Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201440
Inngangur að bráðamóttökunni á tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins á Filippseyjum 2014.
Skólabörn í Síerra Leóne 2012.
fara með stuttum fyrirvara á átaka og
hamfarasvæði í neyðarsendiferðir eins
og þessa. Ferðin til Filippseyja tók 28
klukkutíma því ég var svo heppin að það
var búið að opna flugvöllinn í Taclobar.
Ég lenti í Manila, höfuðborginni, flaug til
Taclobar og svo út í Basey. Taclobar og
svæðið, sem ég var á, fóru einna verst
út úr þessum hamförum. Í Basey hafði
komið stór flóðalda í kjölfar fellibylsins
sem eyðilagði enn þá meira. Allt var því á
kafi í vatni fyrstu dagana.“
Hvernig var aðstaðan í sjúkraskýlinu?
„Hún var furðugóð. Við vorum með
skurðstofu, fæðingaraðstöðu, apótek,
legudeildir og bráðamóttöku. Miðað
við aðstæður var þetta bara allt í lagi.
Starfsemi stóru spítalanna í Taclobar og
víðar hafði lamast eftir flóðbylgjuna. Þar
eyðilögðust rannsóknartæki og margt
annað. Þeir misstu líka skurðlækna og
fleira starfsfólk og þar komum við til
hjálpar. Innri stoðir heilbrigðiskerfisins
á Filippseyjum eru nokkuð traustar,
með þeim bestu í þeim löndum sem
ég hef komið til. Á Filippseyjum er
félagsþjónusta, sjúkrahús og trygginga
kerfi sem veita mikla þjónustu miðað við
marga aðra staði. Mér fannst þarlendir
hjúkrunarfæðingar, sem ég vann með,
vera mjög hæfir og klínískt flinkir. Við sem
aðkomu fólk gátum lært heilmikið af þeim.
Því miður voru engir filippeyskir læknar
með okkur, við fundum þá ekki.
Það er talsverður munur á menntun
hjúkrunar fræðinga hér á landi og á
Filippseyjum. Þar er menntun hjúkrunar
fræðinga ekki á háskólastigi, í þeirra
menntun er lögð miklu meiri áhersla á
verklagið.“
Tekur tíma að komast inn í starfið
Hvert var þitt hlutverk á Filippseyjum? „Ég
var í stjórnunarteymi með yfirlækninum
og framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Mitt
hlutverk var að sjá til þess að við hefðum
nóg af hjúkrunarfræðingum, innlendum
sem erlendum, að vaktirnar væru vel
mannaðar og að samhæfa verklagið,
sjá um að hvergi væri stopp í ferlinu og
sjúklingar væru útskrifaðir eðlilega. Þetta
gekk vel. En það tók auðvitað tíma að
komast inn í starfið. Í mínum verkahring
var einnig að sjá um pantanir á lyfjum og
líka vera viss um að við hefðum allt sem
nauðsynlegast var.“
Hverju var pantað mest af? „Grisjum og
astmalyfjum. Fólk var þarna illa haldið af
astma. Ryk og drulla var alls staðar og
það ýfði upp astma hjá þeim sem voru
veikir fyrir slíku. Þetta var ekki það sem
ég hafði búist við fyrir fram. Skorturinn á
astmalyfjum leiddi til þess að þau voru
uppseld í borgunum í kringum okkur. Við
urðum því að fá lyfin frá útlöndum.“
Kom til ykkar mikið af slösuðu fólki?
„Já, það komu margir, en ekki endilega í
kjölfar fellibylsins. Fólk kom með brot og
sýkt sár, einnig skotsár sem við gerðum
að. Innfæddir eru elskulegt fólk og
síbrosandi, okkur var ákaflega vel tekið
og urðum ekki fyrir neinum hótunum eða
aðkasti. Flestir voru þakklátir, duglegir
og jákvæðir. Það var borin virðing fyrir
starfsemi okkar. Mitt starf fór að mestu
fram á spítalanum og ég sá því ekki mikið
af umhverfinu. Á ferðum mínum sá ég þó
börn sem áttu engan að, það vildi þeim
þó til happs að fjölskyldur eru stórar á