Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 35
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóður
hjúkrunarfræðinga fluttust nýlega að Engjateigi
11, ekki langt frá skrifstofu Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
auknar inngreiðslur til lífeyrissjóðanna
með mismunandi leiðum, til að koma
í veg fyrir að sjóðirnir tæmist á næstu
áratugum. Til að átta sig á um hvað
vandi opinberu lífeyrissjóðanna snýst er
mikilvægt að þekkja hverjir eiga aðild
að sjóðunum og hver núverandi staða
lífeyrissjóðanna er.
Núverandi staða A deildar LSR og LH
Hjúkrunarfræðingar greiða ýmist iðgjald
til Adeildar Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (LSR) eða í Lífeyrissjóð
hjúkrunarfræðinga (LH). Í ársbyrjun 1997
var LH lokað fyrir nýjum sjóðfélögum
og frá sama tíma hafa allir nýráðnir
hjúkrunarfræðingar greitt iðgjald til LSR.
Hjúkrunarfræðingar sem greiddu í LH fyrir
1997, og eru á föstum mánaðarlaunum
við hjúkrunarstörf hjá opinberum
stofnunum eða heilbrigðisstofnunum,
mega enn greiða til LH hafi þeir ekki valið
á sínum tíma að skipta yfir í Adeild LSR.
Nú er svo komið að u.þ.b. 80% starfandi
hjúkrunar fræðinga greiða iðgjald af
launum sínum til Adeildar LSR. Fjöldi
hjúkrunarfræðinga á hins vegar mikilvæg
réttindi í LH. Á árinu 2011 greiddu 513
sjóðfélagar iðgjald til LH. Jafnframt átti
1.771 einstaklingur geymd réttindi hjá
sjóðnum, en með því er átt við að
þeir eigi réttindi hjá lífeyrissjóðnum en
greiði ekki lengur til hans. Þá fengu 848
einstaklingar lífeyrisgreiðslur á liðnu ári.
Hjúkrunarfræðingar sem greiða í LSR,
A deild og LH njóta ríkisábyrgðar á
lífeyrisréttindunum, sem skilgreind eru
í lögum. Ef iðgjöldin duga ekki fyrir
réttindum borgar ríkið mismuninn í stað
þess að réttindin skerðist eins og á
almenna markaðnum. Við lokun LH fyrir
nýjum sjóðfélögum varð ljóst að gera þurfti
ráðstafanir til að eignir sjóðsins yrðu ekki
uppurnar löngu áður en skuldbindingar
við lífeyrisþega framtíðarinnar kæmu til
greiðslu. Því hóf ríkið á árinu 1999 að
greiða fjárhæðir umfram lagaskyldu til
að standa undir framtíðarskuldbindingu
sjóðsins. Í kjölfar hrunsins 2008 féllu
þessar greiðslur niður. Verði ekkert
að gert munu eignir sjóðsins tæmast
eftir u.þ.b. 15 ár. Heildarstaða LH var
neikvæð um 44 milljarða króna í árslok
2011. Skuldir Adeildar LSR umfram
skuldbindingar á árinu 2011 voru 13,1%
samkvæmt mati á tryggingafræðilegri
stöðu sjóðsins.
Ábyrgð stjórna LSR og LH
Stjórnir LSR og LH eru þannig samsettar
að helmingur stjórnarfólks eru fulltrúar
sjóðsfélaga og helmingurinn er skipaður af
fulltrúum fjármálaráðherra. Stefnumótun,
eftirlit og framkvæmd fjárfestinga LSR og
LH er í höndum stjórnanna, framkvæmda
stjóra og annarra stjórnenda sjóðanna.
Við núverandi aðstæður er það einnig
skylda stjórna sjóðanna að benda á
með hvaða hætti skuli bregðast við
vanda vegna skuldbindinga sjóðanna.
Stjórn LH hefur lagt áherslu á að
gerð verði áætlun um hvernig standa
skuli við skuldbindingar sjóðsins, af
hálfu launagreiðenda, fyrir lífeyrisþega
framtíðarinnar. Fulltrúar sjóðfélaga í
stjórnum LSR og LH hafa ítrekað bent á
nauðsyn þess að ríkissjóður byrji aftur að
greiða árlega til LH með sambærilegum
hætti og gert var fram til 2008. Þessar
greiðslur megi takmarka til að byrja með í
ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs en auka stig
af stigi á næstu árum. Þá hafa fulltrúar
sjóðfélaga í stjórn LSR bent á nauðsyn
þess að hækka iðgjald launagreiðenda til
Adeildar sjóðsins.
Ábyrgð sjóðsfélaga
Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga á
Íslandi á ríkistryggð lífeyrisréttindi í Adeild
LSR og LH. Mikilvægt er fyrir sjóðsfélaga
að kynna sér vel og þekkja aðild sína að
sjóðunum og áunnin lífeyrisréttindi. Allar
slíkar upplýsingar eru aðgengilegar á
heimasíðu LSR og LH, auk upplýsinga
um áunnin réttindi sem sjóðsfélagar fá
reglulega sendar frá lífeyrissjóðunum.
Auk þess er auðsótt að fá upplýsingar
hjá starfsfólki á skrifstofu lífeyrissjóðanna.
Ársfundir LSR og LH eru einnig kjörinn
vetvangur til að kynna sér rekstur og
stöðu sjóðanna. Á síðasta ársfund mættu
45 manns. Árlega eru haldnir kynningar
og samráðsfundir með lífeyrisþegum og
hafa þeir mælst vel fyrir og hafa verið
vel sóttir.
Ríkistryggð lífeyrisréttindi hjúkrunar
fræðinga eru áunnin réttindi og við
þeim verður ekki hróflað nema með
umfangsmiklum breytingum á vinnu
lög gjöfinni og umbótum í launa og
kjaramálum. Ég vil hvetja alla hjúkrunar
fræðinga til að standa vörð um lífeyris
réttindi sín og standa vaktina saman í
kjarabaráttu með samstöðu og stéttvísi
að leiðarljósi.
Herdís Gunnarsdóttir,
MSc, MBA, situr í
stjórn Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
og er formaður
stjórnar Lífeyrissjóðs
hjúkrunarfræðinga.