Þjóðmál - 01.03.2011, Side 46

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 46
44 Þjóðmál VOR 2011 er sú, að starfrækslugjaldmiðill fyrirtækisins er evra . Ef fyrirtækið gerði á hinn bóginn upp í íslenskum krónum, líkt og raunin er með flest íslensk sjávarútvegsfyrirtæki4, liti málið allt öðruvísi út . Þá myndu erlend lán í bókum fyrirtækisins hækka og lækka, eftir gengissveiflum krónunnar . Verðmæti kvótans í bókunum stæði hins vegar í stað, þrátt fyrir aukið verðmæti í raun við gengis­ fall krónunnar, þ .e . framtíðartekjuflæði vegna kvótans eykst .5 Af þessu leiðir að eignir geta orðið umtalsvert lægri en skuldir og eigið fé þar með neikvætt . Gengi krónunnar hefur þannig mikil áhrif á afkomu greinarinnar . Tap er gjaldfært í ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja þegar krónan veikist, en hagnaður þegar hún styrkist . Á móti kemur að framlegð (EBITDA) eykst í kjölfar gengisfalls . Að sama skapi lækkar framlegð greinarinnar þegar gengið styrkist, sem veldur skerðingu á greiðslu getu afborgana af lánum . Skuldirnar lækka hins vegar við styrkingu krónunnar og vegur það upp á móti . Tökum lítið dæmi til að skilja málið örlít ið betur . Sjávarútvegsfyrirtækið X tekur lán árið 2006 til að kaupa kvóta, en fyrirtækið gerir upp í íslenskum krónum . Lánið er 100 kr . í erlendri mynt . Árið 2009 er eignin sú sama, 100 kr ., en lánið stendur þá í 200 kr sökum gengisfalls krónunnar . Eigið fé er að sama skapi neikvætt um 4 Stefán B . Gunnlaugsson, Ögmundur Knútsson og Jón Þorvaldur Heiðarsson: Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Rannsókna­ og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, 2010 . 13 . bls . 5 Þannig mætti hugsanlega leiða að því rök að kvótinn væri rangt skráður í bókum fyrirtækisins, sérstaklega ef hann sætti virðisrýrnunarprófi, enda um óefnislega eign að ræða . Virðisrýrnunarprófið byggir m .a . á núvirðingu sjóðsflæðis, en ef eignin hefur sjálfstætt markaðsvirði þá gildir það frekar til að meta hvort virðisrýrnun hefur farið fram . Sterk rök hníga samt að því að núvirðing sjóðsflæðis ætti hér betur við . Þannig myndi verðmæti kvótans sveiflast í takt við tekjurnar sem stafa af eigninni, að því gefnu að leyfilegt væri að endurmeta óefnislegar eignir til hækkunar í bókum fyrirtækja . 100 kr . Í ársreikningi fyrir árið 2008 er gríðarlegt tap gjaldfært vegna hækkunar skulda í bókum félagsins . En þar með er bara hálf sagan sögð, því tekjur fyrirtækisins eru jafnframt í erlendum gjaldmiðlum . Því má búast við hærri framlegð meðan gengi krónunnar helst veikt, og jafnframt meiri hagnaði eftir árið 2008 þegar tapið var gjaldfært . Dæmið snýst svo við ef krónan styrkist á ný, hagnaður myndast vegna lánsins, en framlegð minnkar og hagnaður um leið . Þetta kemur heim og saman við áðurnefnda skýrslu, en í henni kemur fram að EBIDTA­hlutfall6 íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafi hæst verið 25%7 árið 2008, enda er meginþorri útgjalda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í íslenskum krónum, s .s . kaup á kvóta, laun8 og annar rekstrarkostnaður . Veiking krónunnar hefur því jákvæð áhrif á þessa liði, að því gefnu að verð á þeim hækki ekki sem sumpart er vissulega óraunhæft . Þetta má sjá glöggt á myndinni á næstu síðuu . Aflaheimildir eru, líkt og hlutabréf, ávís­ un á vænt framtíðartekjuflæði .9 Munurinn er hins vegar sá, að framtíðartekjuflæði afla heimildanna eykst samhliða hækkun skuld anna, þ .e . nær allar tekjur íslenskra sjávar útvegsfyrirtækja eru í erlendum gjald­ miðli . Þær nægja því vel til að standa undir greiðslum á lánum vegna þeirra . Bókfært virði eignanna hækkar þó ekki, líkt og fram hefur komið, en við það verður eigið fé fyrirtækisins neikvætt . Það þýðir þó ekki að fyrirtækið geti ekki mætt fram tíðar­ skuldbindingum sínum . 6 EBIDTA hlutfall er EBITDA/Tekjur . 7 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 18 . bls . 8 Laun sjómanna eru reiknuð miðað við verðmæti afla, svo þetta á augljóslega ekki við um þau . 9 Hlutabréf geta lækkað í verði og þannig getur myndast neikvætt tekjuflæði af þeim . Líklegt er að aflaheimildirnar skili okkur alltaf einhverjum tekjum, þó svo að verðmæti þeirra á markaði sé breytilegt .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.