Þjóðmál - 01.03.2011, Page 40

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 40
38 Þjóðmál VOR 2011 ekki heldur hjálpað að frásagnir af fundi við skiptanefndar hafi verið brotakenndar og því villandi . Með yfirlýsingu sinni vilji bankinn reyna að bæta að einhverju leyti úr hinum brotakenndu frásögnum og gera grein fyrir meginsjónarmiðum í málinu . Bankinn telur mikinn misskilning að stofnun ESÍ ehf . hafi vikið ákvæðum seðla­ bankalaganna til hliðar . Tilgangurinn með stofnun ESÍ hafi ekki verið að sniðganga á neinn hátt lög og reglur um starfsemi Seðla bankans enda stjórnarseta yfirmanna bankans í félaginu ólaunuð . Það sé líka misskilningur að seðlabankastjóri hafi mætt fyrir viðskiptanefnd sem stjórnarformaður ESÍ en ekki seðlabankastjóri, enda hafi í boði nefndarinnar verið beðið um seðla­ bankastjóra . Seðlabankinn muni á næst­ unni birta eins ítarlega greinargerð um söluferli Sjóvár eins og honum sé heimilt sam kvæmt lögum . Þá segir í þessari yfirlýs­ ingu Seðlabankans: „Meginatriðið hvað það mál varðar hér er að Sjóvá hefur verið í opnu söluferli síðan snemma á síðasta ári . Teknar voru upp viðræður við þann fjárfestahóp sem hæst bauð og um haustið lá fyrir óundirritaður kaupsamningur . Þá komu upp mál sem 35 . grein seðlabankalaga, sem og önnur ákvæði laga um þagnarskyldu, gera Seðlabankanum óheimilt að skýra frá opinberlega hver voru . Eftir að skoðun fjölda lögfræðinga lá fyrir að það myndi teljast alvarlegt brot í starfi af hálfu seðlabankastjóra, og annarra sem fjöll uðu um málið innan Seðlabankans, ef gengið hefði verið frá umræddri sölu án þess að fá fyrst niðurstöðu varðandi það mál sem upp var komið . Fulltrúum fjárfestahópsins var skýrt frá þessu en jafnframt að Seðla­ bankinn væri fyrir sitt leyti tilbúinn til að bíða þar til málin skýrðust frekar . Þessu vildi hópurinn ekki una og sagði sig frá ferlinu . Það var því ekki Seðlabankinn sem sleit samningum við hópinn . Í þessu sambandi er einnig rétt að minna á að FME var um þessar mundir í gangi með athugun á hæfi væntanlegra eigenda og gaf af því tilefni út yfirlýsingu í kjölfar þess að fjárfestahópurinn dró tilboð sitt til baka . Þetta varð þó ekki til þess að söluferli Sjóvár stöðvaðist því áður en til þess kom bauðst hluti fjárfestahópsins, þ .e . SF1, til að kaupa Sjóvá á sömu kjörum og lágu á borðinu síðastliðið haust . Auk þess lýsti SF1 yfir áhuga á að kaupa strax meirihluta í félaginu eins og fyrri hópnum stóð einnig til boða . ESÍ stóð því til boða að velja á milli þess að ganga að efnislega samhljóða tilboði og hinn óundirritaði kaupsamningur kvað á um eða selja meirihluta strax, samanber þann kaupsamning sem nú hefur verið undir ritaður . Það hafi verið mat stjórnar ESÍ að hag­ stæðara hafi verið að selja meirihlutann strax . SF1 hefði enn fremur snemma í söluferlinu verið metinn sérstaklega og talinn uppfylla öll skilyrði . Það sé því mikill misskilningur að það að ganga til samninga við SF1 hafi stangast á við skilmála söluferlisins eða verið brot á einhverjum verklagsreglum . Þá segir Seðlabankinn að ekkert virðist vera í lögum sem hniki til þagnarskyldu seðlabankastjóra í tilefni af fyrirspurnum þingnefnda . Þar sé ekki við bankann að sakast .“ Seðlabankinn birtir í yfirlýsingu sinni hug leiðingu eða ráð um hvernig Alþingi geti gegnt eftirlitshlutverki sínu . Þingmenn kjósi bankaráð sem lúti þagnarskyldu og geti því fengið allar sömu upplýsingar og starfsmenn bankans . Bankaráðið hafi verið að fullu upplýst um söluferli Sjóvár, þ .m .t . þau atvik sem komu upp síðastliðið haust . Það hafi engar athugasemdir gert við ákvarð anir bankans hvað þetta varði . Þá nefnir Seðlabankinn að ríkisendurskoðandi sé innri endurskoðandi bankans . Hann

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.