Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 59
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Bandaríkjunum og Kanada. Tekin var ákvörðun um að takmarka umfjöllunina við verkefni á stigi tvö og þrjú samkvæmt skilgreiningu Leutz hér að ofan. Tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum og árangri samþættingar. Heimildaleitin skilaði 7 rannsóknum, þar af 2 slembuðum íhlutunarrannsóknum (e. randomized controlled trials) þegar leitarskilyrðin höfðu verið afmörkuð. Í töflu 1 er yfirlit yfir mat á árangri þeirra verkefna sem lögð voru til grundvallar. NIÐURSTÖÐUR Þróun aðferða við samþættingu heilbrigðis­ og félagsþjónustu var nokkuð mislangt á veg komin á því tímabili sem rannsóknin tók til. Í Norður­Ameríku hefur hún staðið lengi og þar eru þegar til fyrirmyndir um fullsamþætta þjónustu. Fjármögnun þessara verkefna er einnig mismunandi eftir löndum, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera ætluð öldruðum (Béland o.fl., 2006; Bravo o.fl., 2008; Hébert o.fl., 2003a; Hébert og Veil, 2004; Kane o.fl., 2002b; Kodner, 2002; Kodner, 2006; Kodner og Kyriacou, 2000; Leutz o.fl., 2003; MacAdam, 2009). Ýmis Evrópulönd hafa staðið að rannsóknarverkefnum þar sem staða samþættingar heilbrigðis­ og félagsþjónustu hefur verið könnuð og borin saman. Almennt séð voru samþættingarverkefni í Evrópu ekki komin eins langt og í Norður­Ameríku. Þær greinar, sem höfðu verið birtar, leiddu í ljós að víða í Evrópu er leitast við að samþætta þjónustu. Hins vegar hefur reynst erfitt að bera árangur þeirra saman þar sem skipulag, áherslur og hefðir eru ólíkar ef litið er til fjármögnunar, stjórnunar og útfærslu (Alaszewski o.fl., 2004; Leichsenring, 2004a, 2004b; Leichsenring o.fl., 2005; Nies, 2004, 2006). Af mikilvægum evrópskum verkefnum, sem beinast að samþættingu heilbrigðis­ og félagsþjónustu, má nefna Procare en það var styrkt af fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins (2004­2005). Í þessu verkefni tóku þátt 10 stofnanir í 9 löndum: Austurríki, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi. Markmið þess var að skoða og bera saman mismunandi hugmyndir, módel og leiðir í aðildarlöndunum varðandi samþætta heilbrigðis­ og félagsþjónustu fyrir aldraða sem þurfa á umönnun að halda (Alaszewski o.fl., 2004; Billings og Malin, 2005; Leichsenring, 2004a og b; Leichsenring o.fl., 2005). Carmen (Care and Management of Services for Older People in Europe Network) var einnig evrópskt þróunarverkefni, fjármagnað af Evrópusambandinu frá árinu 2001 til 2004. Að verkefninu stóðu 40 stofnanir í 11 löndum: Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi, Spáni, Svíþjóð og Bretlandi. Það beindist aðallega að stjórnun og framkvæmd samþættrar þjónustu fyrir aldraða og að bæta við þekkingu á þessu sviði, skoða útbreiðslu samþættingar og framkvæmd hennar. Með því var reynt að fá sem víðasta sýn á samþættinguna (Nies, 2004, 2006). Af Norðurlöndunum hafa Svíþjóð og Danmörk lengsta hefð fyrir samþættingu (Anderson og Karlberg, 2000; Colmorten o.fl., 2004) en þar hefur stefnumörkun stjórnvalda vísað veginn. Árið 1984 kynnti danski hjúkrunarfræðingurinn Lisa Wagner aðferð við samþættingu þjónustu sem var upphaflega skipulögð í bænum