Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201236 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is EINS OG ANNAR HEIMUR Þóra Ingvaldsdóttir er Reykjavíkurmær en fluttist strax eftir útskrift til Seyðisfjarðar. Henni líkaði svo vel að hún hefur nú búið þar í bráðum 30 ár. Þegar yfir Fjarðarheiði er komið er ekki langt í fallegt timburhús í miðbæ Seyðisfjarðar. Þar býr Þóra Ingvaldsdóttir en hún er deildarstjóri á sjúkradeild á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. „Ég útskrifaðist vorið 1984 og flutti hingað um haustið. Ég hef verið hér síðan, fyrir utan eitt ár þegar við bjuggum í Svíþjóð,“ segir Þóra. „Við vorum bæði að ljúka námi og það var ekkert sem batt okkur í Reykjavík, við áttum ekki íbúð og það var líka hálfgerð kreppa. Okkur langaði líka báðum að búa annars staðar en á suðvesturhorninu. Okkur bauðst starf hér og ódýrt húsnæði í eitt ár. Valið stóð milli Víkur í Mýrdal og Seyðisfjarðar og við völdum Seyðisfjörð. Svo bara heilluðumst við af staðnum og okkur líður vel hér svo við ákváðum að kaupa hús og fara ekkert,“ segir Þóra. Úr gamla spítalanum í nýjan Þóru fannst líka mjög gaman í vinnunni. „Ég byrjaði að vinna á gamla spítalanum og það var eins og að koma í annan heim af spítölunum í Reykjavík. Gamli spítalinn var mjög frumstæður. Þetta var hrærigrautur af fæðingum, heilabiluðum og allt milli himins og jarðar á einni deild í þessu litla húsi. Stofurnar voru fjögurra eða fimm manna og pínulitlar. Það var ekki hægt að fara með rúm út úr sjúkrastofunni nema skrúfa þau í sundur. Almennileg rúm voru það breið að þau fóru ekki út um dyrnar. Þetta var timburhús en mjög heillandi og einhvern veginn fannst manni fólki líða alveg þokkalega,“ segir hún. Þóra vann þar þangað til 1992 en þá var flutt í nýja sjúkrahúsið. „Það var auðvitað algjör bylting fyrir allt og alla. Hjúkrunin í gamla spítalanum var allt öðru vísi en hún er nú þannig að þegar maður fer að hugsa um þetta þá finnst manni það vera langt síðan en það er svo stutt,“ segir hún. Heilabilunardeild stofnuð Á tíunda áratugnum tók lyflæknis­ sjúklingum að fækka á deildinni. Þeir fara flestir núna á Neskaupsstað og lyflæknissjúklingar sem þurfa eftirlit allan sólarhringinn sjást ekki lengur. Hins vegar fór heilabilunarsjúklingum smám saman að fjölga þar sem laus pláss voru á Seyðisfirði. Svo fór samt að tíu rúm voru auð á tímabili. Þá var talað um að skera niður fjármagn um helming en rekstrarkostnaður minnkaði ekki sem því nam. „Það þurfti samt sem áður eldhús og þvottahús og allt í kring. Það var auðvitað mjög óhentugt,“ segir Þóra. „Heilabilunardeildin var því stofnuð 1998 en það var björgunaraðgerð sem við lögðum okkur að fullu í. Fyrst við höfðum pláss þá höfðum við tekið við nokkrum erfiðum sjúklingum. Þetta gekk þokkalega vel og við fengum gott orð á okkur um að geta tekið við sjúklingum sem þurftu mikla umönnun. Á sjúkrahúsinu eru nú tvær deildir en við rekum þær sem eina og starfsfólkið vinnur til skiptis á heilabilunardeild og sjúkradeild. Það er auðvitað mjög erfið hjúkrun og fólk heldur það kannski frekar út með því að geta breytt aðeins til. Það fylgir því mikið álag að vera með erfiða alzheimerssjúklinga. Á hinni deildinni erum við núna bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.