Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 27

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 27
 Þjóðmál VOR 2011 25 út númerið á tilteknum kjörseðli . Þá skiptir heldur engu máli hvort listar hafi verið haldnir utan um þessi atriði, líkt og Reynir leggur ofuráherslu á . Staðreynd málsins er sú að kjörseðlar voru í hlaupandi númeraröð sem þýðir að hefði einhver, sem hafði aðstöðu til, haft áhuga á því að fylgjast með hvar í röðinni Reynir Axelsson kaus þá hefði sá hinn sami getað fundið kjörseðil hans, á meðan eða eftir að kosningu lauk, og þannig séð hvernig Reynir kaus . Engan skipulagðan lista eða samsæri kjörstjórnarmanna þarf til að finna þetta út . Einungis ásetning aðila, eins eða fleiri, sem geta fylgst með kosningunum og talningu atkvæða . Þá er það grundvallarmisskilningur hjá Reyni að sýna þurfi fram á að þetta hafi verið gert . Augljóslega er nóg að sýna fram á að þetta hafi verið mögulegt . Í ljósi þessa uppfylltu kosningarnar ekki skilyrðið um að vera leynilegar . Kjörklefar voru ekki í samræmi við reglur Hæstiréttur telur að kjörklefar hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði þar sem kjós­ endur gátu ekki verið í einrúmi við að fylla út kjörseðla sína . Gagnrýni Reynis á þetta atriði er alfarið byggð á útúrsnúningum en efnislega er hún eftirfarandi: Hver hefur áhuga á því að kíkja á kjörseðil næsta manns og hvernig getur einstaklingur, sem stendur á bak við kjósanda, séð kjörseðilinn nema hafa röntgensjón? Þá bendir Reynir einnig á að Hæstiréttur hafi ekki sýnt fram á „hvaða líkamsæfingar [þurfi] til ef einhver vill sjá kjörseðil meðan kjósandi fyllir hann út“ . Þessi gagnrýni er ekki upp á marga fiska . Af hverju þarf að sýna fram á þetta? Er ekki nóg að fyrir liggi að þeir sem vildu, gátu litið yfir öxl næsta manns eða kíkt yfir pappaspjöldin sem skildu „kjörklefana“ að? Kosningar sem byggja á þessu fyrirkomulagi geta aldrei talist leynilegar í skilningi laga . Til að rökstyðja mál sitt betur full yrðir Reynir að „víða um lönd“ sé notast við samskonar kjörklefa og í stjórn lagaþings­ kosn ing unum, væntanlega athuga semda ­ laust og með fínum árangri . Hér virðist Reynir hins vegar horfa algjörlega fram hjá því að hlutverk Hæstaréttar er að túlka og dæma eftir íslenskum kosningalögum . Við þá túlkun skiptir engu máli hvernig kjör­ klefar „víða um lönd“ líta út . Reynir kýs reyndar að láta sér nægja að vísa til hins stóra heims án nánari tilgreiningar . Staðhæfing hans er því ónákvæm og líklegast ósönn . Kjörseðlar voru ekki brotnir saman Eins og flestir, sem tóku þátt í kosn­ingunni, vita mátti ekki brjóta kjör­ seðl ana saman . Í 53 . og 85 . gr . laga um kosn ingar til Alþingis nr . 24/2000 segir að kjör seðla skuli brjóta saman áður en þeir eru settir í kjörkassa . Þessi lagaákvæði giltu um stjórnlagaþingskosningarnar að mati Hæsta réttar . Reynir er ósáttur við þetta og telur ekki heila brú í þessari afstöðu réttar­ ins . Niðurstöðu Hæstaréttar um þetta atriði má rekja til þeirrar grundvallar reglu allra lýðræðisríkja að kosning skuli vera leyni leg . Ákvæði laga um alþingis kosn­ ingar, sem ætlað er að standa vörð um leynilegar kosningar, áttu því að gilda um stjórnlagaþingskosningarnar eftir því sem við átti, sbr . 1 . mgr . 11 . gr . laga um stjórn­ lagaþing .1 Reynir ákveður hins vegar að leggja málið upp með öðrum hætti . Hann virðist telja að Hæstiréttur velji eftir hentugleika hvaða ákvæði kosningalaga eigi að gilda og hver ekki, án nokkurrar ástæðu . Þetta er auðvitað ekki rétt og í raun ekki heil brú í 1 Í 1 . mgr . 11 . gr . laga um stjórnlagaþing segir m .a .: Um kjördeildir, kjörstaði og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Al­ þing is eftir því sem við á .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.