Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201442
ákveðna klíníska reynslu og nokkurt öryggi
sem hjúkrunarfræðingur til að láta til skara
skríða. Svo sagði hjúkrunar fræðingur, sem
ég vann með, mér frá dvöl sinni í Pakistan
og Sri Lanka. Þá ákvað ég að sækja um
og fara á nám skeið hjá Rauða krossinum.
Réð því hjúkrunarfræðilegur áhugi eða
ævintýra þrá? „Hvorutveggja. Mér fannst
ómögulegt að sitja í sófanum og horfa á
myndir frá stöðum eins og Haítí og gera
ekki neitt. Svo ég skráði mig á Veraldar
vaktina. Áður en maður er kallaður til
starfa í teymi fer maður í læknisrannsókn
og viðtöl þar sem athugað er hvort
maður er hæfur. Fram fer líka ákveðin
þjálfun. Það skiptir einnig máli að geta
fengið sig lausan frá störfum hér heima.
Við þurfum að fara í læknisskoðun og hitta
sálfræðing fyrir hverja einustu sendiför. Fólk
þarf jafnan að vera andlega og líkamlega
hraust og ekki næmt fyrir sjúkdómum.
Auðvitað fær maður svo alls konar sprautur
í forvarnarskyni. En það er ekki hægt
að bólusetja fólk við öllum sjúkdómum
né heldur þeirri þjáningu sem maður
verður vitni að. Það fer eftir reynslu og
persónuleika hvers og eins hvaða áhrif slíkt
hefur. Til að ráða við það sem maður sér
þarf að koma sér upp ákveðnum skráp.
Vissulega sér maður skelfilega hluti en
verður líka vitni að ýmislegu fallegu sem
maður býst ekki við að sjá við slíkar
kringumstæður. Erfiðast fannst mér að sjá
munaðarlaus börn sem mann langar helst
til að taka með sér heim. Þegar svona
er ástatt lærir maður margt, ekki bara
um aðstæðurnar heldur um sjálfan sig.
En auðvitað hafa allir þröskuld þar sem
kemur að því að fólk getur ekki meira.
Þess vegna er nauðsynlegt að undirbúa
sig vel og brynja sig áður en haldið er
af stað. Ekki getur fólk verið grátandi
alla daga í vinnunni. Og mikilvægt er að
vinna vel með öðrum í neyðarteyminu. Við
stefnum jú öll að sama markmiðinu.“
Er undirbúningur erfiður fyrir svona
ferðir? „Já, reyndar finnst mér það. Okkur
er jafnan sýnt fræðsluefni áður en við förum
en veruleikinn er yfirleitt allur annar þegar
komið er á staðinn. Þetta sannreyndi ég
strax árið 2010 þegar ég fór mína fyrstu
ferð í neyðarteymi. Á Haítí höfðu orðið
gífulegar skemmdir í kjölfar jarðskjálfta. Þar
var óskaplega mikið að gera og grunnstoðir
heilbrigðiskerfisins voru fátæklegar. Mikil
fátækt var fyrir á svæðinu, margir voru til
dæmis heimilislausir áður en jarðskjálftinn
mikli reið yfir.
Á Haítí voru starfandi gífurlega mörg
neyðarteymi frá fjölmörgum félaga
samtökum. Þegar ég kom var liðið nokkuð
frá jarðskjálftanum. Búið var að setja upp
tjaldsjúkrahús á íþróttavelli, en einnig var
Rauði krossinn með heilsugæslustöðvar
í bílum sem fóru á afvikna staði, á
munaðar leysingjahæli og víðar. Líka voru
starfandi teymi til að meta aðstæður í
umhverfinu. Landsfélögin í hverju landi
eru líka mjög mikilvæg og veita stuðning.
Á Haítí hafði verið komið upp stóru þýsku
tjaldsjúkrahúsi sem ég starfaði í. Ég var
þar í sex vikur. Almennt eru fjórar til sex
vikur talinn vera sá tími sem einstaklingur
getur starfað á hamfarasvæðum án þess
að bíða tjón af. En viðnámsþróttur fólks
er auðvitað misjafn. Á Haítí var maður á
vaktinni með talstöð allan sólarhringinn
og bjó inni á spítalanum.“
Veiktist í Írak
Sýkist hjúkrunarfólk oft í svona neyðar
ferðum? „Það kemur fyrir þrátt fyrir allar
sprauturnar. Ég hef veikst sjálf, þá var
í ég Írak. Þangað fór ég árið 2011. Ég
veit ekki hvaða sjúkdómur hrjáði mig en
ég var mjög lasin. Ekki var stríðsástand
þegar ég var send til Íraks. Ég fór þangað
til sinna fræðsluverkefni sem var í gangi í
suður hluta landsins. Mitt hlutverk var að
þjálfa hjúkrunar fræðinga og kenna þeim
ýmislegt varðandi bráðamóttöku. Þessa
fræðslu sóttu hjúkrunarfræðingar frá
Bagdad og Basra og raunar öllum hlutum
Íraks. Þetta voru starfsmenn sem þurftu
að taka á móti fólki sem særst hafði
í sprengingum, misst útlimi, oft mjög
illa leikið. Verkefnið, sem ég tók þátt í,
hafði verið í gangi í þrjú ár þegar ég kom
þangað. Ég hugsaði stundum: Hver er ég
að ætla að kenna þessu hjúkrunarfólki,
sem flest voru karlmenn, að taka á móti
svona slösuðu fólki. Ég sem kem frá
Íslandi þar sem slíkt er vart til.
Þegar tekið er á móti limlestu fólki er mikil
vægast að stoppa blæðingar. Við vorum
þarna ekki með raunverulega sjúklinga,
þetta var fyrst og fremst fræðilegt – að
kenna hvernig á að veita öndunaraðstoð,
meta áverka og hvernig á að nota tæki
og tól sem fyrir hendi eru. Jafnframt þarf
að meta andlegt ástand.“
Hvert lá leið þín eftir Íraksdvölina?
„Næsta ferð mín í neyðarteymi var til
Freetown í Síerra Leóne. Þá ferð fór ég
á vegum Lækna án landamæra. Það
geisaði kólerufaraldur í landinu. Þetta
var mjög ólíkt því sem ég hafði áður
séð. Kólera breiðist mjög hratt út og
getur dregið fólk til dauða á nokkrum
klukku stundum ef ekkert er að gert.
Sjúkratjaldið, sem við störfuðum í, var
inni í fátækrahverfi og það sem við gátum
gert til að hjálpa sjúklingunum var fyrst og
fremst að veita þeim vökvameðferð og
einstaka sinnum sýklalyf. Fólk þornar svo
fljótt upp vegna uppkastanna, það ælir
Magna Björk ásamt hjúkrunarfræðingum á spítalanum á Filippseyjum.