Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 3 Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um kaup og kjör einstakra stétta og hópa. Kynbundinn launamunur hefur verið til umræðu, mismunur launa á almennum markaði og hinum opinbera og samkeppnishæfni Íslands um laun heilbrigðis starfsmanna. Það er áhugavert að skoða kjör hjúkrunarfræðinga í ljósi umræðunnar, þessarar fjölmennu kvenna­ stéttar sem að langstærstum hluta vinnur hjá hinu opinbera og harla lítil virk samkeppni er um hér á landi. Laun opinberra starfsmanna eru nú 17,6% lægri en á almennum markaði samkvæmt nýlegri launakönnun VR, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Ánægjulegu fréttirnar eru að heldur dregur úr kynbundnum launamun þótt ótrúlega hægt gangi að uppræta þann ófögnuð. Enn kostar munurinn konur í VR nærri fimm milljarða króna á ársgrundvelli! Laun hjúkrunarfræðinga og annarra heil­ brigðisstétta hafa einnig verið í umræðunni í kjölfar umdeildrar launa hækkunar forstjóra Landspítalans (LSH) um nærri 25%. Velferðarráðherra færði ýmis rök fyrir þessari hækkun svo sem að launahækkunin væri fyrir viðbótarstörf og að hann hafi orðið að hækka laun forstjórans til að koma í veg fyrir að hann hyrfi til betur launaðs starfs erlendis. Ekki þarf að fjölyrða um þá ólgu, reiði og sorg sem þessi ákvörðun og rökin sem færð voru fyrir henni ollu meðal starfsmanna Landspítalans. Afturköllun launahækkunarinnar og flóttalegir tilburðir ráðherrans og forstjórans breyttu þar litlu um. Líklega er erfitt að finna dæmi um jafn ranga ákvörðun, hvort heldur ákvörðunin er metin á mælistiku stjórnmálanna eða stjórnunar. Forstjóri LSH hefur sagt að frá 2007 hafi verið skorið niður um 32 milljarða á LSH eða sem samsvarar nánast heilu rekstrarári. Starfsfólki hefur fækkað um 700 manns. Forstjórinn hefur sérstaklega lagt áherslu á að tekist hafi að halda í jafn marga sérfræðilækna og hjúkrunarfræðinga og var árið 2007. Vinnuframlag hjúkrunarfræðinga, það er samræmd magnmæling dagvinnu og yfirvinnu, hefur hins vegar dregist saman. Skýringin er fyrst og fremst sú að yfirvinna er nánast bönnuð, hvort sem hennar er þörf eður ei. Það er áhugavert að skoða áhrif þessara breytinga á laun hjúkrunarfræðinga. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkuðu að meðaltali um 21,66% frá 2007 til 2011. Á sama árabili hækkuðu meðalheildarlaun þeirra hins vegar aðeins um 12,54%. Til samanburðar má nefna viðskipta­ og hagfræðinga hjá ríkinu en meðalheildarlaun þeirra hækkuðu á sama tíma um 20,37%. Meðalheildarlaun starfsmanna stjórnarráðsins hækkuðu um 21,48%. Það er líka áhugavert að skoða hversu stór hluti heildarlauna einstakra stétta byggist á öðrum launum en dagvinnulaunum. Tæp 27% heildarlauna hjúkrunarfræðinga eru vegna annarra þátta en dagvinnu, það er yfirvinnu, álagsgreiðslna vegna kvöld­, nætur­, og helgarvinnu, og annarra launa. Lögreglumenn fá hins vegar tæplega 45% sinna heildarlauna vegna annarra þátta en dagvinnu. Meðalyfirvinnulaun lögreglumanna eru nærri tvöfalt meiri en meðalyfirvinnulaun hjúkrunarfræðinga og lögreglumenn fá að meðaltali nærri sex sinnum meiri „önnur laun“ en hjúkrunarfræðingar. Lögreglumenn eru sannarlega vel verðugir launa sinna en þessi munur á samsetningu launa er áhugaverður í því ljósi að þarna er um hefð­ bundnar kvenna­ og karlastéttir að ræða annars vegar og hins vegar að hjúkrunar­ fræðingar vinna innan heilbrigðiskerfisins en lögreglumenn utan þess. Dagvinnustéttin viðskipta­ og hagfræðingar fær 20% af sínum heildar launum fyrir annað en dagvinnu eða litlu minna en vaktavinnustéttin hjúkrunarfræðingar. Jafnræði innan ríkisins? Á árunum 2007-2011 hækkuðu heildarlaun hjúkrunarfræðinga um 12,5%, laun viðskipta- og hag- fræðinga hjá ríkinu um 20,4% og laun ráðuneytisstarfsmanna um 21,5%. Samanburður sem þessi sýnir glögglega að þrátt fyrir digur orð stjórnvalda um að heilbrigðiskerfinu hafi verið hlíft við niðurskurði undanfarin ár er ljóst að launum kvennastétta í heilbrigðisþjónustunni hefur verið haldið niðri í samanburði við karlastéttir utan heilbrigðiskerfisins. Það er ekki í neinu samræmi við yfirlýsingar forsætisráðherra um að unnið sé að því að eyða kynbundnum launamun. Er 23% niðurskurður á LSH kannski réttlætanlegur af því að þar er mikill meirihluti starfsmanna konur? Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eiga ekki að þurfa að réttlæta laun sín. Alþingismenn og aðrir æðstu stjórnendur þessa lands verða að hætta að líta á heilbrigðiskerfið sem bagga á samfélaginu, bagga sem sogar endalaust til sín fjármagn. Það er löngu tímabært að meta heilbrigðiskerfið og þá sem þar starfa út frá þeirri miklu verðmætasköpun sem þar er. Verðmæti starfa hjúkrunarfræðinga á að meta út frá öllu því heilsutjóni sem þeir fyrirbyggja og þeim arði sem fæst af því að koma fólki aftur til heilsu og til fjölskyldna sinna. Það er ávinningur samfélagsins alls að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn til að skapa þar verðmæti og til að greiða samfélaginu skatta. Undanfarnar vikur hafa hjúkrunarfræðingar sýnt hvaða áhrif samstaðan getur haft. Sú samstaða verður að ríkja áfram, ekki aðeins til að bæta hag hjúkrunarfræðinga heldur einnig til að koma í veg fyrir að gengið verði svo nærri heilbrigðiskerfinu að alvarlegur skaði hljótist af. LAUNIN LÆGST Í HEILBRIGÐISKERFINU Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir. Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Skurðstofu- og skoðunarhanskar Steriking pökkunarvörur frá WIPAK Hágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkrahús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur. Framúrskarandi framleiðslutækni tryggir áreiðanleika og öryggi. Mýkt og þægindi. Vörn gegn sýkingum. Sempermed byggir á yfir 90 ára reynslu í vöruþróun Allt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava. Sótthreinsipokar og rúllur. Pappírsarkir til pökkunar. Gæða vara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauðhreinsun og örugga meðhöndlun áhalda. Örugg pökkun í þínum höndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.