Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201242 Úrtak og framkvæmd Notað var tilgangsúrtak (Munhall, 2007) og lögð áhersla á viðmiðunum um úrtak í fyrirbærafræðilegri rannsókn. Leitað var að þátttakendum sem höfðu sameiginlega reynslu sem endurspeglast í rannsóknarspurningunni. Einnig þurftu þátttakendur að hafa vilja og getu til að miðla af reynslu sinni. Ennfremur þurftu þátttakendur að hafa haft psoriasis í að minnsta kosti fimm ár frá greiningu og hafa verið í infliximab­ meðferð í að minnsta kosti eitt ár. Hjúkrunardeildarstjórar á göngudeild húð­ og kynsjúkdóma og á dagdeild B­7 á Landspítala höfðu í upphafi samband við hugsanlega þátttakendur, upplýstu þá um rannsóknina og fengu leyfi fyrir því að rannsakandinn hefði samband við þá og kynnti rannsóknina frekar. Stuttu seinna hafði fyrsti höfundur samband við hvern þátttakanda símleiðis og útskýrði tilgang rannsóknarinnar og svaraði spurningum. Hverjum þátttakanda var sent kynningarbréf um framkvæmd rannsóknarinnar og markmið ásamt upplýstu samþykki. Í úrtakið völdust fjórar konur og þrír karlar með psoriasis en fjórir þátttakenda höfðu einnig psoriasisgigt. Þátttakendur voru á aldrinum 27­45 ára þar sem meðalaldur var 36 ár. Allir voru í reglulegri meðferð á sex til átta vikna fresti á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Gagnasöfnun Tekin voru tvö viðtöl við hvern þátttakanda. Fóru viðtölin fram í húsnæði hjúkrunarfræðideildar HÍ. Fyrra viðtalið var 50­90 mínútur að lengd og var viðtalið skráð orðrétt niður. Seinna viðtalið var 40­75 mínútur að lengd. Í því las þátttakandi fyrra viðtalið yfir og gerði athugasemdir að vild. Engar athugasemdir komu fram en í sumum tilfellum skerptu þátttakendur á frásögn sinni og rannsakandi skráði það niður. Í viðtölum var hálfstaðlaður viðtalsrammi (tafla 2) hafður til hliðsjónar og þátttakendur tjáðu sig að vild innan hans. Trúnaður var hafður í heiðri og nafnleyndar gætt með þeim ráðstöfunum að nöfn þátttakenda koma ekki fram né aðrar persónulegar upplýsingar. Tafla 2. Viðtalsrammi í rannsókninni. Hver var reynsla þín að greinast með psoriasissjúkdóm? Hvað hefur verið erfiðast varðandi sjúkdóminn fyrir þig? Hver er reynsla þín af hefðbundnum meðferðum við psoriasis sjúkdómnum? Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara á lífefnalyfið infliximab (Remicade®)? Hverju hafa lyfin breytt fyrir þig og hvernig? Hvernig var staðið að fræðslu um lyfið og verkun? Hvernig er aðgengi þitt að upplýsingum um lyfið háttað? Hvað skiptir mestu máli í þjónustu sjúklinga í infliximab (Remicade®) meðferð? Hvernig upplifir þú viðhorf almennings til sjúkdómsins? Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér? Úrvinnsla Stuðst var við líkan van Manen (1990) (tafla 3) um rannsóknarferli í túlkandi fyrirbærafræði en það er sett fram í sjö skrefum. Skrefin voru notuð á víxl, ekki endilega hvert á eftir öðru og endurtekin eftir því sem við átti en þeim er ætlað að örva hugsun og auka á innsæi rannsakandans. Tafla 3. Rannsóknarskref (van Manen, 1990). Snúa sér að eðli lifaðrar reynslu sem vekur einlægan áhuga Rannsóknarspurningin er mótuð. Skoða raunverulega reynslu þátttakenda Gagnaöflun á sér stað með viðtölum. Koma auga á mikilvæg þemu Viðtölin skráð orðrétt svo og athugasemdir. Viðtölin lesin margoft yfir og þemu greind. Lýsa fyrirbærinu Lýsingin fer fram með skrifum og endurskrifum á lýsingu þar til ekkert nýtt kemur fram úr gögnum; mettun er náð. Vera trúr fyrirbærinu og halda tengslum við fræðigrein rannsakandans Yfirþemu greind frá undirþemum og hvað er mikilvægast að fram komi. Bera saman þemu og heildarmyndina Þemu eru skoðuð í ljósi reynslunnar og með skírskotun til lífssviðanna fjögurra sem van Manen lýsir og tengslum þeirra innbyrðis. Fundið heildarþema Niðurstöður skoðaðar og spurt hvað geri fyrirbærið sem verið er að lýsa að því sem það er og án hvers geti fyrirbærið ekki verið. Tafla 1. Aðalþættir í reynsluheiminum (van Manen,1990). Rými í reynd Vísar til upplifunarinnar sjálfrar, andrúmsloftsins og tilfinninga fyrir því rými sem einstaklingur dvelst í hverju sinni. Upplifun er breytileg yfir daginn allt eftir því hvað við er fengist hverju sinni. Tími í reynd Felur í sér hvernig manneskjan skynjar tímann sem getur verið afstæður eftir aðstæðum hverju sinni. Einnig er um að ræða upplifun á liðnum tíma, nútíð og ókomnum tíma. Tengsl í reynd Taka til líkamlegra tengsla og tengsla sem verða til með samskiptum, ásamt tengslum við það sem er einstaklingnum mikilvægt og hvernig hann sér sig endurspeglast í öðrum. Líkami í reynd Samskipti einstaklings við umheiminn sem eiga sér stað í skynfærum hans. Upplifun á líkamanum gefur til kynna innri líðan einstaklings og kemur fram í svipbrigðum og framkomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.