hættu að nota þá vegna þess að sokkarnir meiddu eða þeir áttu í erfiðleikum með að komast í þá. Eina staðbundna meðferðin við bjúg eru teygjusokkar. Aldrei er hægt að ítreka nóg mikilvægi þeirrar meðferðar. Það er í höndum hjúkrunarfræðinga að taka þetta gamla góða meðferðarform upp aftur og hjálpa sjúklingunum að vera í sokkunum sínum. Kannski þarf nýja mælingu á sokkum, kannski þarf hjálpartæki eins og sokkaífæru eða aðstoð frá heimahjúkrun. Hægt er að senda beiðni til Sjúkratrygginga Íslands um teygjusokka og eiga þeir sem fá samþykkta beiðni rétt á fjórum pörum á ári með um 50% afslætti. Sumir þola ekki þrýstinginn sem fylgir teygjusokkum en þá getur verið hjálplegt að nota þess í stað svokallaða flugsokka eða stuðningssokka sem fást í öllum apótekum. Eftir að hafa fengið húðsýkingu getur langvinnur bjúgur aukist í kjölfarið og getur þurft að beita þrýstingsmeðferð áður en hægt er að fara í sokkana aftur. Ráðgjöf og símaeftirfylgd Árið 2012 fór ég af stað með ráðgjöf og kynnti þá þjónustu á flestum lyflækningadeildum Landspítalans. Býð ég upp á ráðgjöf varðandi staðbundna hjúkrunarmeðferð sem og sárameðferð í tengslum við húðsýkingar. Ég mæti á staðinn og veiti starfsmönnum og sjúklingum fræðslu og eins veiti ég ráðgjöf í gegnum síma og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Þessari þjónustu hefur verið mjög vel tekið bæði af hjúkrunarfræðingum og læknum. Eins hef ég átt mjög gott samstarf við smitsjúkdómalækna Landspítalans þar sem þeir hafa yfirleitt haft þessa einstaklinga í sinni umsjón. Almenna fræðslu um sjúkdóm og meðferð hef ég veitt víða innan og utan spítalans. Til dæmis voru haldnir fræðslufundir handa öllum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslu og í heimahjúkrun og eins handa þeim sem starfa á göngudeild G3 en þar er sinnt sýklalyfjagjöf í æð hjá þeim sjúklingum sem ekki þurfa innlögn. Um svipað leyti og ráðgjöfin fór af stað byrjaði ég með símaeftirfygld þar sem tölfræðilegar upplýsingar benda til þess að þessi skjólstæðingahópur fái sjaldan endurkomutíma eftir innlögn. Hringt er í alla um það bil viku eftir útskrift af sjúkrahúsinu. Þar er haldið áfram með fræðsluna, kannað hvernig gengur og veittur andlegur stuðningur. Mikil þörf er á andlegum stuðningi og upplýsingagjöf vegna þess hve fljótt sjúklingarnir eru útskrifaðir. Þeir eru oft sendir heim með mikil einkenni roða, bólgu og verkja. Þessi einkenni eru oft margar vikur að fara og þarf viðkomandi stuðning með það. Það þarf að fræða einstaklingana um að þetta er eðlilegt ástand (Stevens og Eron, 2009) svo þeir fari ekki til heilsugæslunnar og verði sér úti um aukaskammt af sýklalyfjum sem er óþarfur. Rannsókn Perelló­Alzamora o.fl. (2012) sýndi að 75% sjúklinganna voru enn með roða við útskrift og 21% voru með verki. Stundum hefur verið þörf á nokkrum símtölum vegna vanlíðanar einstaklinganna, stundum hefur verið þörf á endurkomu til hjúkrunarfræðings eða læknis, stundum hefur þurft að panta heimahjúkrun og svo mætti lengi telja. Sjúklingarnir eru oft mjög þakklátir fyrir símtalið, finnst það hjálpa og hafa sumir hverjir verið hissa á að fá slíka þjónustu. Svona símaeftirfylgd hefur verið veitt á fleiri deildum Landspítalans og víðs vegar erlendis og alltaf með mjög góðum árangri (Cusack og Taylor, 2010; Steinunn Þorsteinsdóttir, 2009). Lokaorð Eins og sjá má af umfjölluninni að framan er húðsýking ekkert einfalt mál. Hún á það til að koma aftur og aftur og í hvert sinn er legan lengri og sýkingin illviðráðanlegri. Sjúklingar eru útskrifaðir mjög hratt af deildum spítalans og vegna mikils álags og undirmönnunar fer fræðsla og undirbúningur fyrir útskrift forgörðum. Sjúklingum er ekki fylgt eftir með endurkomutímum. Sjúklingar með húðsýkingar liggja á mörgum deildum Landspítalans og því er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig öllum sjúklingum er sinnt. Til þess þarf hreyfanlega hjúkrunarfræðinga og einmitt þannig eru sérfræðingar í hjúkrun. Eitt af hlutverkum sérfræðinga í hjúkrun er fræðsla og ráðgjöf. Með því að þróa hjúkrunarstýrða þjónustu, sem sér um þessi mál, er hægt að létta á álaginu á spítalanum og

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.