Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 19 skrítið að hann sé með slitgigt. En þeir eldri standa sig oft betur en unga fólkið nú til dags,“ segir hún. Susanne tekur sér góðan tíma í heimahjúkrunina og henni finnst það ekki borga sig að vera minna en hálftíma hjá hverjum sjúklingi fyrir sig. Það tekur tíma fyrir sjúklinginn að koma sér í stellingar og fara að treysta henni. Þá getur hún farið að greina kvilla eins og þunglyndi eða sykursýki og getur gripið snemma inn í. Fólk getur þá hugsanlega verið lengur heima og losnað við að leggjast inn á spítala. Einu sinni var hún í heimsókn hjá sjúklingi sem var stanslaust að drekka vatn. Henni datt þá í hug að mæla blóðsykurinn sem reyndist nokkuð hár. Að fá tækifæri til að hugsa sjálfstætt og ekki bara einbeita sér að einhverjum tilteknum verkum gerir vinnuna svo skemmtilega að hennar mati. Þegar búa þarf um sár fer Susanne gjarnan í heimsókn, sérstaklega til eldra fólksins, frekar en að láta fólk koma á móttökuna. Susanne finnst mikilvægt að einblína ekki bara á fótasárið heldur ekki síður að grennslast fyrir um aðstæður sjúklingsins. Það er erfitt að lækna fótasár ef sjúklingurinn situr á traktor fimm klukkutíma á dag með fótinn hangandi. Slíkt er hægt að skilja betur með því að sinna fólki í þeirra umhverfi. „Svo mælist líka miklu betri blóðþrýstingur heima. Þegar fólk fer í Egilsstaði til læknis mælist það oft með háan blóðþrýsting. Svo fer ég heim til sjúklingsins og þó að ég mæli oft og nokkrum sinnum í röð þá mælist hann sárasjaldan eins hár,“ segir hún. Allt getur gerst „Maður veit aldrei hvað gerist hér og hvenær hlutir gerast. Fólk veikist ekki endilega einmitt þegar ég er í vinnu,“ segir Susanne. „Þegar það verður slys kemur fólk stundum heim til mín. Ég er farin að læsa húsinu um kvöldið, það er ekki gaman að vakna við að það stendur sjúklingur blæðandi við rúmstokkinn. Svo er ég með lítil börn hér heima og mér finnst að sumt eigi þau ekki að þurfa að sjá. Ég hef lent í ýmsu en ég reyni að benda á móttökutímann. En þegar einhver hringir og segir, „barnið mitt er veikt, ég kem,“ og skellir á þá er lítið sem ég get gert. Stundum hef ég þurft að taka pottana af eldavélinni þegar ég er kölluð út. En eins og góð vinkona mín segir, þetta er lífsstíll en ekki vinna. Maður annað hvort er hjúkrunarfræðingur hér með öllu sem tilheyrir eða flyst í burtu. Maður er bara, eins og gamli sveitalæknirinn eða ljósmóðirin, alltaf til taks. Við erum í hjúkrunarfræði til þess að hjálpa og bjarga og það er ekki hægt að segja nei. Sérstaklega ekki þar sem engan annan heilbrigðisstarfsmann er að finna í 75 kílómetra fjarlægð. Sumir hafa ekki bíl eða hafa ekki möguleika á að fara sjálfir. Mér finnst oftast ekki hægt að segja nei. Ég hef reyndar sagt nei, þegar það var ferðamaður staddur á kaffihúsi hér í þorpinu sem spurði hvort það væri hægt að fá verkjatöflu. Þá var hringt í mig utan vinnutíma en þá sagði ég nei, þetta væri ekki bráðatilfelli. En ef barn dettur og meiðir sig og móðirin er alveg frávita þá á ég erfitt með að senda viðkomandi í Egilsstaði. Það er líka slysahætta fólgin í því að láta mömmu fara svona langt með veikt barn.“ „Stundum hef ég þurft að taka pottana af eldavélinni þegar ég er kölluð út.