Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 49 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Planned Parenthood Federation) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi þróun kynfræðslu. Mikilvægi slíkra leiðbeininga felst einkum í því að tryggja ákveðna grunnþætti kennslunnar, samræma hana og stuðla að gæðum hennar. Kynfræðsla felur meðal annars í sér að veita upplýsingar en ekki síður að móta viðhorf, skoðanir og gildismat. Henni er einnig ætlað að auka færni einstaklingsins á ýmsum sviðum þannig að hann sé fær um að geta tjáð sig við kynlífsfélaga, geta tekið góðar ákvarðanir og kunna að setja öðrum mörk. Auk þess þarf hann að geta gert sér grein fyrir ýmsum áhættum og afleiðingum óábyrgrar kynhegðunar og kunna leiðir til að koma í veg fyrir þær. Lengi vel byggðist kynfræðslan á þekkingarlegum atriðum um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir en veruleg breyting hefur orðið þar á. Í ljós hefur komið að þekkingin ein og sér er engan veginn nægjanleg til að hafa áhrif á kynhegðun einstaklingsins (Talashek o.fl, 2003). Það hefur margoft komið í ljós að þó að unglingar hafi þekkingu til dæmis á afleiðingum óábyrgrar kynhegðunar þá hafi hún ekki orðið til þess að þeir taki góðar ákvarðanir um eigið kynlíf. Þannig er ekki alltaf samband á milli þekkingar og ábyrgrar kynhegðunar (Lou og Chen, 2009). Í viðamiklum kerfisbundnum úttektum á rannsóknum á kynfræðslu hafa komið í ljós ákveðin sameiginleg atriði sem meðal annars skipta sköpum til að ná árangri hvað varðar ábyrga kynhegðun (Kirby, 2001, 2002, 2007). Meðal þessara atriða eru hugmyndafræðilegur grunnur, kennsluaðferðir sem felast í að virkja nemendur og áherslur kennslunnar. Námsefnið sem hér er lagt til grundvallar byggist á hugmyndafræðilegum forsendum, leggur ríka áherslu á að virkja nemendur í kennslustund og fer í mikilvæg áhersluatriði í kennslunni svo sem tjáskipti og ábyrgt kynlíf. Á síðasta aldarfjórðungi hefur margvíslegt kynfræðsluefni, sem ætlað hefur verið til kennslu í efstu bekkjum grunnskólans, litið dagsins ljós í íslensku samfélagi. Kynfræðsluefnið Lífsgildi og ákvarðanir, sem byrjað var að nota hér á landi árið 1991, var bandarískt námsefni sem var þýtt og staðfært fyrir íslenskar aðstæður og var fyrsta alhliða kynfræðsluefnið sem var kennt í skólum landsins (Forliti o.fl., 1991). Það samanstóð af kennsluleiðbeiningum, margvíslegum verkefnum og heimaverkefnum, handbók fyrir foreldra og myndbandi með fjölda stuttra myndskeiða. Það var samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins og heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytisins og var höfundur ritstjóri þess. Áður en það var tekið í notkun var gerð rannsókn á námsefninu, meðal nemenda í 7. og 8. bekk grunnskólans, sem byggðist á hálftilraunasniði (Arna Axelsdóttir o.fl., 1990). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að námsefnið bætti marktækt þekkingu nemenda og stuðlaði að auknum tjáskiptum milli unglinga og foreldra um kynheilbrigði. Árið 1993 var gerð rannsókn á landsvísu meðal grunnskólakennara sem sýndi að 63% þeirra studdust við kynfræðsluefnið Lífsgildi og ákvarðanir (Jóna Björg Pálsdóttir og Þorbjörg Harðardóttir, 1993). Önnur rannsókn, sem byggðist á viðtölum við skólahjúkrunarfræðinga árið 1994, leiddi í ljós að miklar breytingar urðu með tilkomu kynfræðsluefnisins Lífsgildi og ákvarðanir eins og einn þeirra orðaði það: „Svo kom námsefnið Lífsgildi