Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 17
Ekki er verra að hafa þessa fjallasýn á leiðinni í heimavitjun.
Rúss landi og fleiri fyrrum austan tjalds
löndum. Þeir kunnu lítið í þýsku og unnu
í raun mállausir. „Ég vann þá á geðdeild.
Sjúklingarnir kölluðu á hjúkrunarfræðing
sem svaraði bara já, já og svo gerðist
ekkert. Ég ætlaði ekki að gera það sama.
Því fór ég að skrifa bréf á bóndabýli á
Íslandi, ég vildi komast í sveit og tala
þýsku við skepnurnar,“ segir Susanne.
„Ég vildi komast í
sveit og tala þýsku
við skepnurnar.“
Mikil reynsla að koma til Íslands
Þegar Susanne kom fyrst til Íslands
1993 hafði hún heyrt að á Íslandi kynnu
allir ensku. Það átti reyndar ekki við á
Borgarfirði. Hún skrifaði meðal annars
bréf til núverandi eiginmanns síns en
dóttir hans úr fyrra hjónabandi skrifaði
til baka á ensku. Dóttirin fór reyndar
fljótlega aftur til Danmerkur þar sem
hún bjó og Susanne varð eftir með
danskri hestastelpu og manninum. „Þá
var bara ekkert annað í stöðunni en
að læra íslensku. Maðurinn minn var
duglegur að segja mér til og þetta var
ægilega gaman og fyndið stundum, ég
náði í vitlausan hest og svo framvegis,“
segir Susanne. Hún kom í júlí og hafði
strax áhyggjur af því hvernig hún myndi
komast yfir fjallveginn aftur í janúar, en
það tókst. Næstu árin vann hún sem
hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi en vann
sér inn lengra vaktafrí og kom þá til
Íslands. „Mér fannst alltaf landið toga mig
aftur hingað. Maðurinn minn segir að það
hafi verið hann sem togaði mig hingað en
fyrst var það bara landið.“
Susanne kom aftur og aftur og á
endanum þótti henni það orðið svolítið
dýrt að flakka svona á milli. Hún ákvað
að prufa að vera í heilt ár og athuga
hvort veðurfarið og myrkrið væri eitthvað
sem hún gæti sætt sig við. Hún kom til
Borgarfjarðar í nóvember og allt gekk
vel. Samt fór hún út aftur til að vinna
sem hjúkrunarfræðingur á eyju í Norður
Þýskalandi því hún hélt að það gæti
verið svipað og að vinna í sveit á Íslandi.
Svo reyndist alls ekki vera því á eyjunni
bjó mjög ríkt fólk sem gerði óraunhæfar
kröfur til þjónustunnar. Eftir að hafa búið
á Íslandi kunni hún ekki við þetta og hætti
í maí 1996. „Ég hafði þá haft samband
við heilbrigðisstofnunina á Egilsstöðum
og þeir lofuðu mér vinnu um sumarið.
Þá tók ég bílinn og kom. Fyrst var ég
á heilsugæslustöðinni í þrjá mánuði og
fékk svo vinnu á sjúkradeild. Eftir það hef
ég eiginlega bara verið hér og skroppið
aðeins út til Þýskalands.“
1998 átti hún fyrsta barnið og var í fæðingar
orlofi en þá varð staða hjúkrunar fræðings á
Borgarfirði laus og hún fékk hana. Hún
vann þó áfram á Egilsstöðum einn dag í
viku til skiptis á heilsugæslu og sjúkradeild.
Eftir að þriðja barnið fæddist 2006 hætti
hún alveg að vinna á Fljótsdalshéraði. „Þá
hefðu systkinin þurft að passa litla bróður
og það gekk ekki. Nú vinn ég 60 til 100
prósent og jafnvel meira, það fer eftir hvað
er mikið að gera. Það hefur ekki verið neitt
mál að hækka starfshlutfallið eftir þörfum.
Mér finnst það fínt að fá að vinna þannig.
Ég er alltaf að kynnast landinu betur og
betur og hef orðið æ hrifnari af landinu og
fólkinu. Mér finnst mjög gott að hafa fengið
að koma hingað og kynnast Íslendingum
og hve gestrisnir og hjálpsamir þeir eru,“
segir Susanne.
Tungumálið
Susanne kunni fyrst ekkert annað en
sína sveitaíslensku eins og hún segir.
Eina íslenskunámið hennar var að lesa
þýðingartextana þegar Derrick var í
sjónvarpinu og bera saman við talið. Þetta
hjálpaði mikið þó að hún hafi sem betur
fer ekki haft mikil not fyrir orð tengdum
glæpum og morðum. Starfsfólkið á
Egilsstöðum var duglegt að hjálpa henni
að skrifa sjúkraskýrslur. Hún hefur enn
ekki náð beygingunum fullkomlega og
hringir stundum í Egilsstaði til að spyrja
hvernig eigi að beygja hitt og þetta.
„Það hefur alltaf verið vel tekið á móti
mér og ég hef aldrei fundið fyrir því að
ég væri útlendingur. Mér hefur verið
tekið eins og ég er og alveg frábært að
koma hingað. Ég segi það öllum sem ég
hitti. Svo get ég sagt fyndna sögu um
tungumálaerfiðleika. Ég gaf einu sinni
skýrslu við vaktaskipti um sjúkling sem
datt inni á klósetti og ég sagði á minni
bjöguðu íslensku að hann hafði dottið í
klósettið. Fólk hló og hló og ég varð reið
og skildi ekki hvernig fólk gat hlegið að
því. Það væri ekkert gamanmál að detta
á klósett og meiða sig.“ Þá var henni sagt
hvernig ætti að segja þetta og hefur hún
munað það síðan.
Susanne á þrjú börn en einungis elstu
börnin tala þýsku vel. Það er mikill kostur