Þjóðmál - 01.03.2011, Page 26

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 26
24 Þjóðmál VOR 2011 Mikil umræða hefur skapast undan­farn ar vikur eftir að Hæstiréttur Ís­ lands ógilti kosningar til stjórnlagaþings . Töluvert meira hefur farið fyrir umræðunni um að niðurstaða Hæstaréttar sé augljóslega röng á meðan þeir sem telja hana rétta sitja hjá og fylgjast með . Sá einstaklingur sem hefur kannski hlotið mestu athyglina vegna skrifa sinna um ákvörðun Hæstaréttar er Reynir Axelsson stærðfræðingur, en ýmsir fjölmiðlamenn hafa gert gagnrýnum skrif­ um hans furðulega hátt undir höfði . Grein Reynis var birt á vefnum eyjan .is og sat hann síðan fyrir svörum í Silfri Egils í Ríkis­ sjón varpinu 6 . febrúar sl . Sjálfur tel ég niðurstöðu Hæstaréttar rétta og niðurstöðu Reynis þ .a .l . ranga enda byggist niðurstaða þess síðarnefnda á útúrdúrum, verulegum misskilningi og jafnvel vanþekkingu . Þrátt fyrir það hafa röksemdir Reynis hlotið verulegan hljóm­ grunn meðal áhugamanna um stjórn­ lagaþing og hefur þeim verið haldið hátt á lofti af sama hópi fólks . Hæstiréttur gerði í sinni ákvörðun at­ huga semdir við sex framkvæmdaratriði kosn inganna og leiddu þær sameiginlega til þeirrar niðurstöðu að kosningarnar voru ógiltar . Reynir telur hvorki meira né minna en enga athugasemd Hæstaréttar eiga við rök að styðjast og reynir hann að færa rök fyrir því í grein sinni og viðtali . Víkjum að rök semdum Reynis . Kjörseðlar voru rekjanlegir til kjósenda Reynir fullyrðir að niðurstaða Hæsta­réttar að þessu leyti sé röng og bætir við að það sé ekki bara hans álit heldur sé það álit allra fræðimanna sem látið hafa í ljós skoðun sína á þessu tiltekna álitaefni . Það er aldeilis . Fyrir liggur að allir kjörseðlar voru númeraðir og í hlaupandi röð á kjörstöðum . Reynir fullyrðir að nánast útilokað hafi verið að rekja einstök atkvæði til kjósenda, a .m .k . hafi ekki tekist að sýna fram á að það hafi verið gert eða líklegt sé að slíkt hafi gerst . Með þessum röksemdum slær Reynir athugasemd Hæstaréttar út af borðinu . Hér held ég að Reynir misskilji algjörlega tilgang leynilegra kosninga . Það getur engu máli skipt þótt ólíklegt sé að einhver hafi lagt á sig þá vinnu að skrá niður í hvaða röð ein staklingar mættu á kjörstað til að finna Haukur Örn Birgisson Þvældust kosningalögin fyrir kjörstjórn?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.