og ákvarðanir 1991 og það var bara nýr heimur fyrir allt skólakerfið og mjög margir kennarar tóku efninu fagnandi og hafa kennt það“ (Steinunn Agnarsdóttir, 1994, bls. 32). Fyrir nokkrum árum voru gefin út tvö heildstæð námsefni um kynfræðslu á vegum Námsgagnastofnunar sem ætluð eru til kennslu á grunnskólastigi. Hið fyrra er eftir Ásdísi Olsen og kom út árið 2006 og nefnist Kynlíf. Efnið samanstendur af kennsluleiðbeiningum, foreldraefni, nemendahefti í formi unglingatímarits og fræðslumyndböndum í sex hlutum (forfallakennarinn). Mælt er með efninu fyrir nemendur í 8. bekk grunnskólans. Greint er frá því í kennsluleiðbeiningunum að námsefnið byggi á fjölgreindakenningu og að aðferðir skemmtimenntar (edutainment) séu notaðar til að koma efninu til skila. Ýmiss verkefni og æfingar eru lagðar til grundvallar efninu. Síðara kynfræðsluefnið Um stelpur og stráka kom út árið 2006 og er eftir Erlu Ragnarsdóttur og Þórhöllu Arnardóttur. Kennsluleiðbeiningarnar eru í fjórum köflum en ekki er tilgreint hvaða hugmyndafræðilegi rammi eða kenningar séu lagðar til grundvallar. Margar góðar hugmyndir eru settar fram í báðum þessum námsefnum og byggjast þau bæði á því að virkja nemendur. Takmarkanir þessara tveggja námsefna felast meðal annars í því að nemendur komu ekki að þróun þeirra, þau voru ekki rannsökuð fyrir notkun og frá því að þau voru tekin í notkun hefur árangur þeirra hvað varðar viðhorf, þekkingu og kynhegðun nemenda ekki verið metinn. Hér á landi skortir því á að þróa námsefni í samvinnu við unglinga en slík aðferð skiptir miklu máli til að ná auknum árangri (Brindis og Davis, 1998; DiCenso o.fl, 2002; Kirby 2007). Því var farin sú leið að hanna kynfræðsluefni ætlað nemendum í 8. bekk grunnskólans og forprófa það efni meðal þeirra í þeim tilgangi að skoða hvaða þættir næðu til unglinga og væru mikilvægir og hverju þau hefðu síður áhuga á og þyrfti þá að breyta eða sleppa. Kynfræðsluefnið fékk vinnuheitið Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis (KÍK) (Sóley S. Bender, 2010a). Meginástæða þess að 13 ára unglingar urðu fyrir valinu er sú breyting sem verður á kynhegðun unglinga á milli 13 ára og 14 ára aldurs. Samkvæmt landskönnun sem gerð var meðal 17­20 ára unglinga árið 1996 sögðust alls 7,6% hafa byrjað að hafa samfarir 13 ára eða yngri en við 14 ára aldurinn voru það 25,5% (Bender o.fl., 2004). Í endurtekinni landskönnun meðal 18­20 ára unglinga árið 2009 var hlutfallið 4,6% meðal 13 ára og 17,7% meðal 14 ára unglinga (Sóley S. Bender, 2010b). Hér á landi glíma unglingar við ýmis vandamál á þessu sviði bæði hvað varðar þunganir unglingsstúlkna og kynsjúkdóma (Bender, Geirsson og Kosunen, 2003; Landlæknisembættið, 2010a, 2012). Námsefnið er í anda markmiða heilbrigðisáætlunar þar sem stefnt hefur verið að því að lækka tíðni þessara lýðheilsuvandamála (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Tilgangur þessa ferlismats var að skoða hvernig gengi að kenna KÍK, kosti þess og takmarkanir ásamt því hvernig nemendum tækist að vinna úr verkefnunum. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsókn þessi byggist á ferlismati (process evaluation) (Linnan og Steckler, 2002) sem getur bæði verið megindlegt og eigindlegt. Aðferðin hefur meðal annars verið notuð til að meta innleiðingu á kynfræðslu í skólum (Al­Iryani o.fl, 2010; Mukoma o.fl, 2009). Í þessari rannsókn er stuðst við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.