Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 5 Flestar heilbrigðisstofnanir eru orðnar að púðurtunnum sem hafa verið í þann mund að springa í loft upp. Svo gerðist það að einn maður fékk launahækkun þar sem hann var talinn spara öðrum fremur. Sá sem menn héldu að væri í liði þeirra reyndist leika fyrir annað lið. Það gat hvert barn séð að þetta myndi leiða til þess að umræðan um laun hjúkrunarfræðinga myndi blossa upp á ný. En af hverju eru hjúkrunarfræðingar svo illa launaðir? Það er greinilegt að rými er fyrir launaskrið í ráðuneytum og í ríkisstofnunum öðrum en heilbrigðisstofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu á jafnræðisumbætur en launaþróun síðastliðin ár sýnir algjört getuleysi þeirra. Meira að segja í þeirra innsta hring, þar sem ríkisstjórnin ætti að hafa einhver áhrif, hafa laun hækkað meira. Hvernig stendur á því að launaskrið hjá ríkinu er með þeim hætti að starfsmenn ráðuneyta hafa fengið 21,5% hækkun sl. fimm ár en hjúkrunarfræðingar 12,5%? Er þetta stefna ríkisins í mannauðsmálum? Svo virðist ekki vera því velferðarráðherra segist vera mjög brugðið yfir fréttum um launaþróun hjá ríkinu. Hann hyggst stofna til samstarfs við helstu launþegasamtök um að uppræta launamun kynjanna. Hér virðast því aðrir kraftar en stjórnvöld vera að verki. En hvaða kraftar eru þetta? Er það kannski orðræðan í samfélaginu? Það er eins og sú hugsun sé enn ríkjandi að við hjúkrun vinni jú bara konur sem hafa hvort eð er fyrirvinnu. Þær eru bara að leika sér, þykjast vinna til þess að komast út af heimilinu í smá stund. Þær þurfa því ekki alvörulaun, bara platlaun. Það virðist líka vera ríkjandi hugsun að allar þessar konur vinni á stöðum þar sem ekki er búinn til virðisauki. Sjúkrastofnanir eru einungis afætur sem kosta peninga. Við viljum auðvitað halda útgjöldum í lágmarki, því þurfa þessar konur að sætta sig við að hafa lægri laun en alvörumennirnir sem vinna alvörustörf á alvöruvinnustöðum. Kannski er það jafnvel svo að margar konur, sem vinna þessi platstörf, séu inn við beinið sammála því að þannig sé heimurinn gerður. Fátt hefur breyst í raun og umræðan hefur verið hin sama síðastliðna hálfa öld. Í október 1959 urðu þau tímamót að tveir karlmenn útskrifuðust úr Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Aðspurður um laun og framtíðarhorfur svaraði einn þeirra, Rögnvaldur Skagfjörð Stefánsson: „Vonandi komast launamál stéttarinnar í betra horf svo að maður geti framfleytt fjölskyldu sinni og hugsað til sérnáms í náinni framtíð. Annars eru kjörin svo miklu betri í Danmörku og Svíþjóð að það getur orðið freistandi að fara þangað ef ekki rætist úr launamálunum hér, en heima vil ég auðvitað helst vera.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Árún K. Sigurðardóttir Ásta Thoroddsen Brynja Örlygsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Þorsteinn Jónsson Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Herdís Sveinsdóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Bergþóra Eyjólfsdóttir, Christer Magnusson, Edda Jörundsdóttir o.fl. Ljósmyndir: Christer Magnusson, Gunnlaugur P. Kristinsson o.fl. Próförk og yfirlestur: Sunna K. Símonardóttir Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Póstdreifing LAUN HJÚKRUNARFRÆÐINGA Nýlega sauð upp úr hjá hjúkrunar­ fræðingum á Landspítala. Þeir hafa í mörg ár mátt þola launa lækkanir og aukið álag vegna sparnaðar. Þeir vilja allir veita betri þjónustu en starfs aðstæður leyfa en slíkt veldur gremju og pirringi. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.