Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 53
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
hvort annað. Nemendum fannst myndir Flóka ekki vera klám.
Þeir sögðu að klám væri miklu grófara en nefndu jafnframt að
skrímslin í myndum Flóka væru að nota konuna og að hún vildi
það ekki. Við mynd Munch sögðu þeir að parið væri ástfangið
og að þau vildu þetta bæði. Nemendurnir náðu að greina
vissar andstæður en greinilegt var að þeir hefðu viljað sjá meira
krassandi klám. Í síðasta tímanum var farið í æfingu þar sem
nemendur áttu að setja á blað hugtakið kynheilbrigði og skrá
niður hugtök eða setningar sem tengjast því. Þetta var æfing
sem var hugsuð út frá því að skoða heildarskilning þeirra á
því efni sem búið var að fara yfir með þeim. Þau sameiginlegu
hugtök sem komu fram hjá mörgum hópum voru ást, virðing,
samskipti, getnaðarvarnir, öryggi og skynsemi en sumir nefndu
einnig trúnað, náið samband og þekkingu. Mynd 1 sýnir
hugmyndir eins hóps.
Við æfingavinnuna skráðu nemendur hugmyndir sínar á blöð
en oft skreyttu þeir blöðin með alls kyns myndum. Farin var sú
leið að velja niðurstöður úr nokkrum æfingum og myndir sem
nemendur höfðu teiknað meðan á æfingavinnunni stóð og útbúa
bækling sem nemendur fengu eftir að kennslunni lauk sem
afrakstur vinnu sinnar í þessari forprófun á kynfræðsluefninu.
Kostir kynfræðsluefnisins
Kennurum fannst æfingarnar almennt séð mjög gagnlegar og
gekk yfirleitt vel að vinna þær með nemendum. Dæmisögurnar
í æfingunum reyndust vel. Af 23 æfingum reyndust 20 (87%)
með mjög gott og gott mat. Alls voru 29 glærur lagðar til
grundvallar en fimm voru ekki metnar því ekki reyndist nægur
tími í kennslustund til að fara í þær. Af þeim 24 sem voru
metnar reyndust þær allar með mjög gott eða gott mat.
Hópastarfið byggðist töluvert á því hverjir voru saman í hóp.
Í langflestum tilvikum voru nemendur áhugasamir og yfirleitt
tilbúnir að taka þátt í æfingunum og vinna vel úr þeim. Þeir voru
áhugasamir að ræða saman og höfðu gaman af því að hlusta
á svör frá öðrum krökkum. Æfingarnar reyndu á samskipti
nemenda innan hópanna en einnig á hæfileika talsmanna þeirra
til að greina frá niðurstöðum þeirra. Fram kom að talsmenn
hópanna voru oft stoltir af hlutverki sínu. Æfingarnar vöktu
Náið samband Ábyrgð
Virðing
Varnir
Þekking
Skynsemi
Öryggi
Samskipti
Trúnaður
KYNHEILBRIGÐI
Ást
Mynd 1. Niðurstöður úr æfingu 8.3 um kynheilbrigði.
aðrir voru óreyndari og höfðu miklu minni vitneskju. Jafnframt
voru bekkirnir ólíkir, í sumum þeirra var nokkur óróleiki en
í öðrum gætti meira jafnvægis. Að auki voru sumir bekkir
,,lokaðri“ og með feimnari einstaklinga. Í ,,lokuðu“ bekkjunum
þorðu nemendur síður að spyrja spurninga. Einnig kom fyrir
að nemendur storkuðu umhverfi sínu með djörfum og jafnvel
óviðeigandi hugmyndum og athugasemdum. Fyrsta verkefnið
sem nemendur unnu voru bekkjareglur sem kennarinn gat
vísað til síðar í kennslunni. Dæmi um bekkjareglur voru: Má
ekki gera grín, gæta trúnaðar, ekki kjafta, hlusta á aðra, engin
fliss og gól, bannað að tala þegar aðrir eru að tala, sýna
tillitssemi, má ekki grípa fram í, bannað að hlæja að öðrum,
sýna öðrum virðingu og rétta upp hönd. Bekkjareglurnar voru
hengdar upp í stofu bekkjarins og voru hópunum leiðbeinandi
um samskipti.
Úrvinnsla æfinga
Lagt var mat á allar æfingar nema æfingu 1.1. sem var um
bekkjarreglur. Nemendur komu fram með margar hugmyndir
varðandi æfingarnar eins og fram kemur í töflu 2. Í æfingunni
um hugmyndir þeirra um hugtakið kynlíf (1.2) komu þeir fram
með víðtækar hugmyndir en einnig hefðbundnar eins og
samfarir, mök og kynmök. Sjálfstraustsæfingin (1.3) leiddi í ljós
atriði eins og að hafa trú á sjálfum sér, vera ófeiminn og að
koma vel fram við aðra.
Í æfingu (3.3) um hvað hindrar þau við að ræða saman um
kynlíf og smokkanotkun komu fram hugmyndir eins og að það
væri vegna misskilnings, feimni, væri vandræðalegt, þau væru
hrædd og þorðu ekki að tala saman. Við vinnslu æfingar (4.1)
um kosti smokkanotkunar komu nemendur til dæmis fram
með mikilvæg atriði eins og að koma í veg fyrir kynsjúkdóma,
stelpan yrði ekki ólétt, þeir væru sleipir, fengjust í öllum búðum,
kynlífið væri betra og þægilegra. Æfing (4.3) um ástæður
þess að vera ekki tilbúinn að stunda kynlíf nefndu nemendur
meðal annars ungan aldur, hópþrýsting, hrædd við óléttuna,
hrædd við kynsjúkdóma, elska ekki hvort annað nógu mikið og
óörugg. Ýmsir athyglisverðir þættir komu fram við æfingavinnu
nemenda. Í einni æfingu um kynhrif (5.2) komu til dæmis fram
mjög ólíkar hugmyndir kynjanna um hvort annað. Strákarnir
nefndu fremur líkamlega þætti eins og stór brjóst, ekki feit,
grönn, vel vaxin, ekki með bólur, stór rass og sæt. Stelpurnar
voru uppteknari af sálfélagslegum þáttum eins og að hann
væri góður vinur, skemmtilegur, fyndinn, ekki með stæla, blíður,
gott að ræða við og jákvæður. Þessi ólíku viðhorf komu þeim
sjálfum á óvart. Fram kom í einni æfingunni um jafnrétti (6.1)
að bæði kynin ættu að bera ábyrgð á notkun getnaðarvarna en
það kom á óvart að þeim fannst að stelpur ættu ekki að vita allt
um kynlíf heldur einungis strákarnir. Bæði kyn voru sammála
um þetta atriði. Ein æfing (6.3) um kynjamisrétti var ætlað að
koma inn á umfjöllun um klám. Hér áttu nemendur að skoða
nokkrar myndir sem var dreift á milli hópanna og lýsa því sem
þeir læsu út úr myndunum. Myndirnar höfðu það sameiginlegt
að vera listaverk eftir vel þekkta málara. Tvær myndir voru eftir
Alfreð Flóka og ein eftir Edvard Munch. Myndir Flóka voru af
nöktum konum, alls kyns furðuverum og getnaðarlimum. Mynd
Munch var af nöktu pari sem stóð við glugga og héldu utan um