Þjóðmál - 01.03.2011, Side 37

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 37
 Þjóðmál VOR 2011 35 [þ .e . athugasemdinni frá 6 . desember] . Af þessu leiðir einnig að Ríkisendurskoðun telur ekki lengur óljóst á hvaða heimild ráðuneytið byggði ákvörðun sína, eins og jafnframt segir í textanum .“ 13. janúar 2011. Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið: „Mér finnst fullkomlega fráleitt að Seðla­ banki Íslands standi í samkeppnisrekstri, sérstaklega á þeim grundvelli sem raunin varð í tilfelli Sjóvár . Aðgerð hins opinbera, sem að lokum leiddi til þess að Seðlabanki Íslands er nú kjölfestueigandi Sjóvár, var óþörf . Á þetta var ítrekað bent þegar verið var að leita lausna á stöðu Sjóvár en fulltrúar stjórnvalda hlustuðu ekki á sjónarmið okkar eða annarra sem hafa besta þekkingu á markaðnum .“ 19. janúar 2011. Tilkynnt um sölu á 52,4% hlutar í Sjóvá til SF1 fyrir 4,9 milljarða króna, þótt ný stjórn Sjóvár tilkynnti 23 . nóvember slit á söluferlinu frá því í janúar 2010 . SF1 er fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf ., eignastýringarfyrirtækis Arion Banka . SF1 var í kaupendahópnum sem sleit söluferlinu 21 . nóvember 2010 . Kaupsamningurinn er sagður niðurstaða söluferlis sem hafi staðið í ár, upp úr hafi slitnað en þráðurinn hafi verið tekinn upp að nýju í desember 2010 . Fjármögnun kaupsamningsins sé ekki lokið og talið að taki að minnsta kosti nokkrar vikur að afla fjárins . Kaupin verði innsigluð á vordögum 2011, ekki verði keypt meira í Sjóvá . Engin tilkynning kemur frá FME . Fjár­ hagslegir burðir SF1 eru takmarkaðir við rúmar 40 milljónir og óljóst hver er eigandi og stjórnandi sjóðsins . Seðlabankinn segir að miðað við kaupverð SF1 nemi heildarverðmæti Sjóvár 9,4 milljörðum króna, það er 2,2 milljörðum kr . minna en ríkissjóður lagði til Sjóvár til að forða félaginu frá þroti vorið 2009 . Samkvæmt tilboði kaupendahópsins undir forystu Heiðars Guðjónssonar nam heildarvirði Sjóvár 10,9 milljörðum, 1,5 milljörðum meira en felst í tilboði SF1 . Sala á 52,4% hlut Í Sjóvá er því á lægra markaðsvirði en kaupendahópurinn bauð í janúar 2010 . 28. janúar 2011. Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fund viðskiptanefnd­ ar Alþingis um söluferli Sjóvár . Fram kemur á fundinum að SF1 hafi ekki undir ritað kaup samning vegna kaupa á 52,4% hlut í Sjóvá, heldur sé aðeins um vilja yfir lýs ingu að ræða . Seðlabankastjóri segist að mestu bundinn trúnaði um söluferli Sjóvár . 1. febúar 2011. Valgerður Bjarnadóttir, þing maður Samfylkingarinnar, segir á Al­ þingi: „Það vildi svo til í síðustu viku að einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, seðla bankastjórinn, taldi sig ekki geta skýrt við skiptanefnd frá atriðum er varða söluna á Sjóvá, einhverjum atriðum eða við burðum sem urðu til þess að eftir langar samninga­ viðræður var kauptilboð dregið til baka nokkru fyrir jól . Í máli seðlabankastjóra kom fram að aðal­ lög fræðingur Seðlabankans hefði ráðgast við aðallögfræðing Alþingis og komist að þeirri niðurstöðu að í þingsköpum væri ein­ ungis kveðið á um trúnaðarskyldu í utan ­ ríkismálanefnd . Tekið er skýrt fram, virðu­ legi forseti, að ég dreg ekki í efa að seðla ­ bankastjóri, sem aðrir starfsmenn Seðla ­ bankans, sé bundinn trúnaði um störf sín . Í þessu tilfelli er til umfjöllunar sala á einu af þeim fyrirtækjum sem komst í ríkis eigu í efnahagshamförunum og liggur í augum uppi að það er erfitt fyrir okkur alþingis­ menn að fylgja því eftir hvort allt sé eðlilegt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.