Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER að útskýra og hugmyndir unglinganna um klám voru ólíkar áherslum námsefnisins, fannst þeim til að mynda að myndir Alfreðs Flóka væru engan veginn að sýna klám. Umfjöllun um klám er vandmeðfarin vegna eðlis þess. Ein leið væri að sýna klám af netinu inni í kennslustund og taka það til gagnrýnnar umfjöllunar. Þessi nálgun gæti vakið upp neikvæð viðbrögð foreldra sem ekki vilja að börn sín horfi á slíkt. Einnig er skilningur okkar á klámi mjög einstaklingsbundinn og því er mjög mismunandi hvað hneykslar fólk. Myndir Alfreðs Flóka, sem hneyksluðu Íslendinga á sjöunda til níunda áratug síðustu aldar, eru ekki litnar sömu augum nú af ungu kynslóðinni. Hins vegar náðu nemendur að átta sig vel á þeim mikilvæga þætti er felst í frjálsu og óþvinguðu kynlífi og þegar einhver mismunun og jafnvel þvingun á sér stað. Námsefnið byggist á hugmyndafræði um kynheilbrigði og seiglu og á kenningu um félagsnám. Mikilvægir efnisþættir kynheilbrigðis voru fléttaðir inn í allar kennslustundir og afrakstur þess mátti til dæmis sjá í lokaæfingunni sem nemendur unnu. Þar komu nemendur fram með margar góðar hugmyndir um hvað kynheilbrigði væri sem sýndi heildrænan skilning þeirra á efninu. Í sambandi við seiglu áttu nemendur nokkuð auðvelt með að koma með hugmyndir um styrkleika sína. Jafnframt höfðu þeir góða vitneskju um það hvað fælist í sjálfstrausti. Að auki reyndu margar æfingar á að leita lausna og koma með tillögur og voru þeir að jafnaði úrræðagóðir (til dæmis æfingar 2.1, 3.1, 4.2). Í námsefninu eru sköpuð mörg tækifæri fyrir unglinga til að skoða mikilvægi tjáskipta út frá ýmsum aðstæðum. Þeir áttuðu sig til dæmis vel á því hvað getur hindrað góð tjáskipti um kynlíf og smokkanotkun (Æfing 3.3). Ef litið er til félagsnámskenningarinnar má vænta þess að nemendur hafi lært hvor af öðrum í hópastarfinu við að leysa verkefnin og jafnvel fengið nýjar hugmyndir um lausn vandamála. Hópastarfið reyndi á samskiptin innan hópanna og ólík færni eins og að tjá sig, deila hugmyndum og taka tillit til hugmynda annarra. Nemendur voru ekki látnir meta hvernig þeir upplifðu hópastarfið en leystu vel af hendi verkefni sem fjölluðu um samskipti. Gagnlegt hefði verið að fá mat nemenda á hópastarfið. Sá lærdómur sem draga má af ferlismatinu er að unglingar hafa mikinn áhuga á kynfræðslu og því mikilvægt að ná til þeirra með fjölbreyttu og athyglisverðu námsefni. Það brenna á þeim margar spurningar sem þarf að svara. Það tekur tíma að vinna með nemendum í hópum og því þarf að huga betur að fjölda æfinga og fjölbreytni þeirra. Jafnframt þarf kennarinn að fá góða þjálfun í kennslu efnisins, uppbyggingu æfinga og úrvinnslu með nemendum. Við endurskoðun námsefnisins verður unnið úr hugmyndum bæði nemenda og kennara en í framhaldi af því er æskilegt að prófa það í nokkrum skólum. Heimildir Ahmed, N., Flisher, A.J., Mathews, C., Jansen, S., Mukoma, W., og Schaalma, H. (2006). Process evaluation of the teacher training for an AIDS prevention programme. Health Education Research, 21 (5), 621­ 632. Al­Iryani, B., Al­Sakkaf, K., Basaleem, H., Kok, G., og van den Borne, B. (2010). Process evaluation of a three­year community­based peer education intervention for HIV prevention among Yemeni youth people. International Quarterly Community Health Education, 31 (2), 133­54. Arna Axelsdóttir, Álfheiður Atladóttir, Heiða Sigríður Davíðsdóttir, Kristín Skúladóttir, Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir, Rannveig Rúnarsdóttir og Sigfríður Héðinsdóttir (1990). Könnun á kynfræðsluefninu Lífsgildi og ákvarðanir. Óbirt BS­ritgerð: Háskóli Íslands, Námsbraut í hjúkrunarfræði. Ásdís Olsen (2006). Kynlíf. Kynfræðsla fyrir ungt fólk. Kennsluleiðbeiningar. Sótt 30. janúar 2012 á http://www1.nams.is/kyn_torg/pdf.php?id=1. Bandura, A. (2004). Health promotion by social cognitive means. Health Education Behavior, 31, 143­164. Bandura, A. (2001). Social cognitive theory: An agentic perspective. Annual Review of Psychology, 52, 1­26. Bender, S.S., Juliusdottir, S., Kristinsson, T., Briem, H., og Jonsdottir, G. (2004). Iceland. International Encyclopedia of Sexuality. New York: Continuum. Bender, S.S., Geirsson, R.T., og Kosunen, E. (2003). Trends in teenage fertility, abortion and pregnancy rates in Iceland compared with other Nordic countries, 1976­99. