Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 23 Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið hansadolf@hjukrun.is Nánari upplýsingar: www.hjukrun.is Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar framkvæmdastjóra var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi og verður að þessu sinni veitt úr sjóðnum allt að 600 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2012 Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið kristinthoroddsen@hjukrun.is Nánari upplýsingar: www.hjukrun.is Kristín Ólína Thoroddsen var forstöðu- kona Landspítalans og Hjúkrunarkvenna- skóla Íslands frá stofnun hans 1931 til ársins 1949. Fyrrum nemendur skólans og aðrir hjúkrunarfræðingar gengust fyrir stofnun þessa minningarsjóðs við andlát Kristínar í þakklætis- og virðingarskyni fyrir brautryðjendastörf hennar. Sjóðurinn veitir styrki til framhaldsnáms í hjúkrun og verður að þessu sinni veitt úr sjóðnum allt að 200 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2012 Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á netfangið rannsoknaogvisindasjodur@hjukrun.is Nánari upplýsingar: www.hjukrun.is Sjóðurinn var stofnaður 12. maí 1987 af Maríu Finnsdóttur, fræðslustjóra Hjúkrunar- félags Íslands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsókna. Að þessu sinni verður veitt allt að 600 þúsund krónum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2012 Teikning af herbergjaskipan. Menn kunnu að teikna í þrívídd áður en tölvurnar komu til sögunnar. Einungis örfá rými á hæðinni eru óbreytt síðan 1987. Vorið 1986 samþykkti félagsráð að festa kaup á Suðurlandsbraut 22. Kaupin voru fjármögnuð með lánum frá Lífeyris­ sjóði hjúkrunarkvenna og framlögum úr félagssjóði. Að auki var efnt til fjár­ söfnunar meðal félagsmanna. Formaður fjáröflunarnefndar var Sigurður Helgi Guðmundsson og skrifaði hann alloft um stöðu mála í Hjúkrun, tímarit Hjúkrunar­ félagsins. Samtals voru fjórir gíróseðlar sendar út til félagsmanna og voru viðtökur misjafnar. Gert var ráð fyrir að hver félagsmaður greiddi 2.000 kr. en á síðasta gíróseðlinum var upphæðin höfð valfrjáls. Þeir sem ekki höfðu greitt gátu þá bætt úr því. Hæðin í Þinghólsstræti var svo seld og kaupverðið notað í að innrétta Suðurlandsbrautina. Það ber að nefna að á þeim tíma voru tvö hjúkrunarfélög á Íslandi. Nokkrum árum eftir kaupin á Suðurlandsbraut 22 komust samningarviðræður loksins á skrið. Við sameiningu félaganna 1994 fengu félagar í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga full afnot af húsnæðinu en félag þeirra átti ekkert húsnæði enda ungt og fátækt. Á þeim 25 árum sem skrifstofa félagsins hefur verið á Suðurlandsbraut hefur margt gerst í hjúkrun. Félögum hefur fjölgað talsvert. Á síðustu árum hafa einnig verkefni starfsmanna á skrifstofunni breyst og þeim fjölgað talsvert. Eftir sameiningu félaganna 1994 voru starfsmenn sjö en eru nú tíu, þar af tveir í litlu starfshlutfalli. Eftir að félagið gekk úr BHM fluttist umsjón með styrktar­ og sjúkrasjóði til félagsins. Starfsemi starfsmenntunarsjóðs og olofssjóðs hefur einnig aukist og er styrktar­ eða orlofsumsókn eitt algengasta erindi félagsmanns við skrifstofuna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að halda upp á áfangann með opnu húsi 19. nóvember nk. Á hálftíma fresti verða í boði örfyrirlestrar um ýmis mál og starfsmenn munu sýna húsnæðið. Einnig verða veitingar og aðrar skemmtanir.Margir mættu á fundi í júní 1994 þegar kjara­ samningar voru kynntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.