Skagevingen og leiddi til stóraukinnar samþættingar. Þetta verkefni varð síðan fyrirmynd fjölmargra verkefna í Danmörku og Svíþjóð (Wagner 2006; Stuart og Weinrich, 2001). Árið 1992 urðu breytingar á stjórnskipun um málefni aldraða í Svíþjóð. Reynt var að draga úr miðstýringu í heilbrigðiskerfinu og auka valddreifingu til landsvæðanna þar sem lögð var áhersla á samþættingu líkt og í Danmörku (Anderson og Karlberg, 2000; Hedman o.fl., 2007). Markmið samþættingar Öll samþættingarverkefnin, sem skoðuð voru, byggðust á þeirri hugmyndafræði að aldraðir séu betur komnir á sínum eigin heimilum en á stofnunum. Þeir séu misleitur hópur með fjölþættar þjónustuþarfir tengdar langvinnum sjúkdómum og heilsufarsvanda. Þessum þörfum verði að sinna af fjölmörgum faghópum sem þurfa að samhæfa sína þjónustu svo ekki verði tvíverknaður eða að göt myndist í þjónustunni (Hébert o.fl., 2008b; Kane o.fl., 2002b; Kodner og Kyriacou, 2000; Gross o.fl., 2004). Samþættingu er jafnframt ætlað að auka samloðun og samvirkni milli mismunandi kerfa auk þess að auka hagkvæmni og skilvirkni og bæta gæði þjónustunnar og lífsgæði skjólstæðingsins og þar með ánægju hans. Til að efla hagkvæmni er einkum horft til minni notkunar á dýrari úrræðum eins og bráðasjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum (Bernabei o.fl., 1998; Hébert o.fl., 2008a; Hildur Elísabet Pétursdóttir, 2011; Landi o.fl., 2001; Kane o.fl., 2002a; Kane o.fl., 2002b; Kodner, 2006; Kodner og Kyriacou, 2000). Aukin hagkvæmni og skilvirkni á ekki að koma niður á gæðum þjónustunnar. Einkenni árangursríkra samþættingarverkefna Einkenni árangursríkra samþættingarverkefna byggjast að mestu á lýsingu á fimm verkefnum frá Norður­Ameríku og tveimur frá Ítalíu. Þetta voru verkefnið PACE (Program of All­inclusive Care for Elderly People) (Kodner og Kyriacou, 2000; Kodner, 2006), WPP (Winconsin Partnership Program) (Kane o.fl., 2002a/b) og SHMO (Social Health Maintenance Organisations) (Kodner, 2002; Leutz o.fl., 2003; Kodner og Kyriacou, 2000) sem komu frá Bandaríkjunum og voru á þriðja stigi samþættingar. Frá Kanada kom SIPA (Services Intégrés pour les Personnes Âgées fragiles) (Bravo o.fl., 2008; Béland o.fl., 2006; Kodner, 2006) sem er rannsóknarverkefni, einnig á þriðja stigi, og PRISMA (Programme of Research to Integrate Service for the Maintenance of Autonomy) (Leutz, 2005; Hébert o.fl., 2003a; Hébert og Veil, 2004; Hébert o.fl., 2008a) sem er rannsóknarverkefni á öðru stigi. Frá Ítalíu kom Rovereto­verkefnið en Bernabei o.fl. (1998) gerðu stóra rannsókn á þessu verkefni árið 1998. Þaðan kom einnig The Silver Network Project (Landi o.fl., 2001). Þessi tvö ítölsku verkefni eru bæði á stigi tvö. Í töflu 1 má sjá helstu niðurstöður sem rannsóknir á þessum samþættingarverkefnum hafa sýnt fram á varðandi árangur þeirra. Þau atriði, sem borin voru saman, voru innlagnir á sjúkrahús, komur á bráðamóttöku, innlagnir á hjúkrunarheimili, kostnaður, ánægja skjólstæðinga, álag á aðstandendur, lifun, uppfylltar þarfir og heilsa/starfsgeta (sjá töflu 1) (Bernabei o.fl.,1998; Béland o.fl., 2006; Fisher o.fl., 2003; Hébert o.fl., 2010; Kane o.fl., 2002b; Kane o.fl., 2006;

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.