Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 18

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 18
16 Þjóðmál VOR 2011 atkvæða . Þátttaka í kosningunni var prýðileg, yfir 60% kosningarbærra manna mættu á kjörstað, þrátt fyrir vandlegt áhuga leysi ríkisfjölmiðlanna á kosningunni og að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna segðu sínu fólki frá því ítrekað að þau ætluðu ekki að kjósa . Var þá aftur svo komið að flestir venju­legir menn hefðu litið svo á að nóg væri beygt og bugtað fyrir Bretum . En, nei, íslenskir stjórnmálamenn lögðu þegar af stað í enn eina ferðina til Lundúna til að leita samninga um að fá að leggja annarra manna skuldir á landa sína . Sú frammistaða íslenskra stjórnmálamanna er óskiljanlegt furðuverk sem vonandi verður skoðað síðar . Meira að segja sú staðreynd að landsfundur Sjálf stæðis flokksins greip inn í og kvað upp úr um það að flokkurinn hafnaði löglaus­ um kröfum Breta og Hollendinga hafði engin áhrif á forystu þess flokks, sem enn virtist halda að hún hefði umboð til að semja um að leggja löglausar kröfur á Íslendinga . Er þó fullkomlega ljóst, að eftir sam þykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur enginn maður getað setið við samn­ ingaborðið með Bretum og Hollend ingum í nafni Sjálfstæðisflokksins . Ber að skoða hið furðulega áróðurstal um „fulltrúa stjórnar­ andstöðunnar í samninganefndinni“ í því ljósi, sem ekki dofnar þegar hugsað er til þess að hvorki Hreyfingin né Fram sóknar­ flokkurinn hafa stutt löglausar kröfur Breta og Hollendinga . Flestir muna hvað gerðist eftir það . Ríkis­ stjórn in fékk nýjan Icesave­samning sam­ þykkt an á Alþingi . Enn skulu Íslendingar gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga . Nú er beitt þeim rökum að samið hafi verið um lægri vexti . Jú, víst er það rétt . En lögleysið fólst ekki í vöxtunum . Kröfur Breta og Hollendinga eru um að Íslendingar greiði tugi eða hundruð milljarða króna, í erlendum gjaldeyri, upp í skuld sem hefur aldrei hvílt á þeim . Það er sú krafa sem lögð verður fyrir íslenska kjósendur hinn 9 . apríl . Það er sú krafa sem Evrópukórinn á Íslandi reynir nú að fá landsmenn til að beygja sig undir . Nú er ekkert til sparað . Efstaleitiskór­inn syngur fullum hálsi . Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hamast með sínum hætti . Fréttablaðinu stýrir nú fyrir hönd Jóns Ásgeirs, fyrsti formaður Evrópusamtakanna á Íslandi, Ólafur Þ . Stephensen, og lætur bera boðskapinn inn um allar bréfalúgur á höfuðborgarsvæðinu sex daga vikunnar . – Er raunar með ólíkindum að menn komist upp með slíka innrás á heimili fólks dag eftir dag . Þótt menn setji upp bréfalúgu þá getur það ekki talist heimild til annarra að hrúga þar inn óumbeðnum sneplum dag eftir dag . – Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar þenur lúðrana dag og nótt og „fréttavefir“ sömu ættar taka undir . Félagarnir sem nú stýra í senn Samtökum atvinnnulífsins og Alþýðusambandinu, og allir vilja til Brussel, beita öllu afli . Þetta var allt vitað . Það leiðinlega er hins vegar að þessum öflum tókst að toga forystu og meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins með sér í fenið . Enn hafa engar viðhlítandi skýringar fengist á framgöngu hinna síðastnefndu, og munu sumir í þeim hópi víst vita jafnlítið um þær og aðrir . Þá virðist íslenska samninganefndin telja að hlutverki sínu sé ekki lokið og að eðlilegt framhald af því, að samþykkja allar grundvallarkröfur Breta og Hollendinga, sé að fara nú í viðtöl og áróðursfundi til að reyna að fá almenning til að gera slíkt hið sama . Þegar þetta er ritað hefur ekki fengist uppgefið hvort nefndarmennirnir vinna þetta starf sitt sem sjálfboðaliðar eða hvort íslenska ríkið greiðir þennan herkostnað . En hvað sem því líður, þá er ljóst að nú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.