Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201232 Það á við hvort sem um er að ræða greinda eða ógreinda geðröskun. Í byrjun var umræddum hópi sinnt af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum geðteymisins. Þeim fannst þeir síður í stakk búnir til að koma til móts við þarfir hópsins með tilliti til foreldrahlutverksins og með þarfir og þroska ungbarnsins í huga. Ég kom inn sem nemi, tók að mér að sinna verðandi móður með kvíðaröskun og veitti henni fjölskyldumiðaða hjúkrunarmeðferð byggða á Calgary­fjölskylduhjúkrun með áherslu á samskipti og aðlögun að nýju hlutverki. Eftir það var ekki aftur snúið. Þarna sá ég að hægt var, með samtali, að draga úr vanlíðan á meðgöngu. Ég fór að kynna mér viðfangsefnið. Talað var um í fræðilegum greinum að ekki hefði verið sýnt fram á að hægt væri að fyrirbyggja þunglyndi eftir fæðingu en það hafði verið hægt hjá þessari konu. Eftir sex heimavitjanir leið henni betur. Hún lýsti breytingunni með orðum, ég sá það á fasi hennar og það kom fram á þeim spurningalistum sem ég notaði í verkefninu. Ég óskaði eftir að fá að hringja í hana níu vikum eftir fæðingu til að fá upplýsingar um líðan. Þá kom í ljós að hún sýndi engin einkenni vanlíðunar níu vikum eftir fæðingu. Eftir námskeiðið var óskað eftir að ég kæmi til starfa með geðteyminu til að sinna þessum hópi og ég samþykkti það og fékk mig flutta til innan heilsugæslunnar. Ný hjúkrunarþjónusta í heilsugæslu Við tók aðlögun að nýjum starfsvettvangi og þróun hjúkrunarþjónustu. Ég fékk tæki­ færi til að kynnast meðferðarvinnu og með stuðningi verkefnastjóra geð teymisins, Sigríðar Hrannar Bjarnadóttur, mótaðist sérhæfð hjúkrunar þjónusta fyrir foreldra með vanlíðan á meðgöngu. Mér fannst að sú þekking og reynsla sem ég hafði öðlast yrði að fá formlega staðfestingu til að geta verið tekin gild sem gagnreynd þekking. Ég stefndi á að lokaverkefnið yrði rannsókn á þessari nýju hjúkrunar­ þjónustu. Hins vegar hafði ég tekið svo mikið af áhugaverðum námskeiðum að ég var langt komin með að fylla upp í einingafjölda til meistaraprófs. Ég þurfti því að laga lokaverkefnið að því og gerði því verkefni sem gat nýst sem undanfari rannsóknar og bar heitið Fjölskyldumiðuð hjúkrunarmeðferð við vanlíðan á meðgöngu: Rannsóknaráætlun. Eftir útskrift 2007 var ég ekki sátt við að hafa ekki fengið rannsóknarreynslu í náminu og ákvað því að nýta lokaverkefnið áfram og sótti um leyfi til rannsóknar samkvæmt rannsóknaráætluninni. Þannig gafst mér tækifæri til að rannsaka þjónustuna sem við höfðum verið að þróa. Gögnum var safnað frá nóvember 2007 til október 2009. Öllum verðandi mæðrum, sem var vísað í geðteymi heimahjúkrunar vegna vanlíðunar á meðgöngu og uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, var boðin þátttaka ásamt mökum þeirra. Úrtakið varð 60 pör og þegar þeim fjölda var náð hélt þjónustan áfram og hafist var handa við að vinna úr rannsóknargögnum. Þegar hjúkrunarþjónustan breyttist í klíníska rannsókn þurfti að setja henni ákveðinn ramma til að allir fengju sambærilega þjónustu. Meðferðin var fjórar heimavitjanir þar sem hver vitjun hafði ákveðinn tilgang og markmið. Sett var fram tilgáta og tilgangur samkvæmt Calgary­hjúkrunarlíkaninu (tafla 1). Hvert samtal byrjaði með ákveðinni opnunarspurningu en svo réðst framhaldið á því hvaða viðfangsefni foreldrunum lá mest á að ræða. Þegar þeirri umræðu lauk var leitast við að skilja áhrif þess sem um var rætt á meðgönguna sem er aðlögunartími að breyttu hlutverki. Í vitjununum var líka rætt um þroska og atferli barns í móðurkviði til að auka á næmni foreldra fyrir barninu og leggja grunn að tengslamyndun. Rannsóknin sjálf náði yfir fleiri þætti svo sem að senda meðferðarbréf til foreldranna í lok meðferðar. Samkvæmt Calgary­líkaninu hefur það reynst styðjandi og heilsueflandi að fá sent bréf sem tekur saman það sem fram fór í vitjunum þar sem áhersla er lögð á þá styrkleika og jákvæðu breytingar sem hjúkrunarfræðingurinn tók eftir. Eftirfylgni með vanlíðan móður eftir fæðingu fór fram þegar barnið var níu vikna gamalt og við eins árs aldur þess svöruðu foreldrar sömu spurningalistum og í byrjun rannsóknar. Það sem niðurstöðurnar leiddu í ljós Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að til staðar sé hópur verðandi foreldra, skjólstæðingar heilsugæslu, sem lifa við mikla streitu og vanlíðan. Í hópnum var um 57% verðandi mæðra og 25% verðandi feðra með tíð þunglyndiseinkenni. Einnig reyndist hópurinn með talsverðan kvíða sem kom fram á þeim sjálfsmatskvörðum sem notaðir voru. Í samtölum kom fram að margir höfðu gengið í gegnum áföll eða höfðu búið við erfiðar heimilisaðstæður. Bati var marktækur hjá báðum verðandi foreldrum og var fylgni varðandi bata innan parsins. Þriðjungur hópsins var þó enn yfir viðmiðunarmörkum vanlíðunar eftir hjúkrunarmeðferð. Það bendir til að í úrtakinu sé hópur fólks sem á í Tafla 1. Fjölskyldumiðuð hjúkrunarmeðferð við vanlíðan á meðgöngu. Heimavitjanir Tilgáta Tilgangur 1. vitjun Meðganga og fæðing er eitt mesta breytingatímabil í lífi fjölskyldu og getur haft áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Að fá fram upplifun og lífssýn fjölskyldunnar á vanlíðan sinni. 2. vitjun Samskipti í parasambandi breytist á meðgöngu. Styðjandi og jákvæð tengsl í fjölskyldu getur bætt líðan hennar. Að skoða áhrif meðgöngu á samskipti og samvinnu fjölskyldunnar og opna fyrir lífssýn sem byggist á styðjandi samskiptum þegar tekist er á við ný verkefni. 3. vitjun Góður stuðningur og skilningur á líðan verðandi móður eykur líkur á öruggri tengslamyndun á meðgöngu. Að draga úr heftandi lífssýn sem hefur áhrif á vanlíðan verðandi foreldra og efla hjálplega lífssýn til að auka getu þeirra til að vinna saman. 4. vitjun Hjálpleg lífssýn getur bætt líðan fjölskyldunnar og auðveldað henni að takast á við aðstæður sínar. Að kanna hvort fjölskyldan hafi tileinkað sér hjálplega lífssýn varðandi vanlíðan á breytingatíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.