Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201218 að vera tvítyngdur en það er ekki alltaf auðvelt að halda við tvítyngd barna. „Ég bara gleymdi mér, ég er komin of mikið í íslenskt umhverfi og það talar enginn nema ég þýsku á heimilinu. Maðurinn minn skilur ekkert nema sína forníslensku, eins og hann segir alltaf. Hann er bóndi þannig að hann er mikið heima á daginn og mér fyndist það vera dónaskapur að tala þýsku við börnin um eitthvað sem hann skilur ekki. Það sem hefur hjálpað mikið er að fara út með börnin og vera í einhvern tíma í þýsku umhverfi og helst vera ekki með þeim. Þá þurfa þau að bjarga sér á þýsku. Þau horfa mikið á myndbönd á þýsku, ég les og syng fyrir þau og svo verða þau bara að bjarga sér. Fyrstu árin vorum við með au­pair en ekki með seinni strákinn því þá var hinn eldri svo stór og var látinn passa.“ Susanne á nokkrar góðar þýskar vin­ konur í nágrenni Egilsstaða og á Egils­ stöðum er þýskur læknir. Einnig eru fleiri Þjóðverjar fyrir austan þannig að auðvelt er fyrir hana að fá að tala þýsku. „Ég hef bara ekki sótt mikið í það að hitta Þjóðverja. Ég kom nú til Íslands til þess að hitta Íslendinga og Þjóðverjar eru oft þannig að þeir vilja gjarnan halda sig frá öðrum Þjóðverjum,“ segir hún. Henni finnst þó gott að þekkja lækni sem kann þýsku. „Ég verð að viðurkenna að ég legg betur á minnið upplýsingar sem hann kemur með, sérstaklega í gegnum síma. Ef hann talar við mig á þýsku þarf ég ekki að skrifa það hjá mér en þegar menn tala við mig á íslensku þá verð ég að skrifa til þess að vera viss um að ég hafi náð þessu. Eftir öll þessi ár finnst mér enn þá vera svolítill munur á því að vinna hér eða úti. Hér þarf ég að einbeita mér meira til þess að fylgjast með.“ Ætlaði aldrei í heimahjúkrun „Ósk mín eftir útskrift var að vinna á bráðamóttöku,“ segir Susanne. „Ég ætlaði aldrei að vinna í heimahjúkrun. Nú er ég komin í heimahjúkrun en reyndar ekki eingöngu, ég er í svo mörgu hér.“ Starfið er mjög fjölbreytt en fyrir utan hefðbundna móttöku sér Susanne um skólahjúkrun, ungbarnaeftirlit, mæðravernd, slys og bráð veikindi hjá heimamönnum og ferðafólki. Heimahjúkrunin tekur þó mikinn tíma. Í heimahjúkrun eru margir eldri sjúklingar og einnig krabbameinssjúklingar og á tímabili féllu margir frá. Susanne þarf líka að sinna aðstandendum á meðan sjúklingnum versnar. Það er andlega erfitt þannig að henni finnst gott að sinna líka öðru eins og til dæmis einföldum slysum þar sem settar eru á umbúðir, það hættir að blæða úr sárinu og sjúklingurinn fer heim brosandi. „Svo næ ég hvíld með því að vera með búskap á móti. Ég hef oft sagt að ef það væri ekki fyrir okkar fáeinu kindur og hesta þá væri ég örugglega ekki lengur hér. Það er endurnærandi að fara á hestbak eftir erfiðan vinnudag og fara langt upp í fjall, helst úr símasambandi. Eins að moka skít eða gera við girðingar. Að fara að smala um haustið, hreyfa sig og vera úti í fersku lofti er dýrlegt. Símakerfið er reyndar orðið of gott og nær á flesta staði og ég hef lent í því að þurfa að koma ríðandi úr smalamennsku til þess að sinna sjúklingi. Þá er það eins og úr villta vestrinu að hesturinn stendur fyrir framan húsið á meðan ég tala við sjúklinginn og ég hef jafnvel fengið fólk til að halda í hestinn á meðan. En að umgangast dýrin, gefa kindunum og sitja og hlusta á smjattið í þeim eða standa hjá hestunum og hlusta á kyrrðina hér í sveitinni er alveg ómetanlegt. Ef ég gæfi mér ekki svolítinn tíma í þetta þá held ég að allt þetta álag og ábyrgð myndi éta mig lifandi. Ég vil þó ekki kalla þetta streitu og það er yndislegt hvernig ég get stjórnað mínum vinnudegi. Ef ég er með veikt barn eða eitthvað er að gerast í skólanum get ég bara hringt í þann sem ég átti að fara að heimsækja og fengið að koma aðeins seinna eða daginn eftir. Hins vegar fara kannski ekki öll útkall niður á blað. Ég viðurkenni það alveg að ég fer ógjarnan ríðandi í heilsugæsluselið til að opna tölvuna og skrifa skýrslu.“ „Það er endurnærandi að fara á hestbak eftir erfiðan vinnudag og fara langt upp í fjall, helst úr símasambandi.“ Heimahjúkrunin hefur þó sína kosti. Susanne finnst gaman að koma heim til eldra fólks og fá að heyra um hvernig var í gamla daga. Henni finnst hún stundum fá meira út úr heimsókninni en sjúklingurinn. Hún vill gjarnan læra um land og þjóð og skilja betur söguna á bak við aðstæður fólks. „Segjum að einhver hafi þurft að bera vatn frá sex­sjö ára aldri, þá er ekki Susanne vinnur mest heima hjá fólki og ver minnstum tíma á heilsugæsluselinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.