Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 20128 NORRÆN ÖLDRUNARRÁÐSTEFNA Í KAUPMANNAHÖFN Sigríður Sigurðardóttir, sigridur.sigurdardottir@morkin.is Rúmlega 600 þátttakendur mættu á 21. norrænu öldrunarráðstefnuna í Kaup­ manna höfn dagana 10. ­13. júní 2012. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Dilemmas in Ageing Societies“. Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga notaði tækifærið og fundaði með stjórnum fagdeilda öldrunar hjúkrunar fræðinga frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 2014 verður svo ráðstefnan haldin í Gautaborg í Svíþjóð. Ráðstefna þessi er þverfagleg og heitir á ensku „Nordic Congress of Gerontology“ og er haldin á tveggja ára fresti. Þátttakendur voru frá 36 þjóðlöndum en langflestir þátttakendanna voru frá Norðurlöndunum. Af þeim hópi voru Danir fjölmennastir en Svíar og Norðmenn fylgdu fast á hæla þeirra. Íslensku þátttakendurnir voru 35 talsins en á óvart kom að þó nokkrir þátttakendur voru komnir mjög langt að eða frá löndum eins og Japan og Taiwan. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Dilemmas in Ageing Societies“. Megininntak ráðstefnunnar að þessu sinni var að aldraðir og öldrun væru spennandi viðfangsefni sem hægt væri að nálgast frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Ráðstefna sem þessi gefur gott yfirlit yfir rannsóknir í öldrun og þróunina innan öldrunarfræða og í öldrunarhjúkrun. Fyrirlestrarnir voru ýmist á sviði hjúkrunarfræði, læknisfræði, sjúkraþjálfunar, sálfræði, líffræði eða félagsþjónustunnar. Hægt var að velja úr tæplega hundrað fyrirlestrum þá þrjá daga sem ráðstefnan stóð og voru fyrirlesarar frá öllum greinum innan heilbrigðisþjónustu við aldraða. Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunar­ fræðinga hefur undanfarin ár átt í ágætum tengslum við stjórnir dönsku, sænsku og norsku fagdeildanna. Því var ákveðið að nota tækifærið og boða til fundar með norrænu stjórnunum. Þar sem ráðstefnan var í þetta sinn í Danmörku Á myndinni eru frá vinstri Cecile Olsen, Dora Fog, Helle Wijk, Birgit Gron, Elizabeth Rosted, Irmgaard Birkegaard, Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Þórisdóttir. tók stjórn dönsku fagdeildarinnar að sér að skipuleggja og boða til fundar. Eins og svo oft áður gekk erfiðlega að finna tíma sem öllum hentaði. Á endanum varð það úr að stjórnarmenn slepptu móttöku sem borgarstjóri Kaupmannahafnar bauð ráðstefnugestum í en fóru í staðinn í kvöldverð á veitingastað í boði dönsku fagdeildarinnar. Ingibjörg Þórisdóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga, og Sigríður Sigurðardóttir, gjaldkeri fagdeildarinnar, voru fulltrúar Íslands. Frá deild sænskra öldrunarhjúkrunarfræðinga kom Helle Wijk formaður sænsku fagdeildarinnar. Frá Danmörku komu Dora Fog formaður, Pia Pedersen, Irmgard Birkegaard, Birgit Gron gjaldkeri og Elizabeth Rosted,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.