Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 13
 Þjóðmál VOR 2011 11 hans . Honum þykir til dæmis nokkuð til um að geta lýst sig anarkista, stjórnleysingja, án þess að segjast vera það . Ögmundur lagðist gegn því að stjórn laga­ þingsmönnum, sem valdir voru í ógildum kosn ingum, yrði breytt í stjórnlagaráðs­ menn . Hann sagði á vefsíðu sinni 26 . febrúar 2011 að með því að skipa stjórnlagaráð á þennan hátt væri gerð tilraun til að fara fjalla baks leið til að „komast framhjá niður­ stöðu“ hæstaréttar . Hann sagðist mundu greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu um stjórnlagaráð . „Enda er það svo að orð skulu standa og grundvallarreglur skal virða!“ sagði hann . Ögmundur Jónasson ber ábyrgð á ógild ­ um kosningum til stjórnlagaþings . Hann situr í ríkisstjórn undir forsæti Jó hönnu Sigurðardóttur sem fól helsta lög fræði ­ ráðgjafa sínum að semja tillögu til þings­ ályktunar sem Ögmundur hafnar af því að með henni sé farið á svig við ákvörð un hæstaréttar . Síðsumars 2009 sagði Ögmundur Jón­ as son af sér ráðherraembætti vegna þess að honum misbauð framganga ríkis stjórn ar­ innar í Icesave­málinu . Nú situr hann sem fastast í ríkisstjórn þar sem lagt hefur verið á ráðin um að komast framhjá ákvörðun hæstaréttar og þrátt fyrir að kosningar á hans pólitísku ábyrgð hafi verið ógiltar . Réttarríkið byggist á virðingu fyrir lögum og rétti . Í því felst stjórnleysi að grafa undan þessari virðingu . Spyrja má: Hve lengi er unnt að þola slíka stjórnarhætti án þess að veruleika skyn brenglist? RÚV og fjölmiðlar hollir ríkis­ stjórninni og ömurlegum stjórnar hátt um hennar ýta til dæmis undir þá skoðun að beita megi bolabrögðum í þágu stjórnar­ skrárbreytinga af því að rætt hafi verið um þær í 64 ár . Fullyrðingin um að ekkert hafi breyst í stjórnarskránni síðan 1944 er í fyrsta lagi röng, í öðru lagi er þetta losaralega tal til marks um leti í opinberum umræðum og vaxandi vilja til að skauta hratt yfir mikilvæg og djúpstæð viðfangsefni, neita að íhuga þau og segja einfaldlega: „Mér finnst bara best að klára þetta .“ Hafi eitthvað eitt stuðlað að því að þjóðin flaut sofandi að feigðarósi á tím­ um útrásarinnar var það einmitt þetta við horf . Þegar menn hrökkva síðan upp með andfælum, vilja þeir finna sökudólga og staldra helst við að skort hafi eftirlit, vekjara klukku fyrir þá sjálfa . Á árunum 2002 til 2008 snerust fréttir oft mest um tilraun lögreglu og ákæruvalds til að koma böndum á Baugsmenn sem töldu sig besta í útrásinni – viðkvæðið við því máli var gjarnan á þennan veg: „Er ekki bara best að hætta þessu? Til hvers er verið að eyða öllum þessum peningum í að rann­ saka og ákæra þessa menn?“ IV . A ð óathuguðu máli mætti ætla að engum úr stjórnarandstöðu á alþingi dytti í hug að taka þátt í því með Jóhönnu Sigurðardótt­ ur og félögum að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar á þann skammarlega veg sem hér er lýst . Því er hins vegar ekki að heilsa . Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni er einn þriggja flutningsmanna tillögunnar um stjórnlagaráð og Jóhanna veðjar á að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins leggi henni lið í málinu . Frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur var mynduð hafa þingmenn úr stjórnarandstöðunni hvað eftir annað veitt henni stuðning í erfiðum og viðkvæmum málum og þannig lengt líf hennar . Ríkisstjórnin er þegar komin í hóp verstu ríkisstjórna Íslandssögunnar . Engu að síður leggur stjórnarandstaðan sig fram um að lengja líf hennar . Er það vegna þess að þing­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.