Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 13 sjálfir tileinkuðu sér í umönnun sinni. Viðfangsefni hjúkrunarfræðinga töldu Kralik o.fl. (2004) vera að skapa opnar samræður og aðstæður sem hvetja til lærdóms og þess að átta sig á þeim leiðum til sjálfsumönnunar sem hafa merkingu fyrir einstaklinginn. Sjálfsumönnun fólks með langvinna lungnateppu Langvinn lungnateppa (LLT) er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn og fer algengi hans hratt vaxandi (Pauwels og Rabe, 2004). Litið hefur verið á sjálfsumönnunarmeðferð sem lykil­ fyrirbæri til þess að stemma stigu við framgangi sjúkdómsins (Rabe o.fl., 2007) en rannsóknir hafa ekki fyllilega stutt þá áherslu. Í fræðilegri úttekt á rannsóknum á sjálfs umönnunarmeðferðum hjá fólki með LLT, þar sem byggt var á fjórum kerfis­ bundnum samantektum (e. systematic review) og fræðilegri samantekt (e. integrative review), kom fram að þrátt fyrir að rannsóknir á efninu hafi staðið yfir í meira en áratug eru einungis vísbendingar um að meðferðirnar séu árangursríkar (Jonsdottir, í birtingu). Fram hafa komið vísbendingar um aukin lífsgæði og minni notkun á heilbrigðisþjónustu, einkum fækkun sjúkrahúsinnlagna. Fjölbreytileg rannsóknarsnið, lítil úrtök, stuttur rann­ sóknar tími og misvísandi niðurstöður eru áberandi og dregur það úr mögu­ leikum til að draga skýrar ályktanir af niðurstöðum. Eldri rannsóknirnar fjalla að stærstum hluta um staðlaðar meðferðar­ leiðir og megináherslan hefur verið á að kenna sjúklingum það sem þeir þurfa að vita, að segja þeim hvað og hvernig þeir eiga að gera og haga sér til að halda lungnasjúkdómnum í skefjum og að takast á við afleiðingar hans. Skjól­ stæðingsmiðuð áhersla kemur hins vegar fram í fáeinum nýjum rannsóknum. Reykleysismeðferð er í vaxandi mæli hluti þessara meðferða. Fjölskyldur hafa ekki verið þátttakendur í rannsóknum á sjálfsumönnunarmeðferðum fyrir lungna­ sjúklinga. Samráð um sjálfsumönnun Kjarni þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á umfjöllun og beitingu á hugtakinu sjálfsumönnun á sér upp sprettu í því hvernig litið er á samskipti heilbrigðis­ starfsmanna og skjólstæðinga (Kielman o.fl. 2010; Koch o.fl., 2004; Jonsdottir, í prentun), eða öllu frekar í því hversu þessum samskiptum hefur verið lítill gaumur gefinn. Lítil þekking er til staðar um samskipti heilbrigðisstarfsmanna við skjólstæðinga, einkum um það sem „gert er ráð fyrir að gerist í samskiptunum og hefur uppbyggileg áhrif á framvindu sjúkdómsferilsins“ (Thorne, 2008, p. 294, áhersla mín). Bent hefur verið á að sú forræðishyggja sem ríkt hefur sé haldlítil. Fræðimenn hafa lagt áherslu á kosti skjólstæðingsmiðaðrar umönnunar (Mitchell, 2009), virðingu fyrir valfrelsi skjólstæðinga (Lawn o.fl., 2011) og samráði sem mótvægi við forræðis­ hyggju (Kielman o.fl., 2010; Koch o.fl., 2004). Ljóst þykir að það gagnast ekki að segja fólki hvað það á að gera til að viðhalda og efla heilbrigði og einkum því að halda langvinnum sjúkdómum í skefjum. Hugsun og atferli fólks er heldur ekki endilega skynsamlegt eða rökrétt og taka ekki endilega mið af þeirri vitneskju sem fólk býr yfir. Því má draga þá ályktun að endurskoða þurfi hugsunina um sjálfsumönnun og það hvernig hún er útfærð og árangursmæld (Kralik o.fl., 2004; Jonsdottir í prentun; Thorne, 2008). Mikilvægt er því að spyrja spurninga um hvaða gildi og áherslur sé skynsamlegt að leggja til grundvallar í samskiptum við skjólstæðinga. Hvernig er hægt að stuðla að því að þeir getið tekið þátt í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn á eigin forsendum? Hvernig geta skjól­ stæðingar verið gerendur í eigin heil­ brigði og notað heilbrigðisþjónustuna á hag kvæman og árangursríkan hátt? Hvernig getur fjölskyldan orðið raun­ veru legur skjólstæðingur heilbrigðis ­ þjónustunnar, sér í lagi þegar um lang­ vinnan heilsufarsvanda er að ræða? Samráð við fólk með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra Fræðilegur rammi um samráð við skjólstæðinga hefur verið þróaður fyrir hjúkrun fólks með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra (Ingadottir og Jonsdottir, 2010; Jonsdottir og Ingadottir, 2011). Þó að fræðilegi ramminn afmarkist við hjúkrun fjölskyldna sem glíma við heilsu farsvanda tengdan lungum hafa grunnþættir hans verið þróaðir í marg­ víslegu heilsufarslegu samhengi og hefur víðari skírskotun (sjá m.a. Jonsdottir, Litchfield og Pharris, 2004). Samráð á sér uppsprettu í samræðum hjúkrunarfræðings og skjólstæðings eða fjölskyldu. Það grundvallast á þeirri við leitni að mæta skjólstæðingum og fjölskyldum þar sem þær eru staddar í glímunni við heilbrigðisvandamál (Jonsdottir o.fl., 2004; Litchfield, 1999). Hjúkrunar fræðingur myndar fagleg tengsl við skjólstæðinga og kemur af stað sam­ ræðum (e. dialogue) um það sem skiptir þá máli og tengist heilbrigði þeirra. Það er sameiginlegt viðfangsefni allra að leggja sig fram um að skilja og vinna með heilsufarsvandann í samhengi við þarfir, áhyggjur, væntingar, möguleika og aðra þætti sem skipta máli í lífi skjólstæðings og fjölskyldunnar. Þessar grundvallarforsendur eru meginskilyrði þess að ávinningur hljótist af samráðinu. Frumforsendur eru það sem sjúklingur og fjölskyldan bera fyrir brjósti og snerta heilsufar sjúklings og þannig getur hjúkrunar fræðingurinn ekki ákveðið fyrir­ fram hvað gera skuli, hverju eigi að breyta og hvað skal bæta. Sú vitneskja þróast í samræðunum með því að vera opinn og reyna að skilja; innsæi skapast um eðli vandans, samhengi hans og um þá möguleika sem til staðar eru og skapa má. Með nýrri sýn breytist afstaða til hlutanna og vægi þeirra og þar með getur forgangsröðun breyst (Jonsdottir o.fl., 2004). Umræða Sjálfsumönnun og sjálfsumönnunar­ meðferð fyrir fólk með langvinna lungnateppu hefur lítið þróast á liðnum árum. Rannsóknir eru fáar og af fjöl­ breyttum toga, samanburður erfiður og álykta þarf um árangur þeirra með varúð. Gæði rannsóknanna hafa ekki aukist í tímans rás þó greina megi áherslu breytingar á innihaldi þeirra með ferða sem rannsakaðar hafa verið. Fjölskyldan hefur ekki verið þátt takandi í sjálfsumönnunarmeðferð og forræðis­ hyggja er ráðandi. Á meðan áherslur beinast að forskrifuðum úrræðum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.