Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 47
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
59 ára og yngri (tafla 1). Aðstandendur voru flestir makar
sjúklings (72%) og börn voru 23%, en aðrir 5%, flestir í þeim
hópi voru barnabörn eða systkini. Flestir voru aðstandendur
sjúklinga á Landspítala eða tæp 55% (n=116), tæp 30%
(n=63) sjúklinga á FSA og rúm 15% (n=33) sjúklinga á HVE. Af
aðstandendum sjúklinga á FSA og HVE sögðust 18% hafa tekið
þátt í einstaklingsfræðslu fyrir aðgerð sjúklings og hópfræðslu
höfðu 21% aðstandenda sjúklinga á Landspítala sótt sér. Konur
voru fleiri í yngri aldurshópnum en karlar (p<0,001).
Væntingar og fengin fræðsla
Væntingar aðstandenda til fræðslu (HPKES) voru að meðaltali
1,3 (sf 0,5) fyrir heildarlistann. Aðstandendur höfðu mestar
væntingar um fræðslu á sviði lífeðlisfræði og færni en minnstar um
fjárhag (tafla 2). Einhliða dreifigreining sýndi að aðstandendur með
stúdentspróf höfðu minni væntingar til fræðslu en aðstandendur
með grunnskóla eða gagnfræðapróf á tveimur undirsviðum,
siðfræði (p=0,039) og reynslu (p=0,047). Aðrar bakgrunnsbreytur
reyndust ekki hafa áhrif á væntingar til fræðslu.
Fengin fræðsla aðstandenda (HPRKS) var að meðaltali 2,2
(sf 1,1) á T2 og 2,3 (sf 1,1) á T3, mest á sviðum lífeðlisfræði
og færni en minnst á því fjárhagslega, bæði á T2 og T3. Á
T2 töldu konur sig fá minni fræðslu en karlar á félagslega
sviðinu (p=0,016). Á T3 er marktækur munur eftir kynjum
á heildarlista (p=0,021) og öllum undirsviðum nema því
félagslega. Við samanburð á yngri og eldri aldurshópum kemur
í ljós að fengin fræðsla er minni hjá 59 ára og yngri en þeim
sem eru 60 ára og eldri, bæði á T2 og T3. Aðstandendur með
stúdentspróf mælast með minni fengna fræðslu en þeir með
grunnskólapróf (p=0,018) og gagnfræðapróf (p=0,038) á T2,
en slíkur munur kemur ekki fram á T3. Aðstandendur, sem
þátt tóku í einstaklingsfræðslu á FSA og HVE, mælast með
meiri fengna fræðslu en þeir sem ekki sóttu fræðslu á T2 á
sviðum reynslu (p=0,04), félagslegra þátta (p=0,019), fjárhags
(p=0,004) og heildarlista (p=0,04). Á T3 var slíkur munur á
sviðum félagslegra þátta (p=0,036) og fjárhags (p=0,004). Ekki
fannst munur á fenginni fræðslu hjá þeim sem sóttu og sóttu
ekki hópfræðslu á LSH.
Mismunur á væntri og fenginni fræðslu
Aðstandendur telja sig hafa fengið marktækt minni fræðslu en
þeir væntu að fá, bæði þegar bornir voru saman heildarlistar
og undirsviðin. Dreifigreining endurtekinna mælinga sýndi að
breyting, að teknu tilliti til tíma, er í öllum tilvikum marktæk.
Áhrifastærðin var frá 0,38 til 0,56 (eta2), sjá töflu 2. Þátttakendur
sögðust fá minni fræðslu um öll þekkingarsviðin en þeir væntu
að fá á T2 og munurinn eykst þegar þeir meta fengna fræðslu
aftur, sex mánuðum eftir aðgerð sjúklings. Við útskrift sjúklings
af sjúkrahúsi (T2) er 71% aðstandenda með meiri væntingar til
fræðslu en þeir telja sig hafa fengið, og þegar spurt er aftur eftir
sex mánuði er það hlutfall 78% aðstandenda.
Kíkvaðratpróf sýndi ekki tengsl við bakgrunnsbreytur á T2 en
á T3 voru konur með meiri óuppfylltar væntingar til fræðslu en
karlar og aðstandendur 59 ára og yngri með meiri væntingar
en þeir sem eldri voru.
Tafla 3 sýnir samband bakgrunnsbreyta og mismunar á væntri
og fenginni fræðslu á T2 og T3 þar sem marktækur munur
fannst. Munur á væntingum og fenginni fræðslu var meiri hjá
aðstandendum 59 ára og yngri en þeim sem eldri eru, bæði á
T2 og T3, einnig var munurinn meiri hjá konum en körlum. Á T2
voru aðstandendur með stúdentspróf með marktækt meiri mun
á væntri og fenginni fræðslu en þeir aðstandendur sem einungis
voru með grunnskólapróf. Annar munur fannst ekki eftir menntun.
Samanburður á svörum aðstandanda og sjúklings á
fræðslulistum
Svör sjúklings og aðstandanda hans á fræðslulista voru borin
saman með pöruðu tprófi. Tafla 4 sýnir að ekki reyndist
munur á væntingum sjúklings og aðstandanda hans til fræðslu
en væntingar aðstandanda eru marktækt síður uppfylltar en
væntingar sjúklings.
Aðgengi að upplýsingum
Aðgengi aðstandenda að upplýsingum frá hjúkrunarfræðingum,
sjúkraliðum og læknum við útskrift sjúklings mældist að
Tafla 1. Lýsandi tölfræði úrtaks aðstandenda gerviliðasjúklinga á
tíma 1, n=212.
n %
Aldur
60 ára og eldri 106 51
59 ára og yngri 104 49
Tengsl við sjúkling
Maki 153 72
Barn 48 23
Annað 11 5
Kyn
Kona 134 64
Karl 76 36
Sjúkrahús
Landspítali (LSH) 116 55
Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) 63 30
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) 33 15
Grunnmenntun
Grunnskólapróf/fullnaðarpróf 70 34
Gagnfræðapróf/landspróf 87 43
Stúdentspróf 47 23
Atvinna
Í starfi 129 61
Á eftirlaunum 52 25
Annað 26 14
Hefur starfað innan félags-/heilbrigðisþjónustu?
Já 73 35
Nei 133 65