Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201454
sem beindust að skilgreiningum, markmiðum og ávinningi af
samþættingu. Hins vegar var greinum um samstarf fagstétta
sleppt þar sem sú umfjöllun er umfangsmikil og á vissan hátt
annað viðfangsefni (Hildur Elísabet Pétursdóttir, 2011).
Við greiningu gagna var stuðst við aðgreiningu Leutz (1999) á
þremur stigum samþættrar þjónustu. Fyrsta stig samþættrar
þjónustu nefndi hann tengda þjónustu (e. linkage) sem felur
í sér samvinnu milli stofnana sem veita þjónustuna þar sem
hver stofnun starfar sjálfstætt, hefur sína starfsmenn og
engin sameiginleg fjárhagsábyrgð er á milli stofnana. Í tengdri
þjónustu eru oft notaðir ákveðnir vinnuferlar og leiðbeiningar
um hvað skuli gera og hver skuli gera hvað (Kodner, 2009;
Leutz,1999; MacAdam, 2008). Annað stig samþættrar þjónustu
nefndi hann samhæfða þjónustu (e. coordination). Þá starfa
þjónustuaðilar í aðskildum stofnunum eða deildum en samvinna
er mikil. Reynt er að búa til sameiginlegar verklagsreglur til að
samhæfa mismunandi þjónustuaðila og fjarlægja hindranir í
kerfinu. Sameiginleg upplýsingaöflun, gott upplýsingastreymi
milli starfsmanna og teymisvinna eru mikilvæg í samhæfðri
þjónustu. Markmiðið er að allir aðilar starfi að sama markmiði
til hagsbóta fyrir einstaklinginn (Kodner, 2002; Kodner, 2009;
Leutz,1999; MacAdam, 2008). Fullsamþætt þjónusta (e. full
integration) er þriðja stig samþættrar þjónustu. Á þessu stigi
er nýjum úrræðum beitt, ný stofnun með nýjum einingum hefur
myndast. Þar er allt starfsfólk og öll þjónusta, sem nauðsynleg
er fyrir umönnun aldraðra, sameinuð. Þessi stofnun sér um
stjórnun mannafla og fjármálastjórnun og markmiðið er að
skapa heildræna þjónustu fyrir ákveðinn hóp (Kodner, 2009;
Leutz,1999; MacAdam, 2008).
Umfjöllun okkar um skilgreiningar á stefnumörkun og helstu
markmiðum samþættingar byggðist á þeim 49 ritverkum,
þar sem fjallað var um samþættingu, frá löndum Evrópu,
Tafla 1. Niðurstöður rannsókna á árangri samþættingarverkefna.
PRISMA SIPA PACE WPP SHMO ROVERETO The Silver
Network
Project
Innlagnir á sjúkrahús
– legudagar
Fjölgaði í
viðmiðunarhópi
en stóð í stað í
PRISMA
50% fækkun
legudaga.
Enginn munur á
komufjölda
Færri innlagnir Enginn munur Innlögnum
fækkaði
Innlögnum og
legudögum
fækkaði
Komur á bráðamóttöku Fjölgaði í
viðmiðunarhópi
en stóð í stað í
PRISMA
Enginn munur Enginn munur
Innlagnir á
hjúkrunarheimili
Seinkaði
innlögnum
Enginn munur 40% færri
innlagnir
Seinkaði
innlögnum
Kostnaður og
hagkvæmni
Enginn munur PACE dýrara
– svipaður
kostnaður og fyrir
hjúkrunarheimili
Minni
kostnaður
Minni
kostnaður
Ánægja skjólstæðinga Aukin ánægja Aukin ánægja Enginn munur
Álag á aðstandendur/
ánægja aðstandenda
Álag jókst í
viðmiðunarhópi
en stóð í stað í
PRISMA
Aukin ánægja/
minnkað álag
Aukin ánægja/
minnkað álag
Lifun Enginn munur Lifðu lengur Enginn munur Enginn
munur
Uppfylltar þarfir Betur uppfylltar Enginn munur
Heilbrigði og
starfsgeta
Virkni hélst betur
hjá PRISMA og
aukin heilsuefling
Enginn munur PACE
skjólstæðingum
hrakaði síður
Aukin líkamleg
virkni