Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál VOR 2011 er sú, að starfrækslugjaldmiðill fyrirtækisins er evra . Ef fyrirtækið gerði á hinn bóginn upp í íslenskum krónum, líkt og raunin er með flest íslensk sjávarútvegsfyrirtæki4, liti málið allt öðruvísi út . Þá myndu erlend lán í bókum fyrirtækisins hækka og lækka, eftir gengissveiflum krónunnar . Verðmæti kvótans í bókunum stæði hins vegar í stað, þrátt fyrir aukið verðmæti í raun við gengis­ fall krónunnar, þ .e . framtíðartekjuflæði vegna kvótans eykst .5 Af þessu leiðir að eignir geta orðið umtalsvert lægri en skuldir og eigið fé þar með neikvætt . Gengi krónunnar hefur þannig mikil áhrif á afkomu greinarinnar . Tap er gjaldfært í ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja þegar krónan veikist, en hagnaður þegar hún styrkist . Á móti kemur að framlegð (EBITDA) eykst í kjölfar gengisfalls . Að sama skapi lækkar framlegð greinarinnar þegar gengið styrkist, sem veldur skerðingu á greiðslu getu afborgana af lánum . Skuldirnar lækka hins vegar við styrkingu krónunnar og vegur það upp á móti . Tökum lítið dæmi til að skilja málið örlít ið betur . Sjávarútvegsfyrirtækið X tekur lán árið 2006 til að kaupa kvóta, en fyrirtækið gerir upp í íslenskum krónum . Lánið er 100 kr . í erlendri mynt . Árið 2009 er eignin sú sama, 100 kr ., en lánið stendur þá í 200 kr sökum gengisfalls krónunnar . Eigið fé er að sama skapi neikvætt um 4 Stefán B . Gunnlaugsson, Ögmundur Knútsson og Jón Þorvaldur Heiðarsson: Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Rannsókna­ og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, 2010 . 13 . bls . 5 Þannig mætti hugsanlega leiða að því rök að kvótinn væri rangt skráður í bókum fyrirtækisins, sérstaklega ef hann sætti virðisrýrnunarprófi, enda um óefnislega eign að ræða . Virðisrýrnunarprófið byggir m .a . á núvirðingu sjóðsflæðis, en ef eignin hefur sjálfstætt markaðsvirði þá gildir það frekar til að meta hvort virðisrýrnun hefur farið fram . Sterk rök hníga samt að því að núvirðing sjóðsflæðis ætti hér betur við . Þannig myndi verðmæti kvótans sveiflast í takt við tekjurnar sem stafa af eigninni, að því gefnu að leyfilegt væri að endurmeta óefnislegar eignir til hækkunar í bókum fyrirtækja . 100 kr . Í ársreikningi fyrir árið 2008 er gríðarlegt tap gjaldfært vegna hækkunar skulda í bókum félagsins . En þar með er bara hálf sagan sögð, því tekjur fyrirtækisins eru jafnframt í erlendum gjaldmiðlum . Því má búast við hærri framlegð meðan gengi krónunnar helst veikt, og jafnframt meiri hagnaði eftir árið 2008 þegar tapið var gjaldfært . Dæmið snýst svo við ef krónan styrkist á ný, hagnaður myndast vegna lánsins, en framlegð minnkar og hagnaður um leið . Þetta kemur heim og saman við áðurnefnda skýrslu, en í henni kemur fram að EBIDTA­hlutfall6 íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafi hæst verið 25%7 árið 2008, enda er meginþorri útgjalda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í íslenskum krónum, s .s . kaup á kvóta, laun8 og annar rekstrarkostnaður . Veiking krónunnar hefur því jákvæð áhrif á þessa liði, að því gefnu að verð á þeim hækki ekki sem sumpart er vissulega óraunhæft . Þetta má sjá glöggt á myndinni á næstu síðuu . Aflaheimildir eru, líkt og hlutabréf, ávís­ un á vænt framtíðartekjuflæði .9 Munurinn er hins vegar sá, að framtíðartekjuflæði afla heimildanna eykst samhliða hækkun skuld anna, þ .e . nær allar tekjur íslenskra sjávar útvegsfyrirtækja eru í erlendum gjald­ miðli . Þær nægja því vel til að standa undir greiðslum á lánum vegna þeirra . Bókfært virði eignanna hækkar þó ekki, líkt og fram hefur komið, en við það verður eigið fé fyrirtækisins neikvætt . Það þýðir þó ekki að fyrirtækið geti ekki mætt fram tíðar­ skuldbindingum sínum . 6 EBIDTA hlutfall er EBITDA/Tekjur . 7 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 18 . bls . 8 Laun sjómanna eru reiknuð miðað við verðmæti afla, svo þetta á augljóslega ekki við um þau . 9 Hlutabréf geta lækkað í verði og þannig getur myndast neikvætt tekjuflæði af þeim . Líklegt er að aflaheimildirnar skili okkur alltaf einhverjum tekjum, þó svo að verðmæti þeirra á markaði sé breytilegt .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.