Þjóðmál - 01.03.2011, Page 27

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 27
 Þjóðmál VOR 2011 25 út númerið á tilteknum kjörseðli . Þá skiptir heldur engu máli hvort listar hafi verið haldnir utan um þessi atriði, líkt og Reynir leggur ofuráherslu á . Staðreynd málsins er sú að kjörseðlar voru í hlaupandi númeraröð sem þýðir að hefði einhver, sem hafði aðstöðu til, haft áhuga á því að fylgjast með hvar í röðinni Reynir Axelsson kaus þá hefði sá hinn sami getað fundið kjörseðil hans, á meðan eða eftir að kosningu lauk, og þannig séð hvernig Reynir kaus . Engan skipulagðan lista eða samsæri kjörstjórnarmanna þarf til að finna þetta út . Einungis ásetning aðila, eins eða fleiri, sem geta fylgst með kosningunum og talningu atkvæða . Þá er það grundvallarmisskilningur hjá Reyni að sýna þurfi fram á að þetta hafi verið gert . Augljóslega er nóg að sýna fram á að þetta hafi verið mögulegt . Í ljósi þessa uppfylltu kosningarnar ekki skilyrðið um að vera leynilegar . Kjörklefar voru ekki í samræmi við reglur Hæstiréttur telur að kjörklefar hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði þar sem kjós­ endur gátu ekki verið í einrúmi við að fylla út kjörseðla sína . Gagnrýni Reynis á þetta atriði er alfarið byggð á útúrsnúningum en efnislega er hún eftirfarandi: Hver hefur áhuga á því að kíkja á kjörseðil næsta manns og hvernig getur einstaklingur, sem stendur á bak við kjósanda, séð kjörseðilinn nema hafa röntgensjón? Þá bendir Reynir einnig á að Hæstiréttur hafi ekki sýnt fram á „hvaða líkamsæfingar [þurfi] til ef einhver vill sjá kjörseðil meðan kjósandi fyllir hann út“ . Þessi gagnrýni er ekki upp á marga fiska . Af hverju þarf að sýna fram á þetta? Er ekki nóg að fyrir liggi að þeir sem vildu, gátu litið yfir öxl næsta manns eða kíkt yfir pappaspjöldin sem skildu „kjörklefana“ að? Kosningar sem byggja á þessu fyrirkomulagi geta aldrei talist leynilegar í skilningi laga . Til að rökstyðja mál sitt betur full yrðir Reynir að „víða um lönd“ sé notast við samskonar kjörklefa og í stjórn lagaþings­ kosn ing unum, væntanlega athuga semda ­ laust og með fínum árangri . Hér virðist Reynir hins vegar horfa algjörlega fram hjá því að hlutverk Hæstaréttar er að túlka og dæma eftir íslenskum kosningalögum . Við þá túlkun skiptir engu máli hvernig kjör­ klefar „víða um lönd“ líta út . Reynir kýs reyndar að láta sér nægja að vísa til hins stóra heims án nánari tilgreiningar . Staðhæfing hans er því ónákvæm og líklegast ósönn . Kjörseðlar voru ekki brotnir saman Eins og flestir, sem tóku þátt í kosn­ingunni, vita mátti ekki brjóta kjör­ seðl ana saman . Í 53 . og 85 . gr . laga um kosn ingar til Alþingis nr . 24/2000 segir að kjör seðla skuli brjóta saman áður en þeir eru settir í kjörkassa . Þessi lagaákvæði giltu um stjórnlagaþingskosningarnar að mati Hæsta réttar . Reynir er ósáttur við þetta og telur ekki heila brú í þessari afstöðu réttar­ ins . Niðurstöðu Hæstaréttar um þetta atriði má rekja til þeirrar grundvallar reglu allra lýðræðisríkja að kosning skuli vera leyni leg . Ákvæði laga um alþingis kosn­ ingar, sem ætlað er að standa vörð um leynilegar kosningar, áttu því að gilda um stjórnlagaþingskosningarnar eftir því sem við átti, sbr . 1 . mgr . 11 . gr . laga um stjórn­ lagaþing .1 Reynir ákveður hins vegar að leggja málið upp með öðrum hætti . Hann virðist telja að Hæstiréttur velji eftir hentugleika hvaða ákvæði kosningalaga eigi að gilda og hver ekki, án nokkurrar ástæðu . Þetta er auðvitað ekki rétt og í raun ekki heil brú í 1 Í 1 . mgr . 11 . gr . laga um stjórnlagaþing segir m .a .: Um kjördeildir, kjörstaði og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Al­ þing is eftir því sem við á .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.