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, 82, 38­47. Brindis, C., og Davis, L (1998). Designing effective family life education programs. Washingtonborg: Advocates for Youth. DiCenso, A., Guyatt, G., og Griffith, W.L. (2002). Interventions to reduce unintended pregnancies among adolescents: a systematic review of randomized controlled trials. British Medical Journal, 324, 1­9. Erla Ragnarsdóttir og Þórhalla Arnardóttir (2006). Um stelpur og stráka. Kennsluleiðbeiningar. Kynfræðsla. Sótt 30. janúar 2012 á http://www1. nams.is/kyn_torg/pdf.php?id=3. Forliti, J., Kapp, L., Naughton, S., og Young, L. (1991). Kynfræðsla: Lífsgildi og ákvarðanir. (Sóley S. Bender, ritstjóri, Bogi Arnar Finnbogason, þýðandi). Reykjavík: Námsgagnastofnun (Upphafleg útgáfa 1985). Future of Sex Education (FoSE) (2011). National sexuality education standards. Sótt 1. febrúar 2012 á http://www.futureofsexeducation.org/ documents/josh­fose­standards­web.pdf. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Henderson, M., Wight, D., Raab, G.M., Abraham, C., Parkes, A., Scott, S., o.fl. (2007). Impact of a theoretically based sex education programme (SHARE) delivered by teachers on NHS registered conceptions and terminations: final results of cluster randomised trial. British Medical Journal, 334, 133. DOI:10.1136/bmj.39014.503692.55. International Planned parenthood Federation (IPPF). (2010). IPPF framework for comprehensive sexuality education. Sótt á http://www.ippf.org/NR/ rdonlyres/CE7711F7­C0F0­4AF5­A2D5­1E1876C24928/0/Sexuality.pdf Jóna Björg Pálsdóttir og Þorbjörg Harðardóttir (1993). Könnun á hvernig kynfræðslu er háttað í efri bekkjum grunnskóla út frá sjónarhóli kennara. Óbirt BS­ritgerð: Háskóli Íslands, Námsbraut í hjúkrunarfræði. Kirby, D.B. Laris, B.A., og Rolleri, L.A. (2007). Sex and HIV education programs: Their impact on sexual behaviors of young people throughout the world. Journal of Adolescent Health, 40, 206­217. Kirby, D.B. (2002). Effective approaches to reducing adolescent unprotected sex, pregnancy and childbearing. The Journal of Sex Research, 39 (1), 51­57. Kirby, D.B. (2001). Emerging answers. Research findings on programs to reduce teen pregnancy. Washingtonborg: The National Campaign to Prevent Teen Pregnancy. Landlæknisembættið. (2012). Tilkynningaskyldir sjúkdómar. Sótt á http:// www.landlaeknir.is/smit­og­sottvarnir/smitsjukdomar/tilkynningarskyldir­ sjukdomar/. Landlæknisembættið (2010). [Úrtak gagna um fóstureyðingar úr heilbrigðisskrá landlæknis], Óbirt gögn. Linnan, L., og Steckler A. (2002). Process evaluation and public health interventions: An overview. Í A. Steckler og L. Linnan (ritstj.), Process evaluation in public health interventions and research. San Francisco: Jossey­Bass Publishers. Lou J­H., og Chen, S­H. (2009). Relationships among sexual knowledege, sexual attitudes, and safe sex behaviour among adolescents: A stuctural equation model. International Journal of Nursing Studies, 46, 1595­1603. Mukoma, W., Flisher, A.J., Ahmed, N., Jansen, S., Mathews, C. Klepp, K­I., og Schaalma, H. (2009). Process evaluation of a school­based HIV/AIDS intervention in South Africa. Scandinavian Journal of Public Health, 37 (Suppl 2), 37­47. Rew, L., og Horner, S.D. (2003). Youth resilience framework for reducing health­risk behaviors in adolescents. Journal of Pediatric Nursing, 18 (6), 379­388. Robinson, B.B.E., Bockting, W.O, Rosser, B.R.S., Miner, M., og Coleman, E. (2002). The sexual health model: application of a sexological approach to HIV prevention. Health Education Research, 17 (1), 43­57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.