Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 37

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 37
 Þjóðmál VOR 2011 35 [þ .e . athugasemdinni frá 6 . desember] . Af þessu leiðir einnig að Ríkisendurskoðun telur ekki lengur óljóst á hvaða heimild ráðuneytið byggði ákvörðun sína, eins og jafnframt segir í textanum .“ 13. janúar 2011. Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið: „Mér finnst fullkomlega fráleitt að Seðla­ banki Íslands standi í samkeppnisrekstri, sérstaklega á þeim grundvelli sem raunin varð í tilfelli Sjóvár . Aðgerð hins opinbera, sem að lokum leiddi til þess að Seðlabanki Íslands er nú kjölfestueigandi Sjóvár, var óþörf . Á þetta var ítrekað bent þegar verið var að leita lausna á stöðu Sjóvár en fulltrúar stjórnvalda hlustuðu ekki á sjónarmið okkar eða annarra sem hafa besta þekkingu á markaðnum .“ 19. janúar 2011. Tilkynnt um sölu á 52,4% hlutar í Sjóvá til SF1 fyrir 4,9 milljarða króna, þótt ný stjórn Sjóvár tilkynnti 23 . nóvember slit á söluferlinu frá því í janúar 2010 . SF1 er fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf ., eignastýringarfyrirtækis Arion Banka . SF1 var í kaupendahópnum sem sleit söluferlinu 21 . nóvember 2010 . Kaupsamningurinn er sagður niðurstaða söluferlis sem hafi staðið í ár, upp úr hafi slitnað en þráðurinn hafi verið tekinn upp að nýju í desember 2010 . Fjármögnun kaupsamningsins sé ekki lokið og talið að taki að minnsta kosti nokkrar vikur að afla fjárins . Kaupin verði innsigluð á vordögum 2011, ekki verði keypt meira í Sjóvá . Engin tilkynning kemur frá FME . Fjár­ hagslegir burðir SF1 eru takmarkaðir við rúmar 40 milljónir og óljóst hver er eigandi og stjórnandi sjóðsins . Seðlabankinn segir að miðað við kaupverð SF1 nemi heildarverðmæti Sjóvár 9,4 milljörðum króna, það er 2,2 milljörðum kr . minna en ríkissjóður lagði til Sjóvár til að forða félaginu frá þroti vorið 2009 . Samkvæmt tilboði kaupendahópsins undir forystu Heiðars Guðjónssonar nam heildarvirði Sjóvár 10,9 milljörðum, 1,5 milljörðum meira en felst í tilboði SF1 . Sala á 52,4% hlut Í Sjóvá er því á lægra markaðsvirði en kaupendahópurinn bauð í janúar 2010 . 28. janúar 2011. Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fund viðskiptanefnd­ ar Alþingis um söluferli Sjóvár . Fram kemur á fundinum að SF1 hafi ekki undir ritað kaup samning vegna kaupa á 52,4% hlut í Sjóvá, heldur sé aðeins um vilja yfir lýs ingu að ræða . Seðlabankastjóri segist að mestu bundinn trúnaði um söluferli Sjóvár . 1. febúar 2011. Valgerður Bjarnadóttir, þing maður Samfylkingarinnar, segir á Al­ þingi: „Það vildi svo til í síðustu viku að einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, seðla bankastjórinn, taldi sig ekki geta skýrt við skiptanefnd frá atriðum er varða söluna á Sjóvá, einhverjum atriðum eða við burðum sem urðu til þess að eftir langar samninga­ viðræður var kauptilboð dregið til baka nokkru fyrir jól . Í máli seðlabankastjóra kom fram að aðal­ lög fræðingur Seðlabankans hefði ráðgast við aðallögfræðing Alþingis og komist að þeirri niðurstöðu að í þingsköpum væri ein­ ungis kveðið á um trúnaðarskyldu í utan ­ ríkismálanefnd . Tekið er skýrt fram, virðu­ legi forseti, að ég dreg ekki í efa að seðla ­ bankastjóri, sem aðrir starfsmenn Seðla ­ bankans, sé bundinn trúnaði um störf sín . Í þessu tilfelli er til umfjöllunar sala á einu af þeim fyrirtækjum sem komst í ríkis eigu í efnahagshamförunum og liggur í augum uppi að það er erfitt fyrir okkur alþingis­ menn að fylgja því eftir hvort allt sé eðlilegt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.