Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 48

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 48
46 Þjóðmál VOR 2011 vegar á Landsvirkjun og sjávarútveginum að starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar er dollar . Skuldir sjávarútvegarins geta því lækkað við styrkingu krónunnar, ólíkt skuldum Landsvirkjunar . Skuldir sjávarútvegarins hafa vissulega hækkað mikið . Er það í takt við önnur áföll sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir í kjölfar þeirra hörmunga sem hér riðu yfir árið 2008 . Nokkuð dökk mynd er dregin upp í áðurnefndri skýrslu af skuldastöðu sjávarútvegarins, en sömu sögu má segja um atvinnulífið allt, skuldastaðan versnaði heilt yfir . Enda fór svo að mörg fyrirtæki enduðu í gjörgæslu hjá bönkunum, ekki einungis sjávarútvegsfyrirtæki . Helsti munurinn á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum íslenskum fyrirtækjum er sá að þau fyrrnefndu hafa nær allar sínar tekjur í erlendri mynt . Því er óhætt að segja að erlendar lántökur voru, og eru, ekki jafn­ áhættusamar fyrir íslensk sjávar útvegs­ fyrirtæki og önnur fyrirtæki . Það er jafnframt heldur ósanngjarnt að taka eina atvinnugrein, sem styr hefur staðið um, og segja að skuldirnar séu allt of miklar . Það er ómálefnaleg umræða að stilla um­ ræðunni upp á þann veg að útgerðarmenn hafi farið illa að ráði sínu, skuld sett sig um of og því eigi að gera kvótann upp­ tækan, en megnið af skuldunum er þó séu ekki sambærileg sjávarútvegsfyrirtækjum, að því leyti að þau búi við lægri fjármagnskostnað og hafi minni endurfjármögnunarþörf . Ég er þessu ekki fyllilega sammála, því helstu eignir sjávarútvegsfyrirtækja eru fastafjármunir . Undir þann flokk falla skip, annar búnaður og kvóti . Þó svo að kvóti sé flokkuð sem óefnisleg eign, þá er tekjuflæðið sem stafar af þessari eign raunverulegt og rekjanlegt, ólíkt t .d . viðskiptavild . Virkur markaður er jafnframt með kvóta, en enginn kaupir viðskiptavild eina og sér . Kvóti er því talsvert frábrugðinn hvað þetta snertir . Sjávarútvegsfyrirtæki verður ekki rekið án kvóta, en til að styrkja stöðu sína á markaði tóku fyrirtækin lán fyrir kvótakaupum . Alþekkt er að fyrirtæki með mikið af efnislegum eignum, t .d . flugfélög, séu með hátt hlutfall skulda . Að sama skapi þolir sjávarútvegurinn einnig hátt hlutfall skulda . Hvert hámarkshlutfall þeirra er, er svo annað mál . einmitt til komið vegna kaupa á honum . Þeir voru leikendur á markaðinum, en stjórnuðu ekki þróun hans .13 Í því ljósi hafa jafnvel verið settar fram hugmyndir um að íslensk stjórnvöld ættu að neyða eigendur of skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja til að samþykkja ríkisaðstoð gegn eignarhlut í fyrirtækjunum .14 Jafnvel ætti hið opinbera einfaldlega að taka yfir tæknilega gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki í heild sinni . Því er svo til að svara að í fyrsta lagi á ríkið einungis einn banka, Landsbankann . Ríkið gæti því augljóslega ekki beitt áhrifum sínum nema í gegnum hann . Slíkt væri þó alls ekki réttlætanlegt, nema að því gefnu, að brýnir hagsmunir væru í húfi, þ .e . séð væri fram á að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar . Þá þyrfti ríkið augljóslega ekki að snúa upp á hendur neins, fyrirtækið væri einfaldlega tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri færi með eigur þess samkvæmt lögum þar um . Ekki á að gera fyrirtæki gjaldþrota einungis vegna þess að ríkið hefur það á stefnuskrá sinni að eignast kvótann aftur til úthlutunar . Engin lagaleg sanngirni væri fólgin í slíkri aðgerð . Að lokum langar mig að benda á hrópandi ósamræmi í skýrslunni: Misjafnt er þó eftir atvinnugreinum hversu há þessi kennitala má vera . Þar sem lítil endurfjárfestingaþörf er og félög búa við lágan fjármagnskostnað þá má þessi kennitala vera hærri . Hvorugt á nú við um íslenskan 13 Í því samhengi má benda á ábyrgð lánastofnana, en fljótlega eftir að bankarnir voru einkavæddir ruku skuldir sjávarútvegsfyrirtækja upp . Vert er að benda á hæstaréttardóm nr . 678/2008 . Málið var höfðað af eiganda minnihluta vegna umboðs sem meirihluti stjórnar hafði veitt framkvæmdastjóra til að ráðstafa málum, sem vanalega þarf stjórnarsamþykki til, á þann veg sem honum sýndist . Í því máli hafði lögmaður stjórnarminnihluta varað bankann við að umboð stjórnarmeirihluta væri mjög vafasamt . Dómurinn féllst á að umboðið væri ólöglegt . 14 Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur m .a . sett fram þessa hugmynd .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.