Þjóðmál - 01.03.2011, Page 18

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 18
16 Þjóðmál VOR 2011 atkvæða . Þátttaka í kosningunni var prýðileg, yfir 60% kosningarbærra manna mættu á kjörstað, þrátt fyrir vandlegt áhuga leysi ríkisfjölmiðlanna á kosningunni og að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna segðu sínu fólki frá því ítrekað að þau ætluðu ekki að kjósa . Var þá aftur svo komið að flestir venju­legir menn hefðu litið svo á að nóg væri beygt og bugtað fyrir Bretum . En, nei, íslenskir stjórnmálamenn lögðu þegar af stað í enn eina ferðina til Lundúna til að leita samninga um að fá að leggja annarra manna skuldir á landa sína . Sú frammistaða íslenskra stjórnmálamanna er óskiljanlegt furðuverk sem vonandi verður skoðað síðar . Meira að segja sú staðreynd að landsfundur Sjálf stæðis flokksins greip inn í og kvað upp úr um það að flokkurinn hafnaði löglaus­ um kröfum Breta og Hollendinga hafði engin áhrif á forystu þess flokks, sem enn virtist halda að hún hefði umboð til að semja um að leggja löglausar kröfur á Íslendinga . Er þó fullkomlega ljóst, að eftir sam þykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur enginn maður getað setið við samn­ ingaborðið með Bretum og Hollend ingum í nafni Sjálfstæðisflokksins . Ber að skoða hið furðulega áróðurstal um „fulltrúa stjórnar­ andstöðunnar í samninganefndinni“ í því ljósi, sem ekki dofnar þegar hugsað er til þess að hvorki Hreyfingin né Fram sóknar­ flokkurinn hafa stutt löglausar kröfur Breta og Hollendinga . Flestir muna hvað gerðist eftir það . Ríkis­ stjórn in fékk nýjan Icesave­samning sam­ þykkt an á Alþingi . Enn skulu Íslendingar gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga . Nú er beitt þeim rökum að samið hafi verið um lægri vexti . Jú, víst er það rétt . En lögleysið fólst ekki í vöxtunum . Kröfur Breta og Hollendinga eru um að Íslendingar greiði tugi eða hundruð milljarða króna, í erlendum gjaldeyri, upp í skuld sem hefur aldrei hvílt á þeim . Það er sú krafa sem lögð verður fyrir íslenska kjósendur hinn 9 . apríl . Það er sú krafa sem Evrópukórinn á Íslandi reynir nú að fá landsmenn til að beygja sig undir . Nú er ekkert til sparað . Efstaleitiskór­inn syngur fullum hálsi . Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hamast með sínum hætti . Fréttablaðinu stýrir nú fyrir hönd Jóns Ásgeirs, fyrsti formaður Evrópusamtakanna á Íslandi, Ólafur Þ . Stephensen, og lætur bera boðskapinn inn um allar bréfalúgur á höfuðborgarsvæðinu sex daga vikunnar . – Er raunar með ólíkindum að menn komist upp með slíka innrás á heimili fólks dag eftir dag . Þótt menn setji upp bréfalúgu þá getur það ekki talist heimild til annarra að hrúga þar inn óumbeðnum sneplum dag eftir dag . – Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar þenur lúðrana dag og nótt og „fréttavefir“ sömu ættar taka undir . Félagarnir sem nú stýra í senn Samtökum atvinnnulífsins og Alþýðusambandinu, og allir vilja til Brussel, beita öllu afli . Þetta var allt vitað . Það leiðinlega er hins vegar að þessum öflum tókst að toga forystu og meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins með sér í fenið . Enn hafa engar viðhlítandi skýringar fengist á framgöngu hinna síðastnefndu, og munu sumir í þeim hópi víst vita jafnlítið um þær og aðrir . Þá virðist íslenska samninganefndin telja að hlutverki sínu sé ekki lokið og að eðlilegt framhald af því, að samþykkja allar grundvallarkröfur Breta og Hollendinga, sé að fara nú í viðtöl og áróðursfundi til að reyna að fá almenning til að gera slíkt hið sama . Þegar þetta er ritað hefur ekki fengist uppgefið hvort nefndarmennirnir vinna þetta starf sitt sem sjálfboðaliðar eða hvort íslenska ríkið greiðir þennan herkostnað . En hvað sem því líður, þá er ljóst að nú

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.