“ „Ég held að það geti fáir ímyndað sér hvernig er að vera hérna nema að hafa reynt það. Sérstaklega að vita í vondu veðri að Vatnsskarðið sé ófært og það sé einhver veikur eða eigi von á barni. Þá er ekki skemmtilegt að vita til þess að næsta sjúkrahús er 170 kílómetra í burtu. Ég fékk því búnað hingað til þess að taka á móti barni ef á þyrfti að halda. Það er reyndar ótrúlegt hvað er hægt að leiðbeina manni í gegnum síma. Það sem ég mátti alls ekki gera úti sem hjúkrunarfræðingur er hægt hér af því að það er ekki annar kostur í boði. Ég hef þó sem betur fer ekki þurft að taka á móti barni hér. Ég er stundum spurð, getur þú ekki bara tekið á móti barninu mínu? Ég er ekki ljósmóðir og vil það ekki en ef það gerist óvænt þá verður maður bara að gera sitt besta og hafa lækni í símanum. En ég hef gert ýmislegt sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. Einu sinni fékk einn skjólstæðingur bráðaofnæmiskast. Þá þurfti ég að gefa í æð allskonar lyf sem ég lærði úti að bara læknir mætti gefa, eins og adrenalín. Þá fannst mér ég bara ekki á réttum stað. Sjúklingurinn fékk hraðan hjartslátt og fleiri einkenni sem ég áttaði mig eftir á að væru að sjálfsögðu aukaverkanir af adrenalíninu. En ég hafði aldrei séð þetta áður. Sjúklingurinn kvartaði yfir að hjartað hans væri að springa. Þá var erfitt að segja, „biddu aðeins, ég þarf að hringja í lækni og spyrja,“ án þess að hann kæmist í ennþá meira í uppnám,“ segir Susanne. Ef læknirinn kemst ekki frá Egilsstöðum þarf Susanne því að gera það sem hún getur jafnvel þó það sé fyrir utan starfssvið hennar. Það getur verið vegna veðurs eða vegna anna annars staðar á svæði vaktlæknis, þó það gerist ekki oft. Þegar læknirinn kemst leiðar sinnar eða sendur er sjúkrabíll er þó biðin oft löng. Á vetrarvegi getur aksturinn tekið meira en klukkutíma. „Ég hef þurft að fara með sjúkling á móti sjúkrabíl og einu sinni var allt ísi lagt. Þegar við mættumst fyrir utan Eiðar fóru báðir bílar fram hjá hvorum öðrum áður en okkur tókst að stansa,“ segir Susanne. Áður var sjúkrabíll á Borgarfirði sem björgunarsveitin rak en ákveðið var að ekki væri þörf fyrir hann. Ef flytja á sjúkling liggjandi í björgunarbílnum þarf að skrúfa aftursætið úr og það tekur sinn tíma. Ekki er heldur til búnaður eins og hreyfanlegur súrefniskútur og þess háttar sem oft reynist nauðsynlegur til að flytja sjúkling. Bundin við staðinn Þó að Susanne sé sátt við að starfið sé þannig að hún geti þurft að vinna á öllum tímum er hún ekki sátt við að gera það í frítímanum og fá ekki alltaf greitt fyrir. Hún er nú farin að berjast fyrir því að fá greitt fyrir alla vinnu og finnst allt í lagi að yfirmenn á Egilsstöðum viðurkenni að aðstæður séu þannig. „Ég get núorðið skrifað yfirvinnu en ég þarf að taka hana út í fríi og ég fæ enga afleysingu og hef ekki fengið í nokkur ár í sumarfríinu. Það er svolítið erfitt að fara héðan. Í sumarfríinu hef ég unnið einn dag í viku til að halda þessu gangandi. Ég get ekki sagt gamla fólkinu að því miður, næstu fimm vikur verði engin þjónusta. Mér finnst mikið öryggi fyrir gamla fólkið að ég komi og kíki við til þess að athuga hvort allt sé í lagi,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.