Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 7 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is SAMSTAÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á LANDSPÍTALA Nú eru 18 mánuðir síðan miðlægur kjarasamningur við ríkið var undirritaður. Vinna við endurskoðun stofnana samninga á Landspítala hefur þó gengið illa þar sem ekkert fjármagn fylgdi til gerðar stofnana­ samninga í síðustu miðlægu kjarasamningum. Hjúkrunarfræðingar hafa í ofanálag mátt þola launa­ lækkanir og aukið álag vegna sparnaðar. Þegar einn maður fékk launahækkun, þar sem hann var talinn spara öðrum fremur, sauð upp úr hjá hjúkrunarfræðingum á Landspítala. Forystumenn Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga funduðu með hjúkrunar­ fræðingum á Landspítala 11. og 13. september sl. Á fundunum kom fram mikil óánægja með launakjör hjúkrunarfræðinga, með starfsþróunar­ kerfið á Landspítala og með hversu lengi hefur dregist að endurskoða stofnana­ samningana. Í framhaldinu tóku um fjörtíu hjúkrunarfræðingar sig saman og mynduðu aðgerðarhóp til þess að styðja við samstarfsnefndina á Landspítala. Aðgerðarhópurinn kallaði nokkrum dögum seinna til samstöðufundar fyrir utan Eiríksstaði, skrifstofu Landspítalans, þar sem fulltrúar Landspítalans og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu um stofnanasamninginn. Aðgerðarhópurinn hafði samið kröfulista sem fundarmenn fengu afhentan. Mörg hundruð hjúkrunarfræðingar mættu til þess að fylgja kröfunum eftir. Leikurinn endurtók sig á næsta samningafundi. Um þrjú hundruð hjúkrunarfræðingar mættu með skömmum fyrirvara þrátt fyrir að Landspítalamenn hefðu skyndilega breytt fundarstaðnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mætti svo í matsal á Landspítala Hring­ braut 11. október og tók á móti á móti undirskriftalistum frá aðgerðarhópnum. Um 950 hjúkrunarfræðingar skora þar á ráðherrann að beita sér fyrir því að veita fjármagn í stofnanasamningana. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar afhentu einnig ráðherra launaseðla sína máli sínu til stuðnings. Hátt í fjögur hundruð hjúkrunarfræðingar höfðu komið saman í matsalnum til þess að taka á móti ráðherranum. Þungt hljóð var í hjúkrunarfræðingunum og ávarpaði talsmaður aðgerðarhóps ráðherrann og hvatti hann til að tryggja Landspítala fé svo að hægt verði að ganga frá stofnanasamningnum. Guðbjartur notaði tækifærið til að fjalla um kynbundinn launamun og löngun sína til að leiðrétta hann. Lesa má meira um laun hjúkrunar­ fræðinga og kynbundinn launamun í formannspistlinum á bls. 3 hér í blaðinu. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að stofna til samráðs við stéttarfélög um málið en Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga var reyndar ekki boðin aðild að sam­ ráðinu. Áhugavert verður að fylgjast með árangrinum af samstöðu hjúkrunar­ fræðinga og fyrirætlunum ríkisstjórnar. Um 300 hjúkrunarfræðingar á Landspítala komu saman fyrir framan Eiríksstaði 18. september. Fundur á Hringbraut 13. september sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.