Þjóðmál - 01.03.2011, Page 51

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 51
 Þjóðmál VOR 2011 49 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þegar Orwell skaut fílinn George Orwell hét réttu nafni Eric Arthur Blair og fæddist 1903 á Ind­ landi, þar sem faðir hans var embættismað­ ur bresku nýlendustjórnarinnar . Eftir menntaskólanám á Bretlandi gekk hann í lögregluna á Indlandi . Var hann sendur til Búrma, sem þá var líka undir stjórn Breta, og starfaði þar í fimm ár, en ákvað síðan að gerast rithöfundur í Bretlandi . Hann var róttækur í stjórnmálaskoðunum, barðist í spænska borgarastríðinu, sem skall á 1936, særðist og sneri heim . Þar eð hann sagði hreinskilnislega frá tilraunum kommúnista til að kúga samherja sína í spænskra lýðveldishernum, gekk honum illa næstu ár að fá bækur sínar gefnar út, því að kommúnismi naut mikillar samúðar breskra menntamanna . Höfnuðu margir útgefendur hinni snjöllu dæmisögu hans, Dýrabæ, enda var hún með réttu talin ádeila á rússnesku byltinguna . Kom hún loks út 1945 og seldist vel . Á Íslandi var hún gefin út 1949 í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi .1 Lýsing Orwells á alræðisríkinu, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, kom út 1949, en ári síðar lést höfundurinn . Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar og Thorolfs Smiths birtist 1951 .2 Íslenskir kommúnistar þögðu við báðum þessum skáldsögum Orwells, enda var boðskapurinn þeim lítt að skapi . En þeir höfðu raunar verið fyrstir til að kynna verk hans á íslensku, því að í Rauðum pennum 1938 birtist fræg smásaga hans, „Þegar ég skaut fílinn,“ í íslenskun Halldórs Stefánssonar .3 1 . Smásaga Orwells er skrifuð í hinum einfalda og skýra stíl hans . Hún hefst eftirminnilega: „Mikill hluti íbúanna í Moulmein í Neðri­Búrma hataði mig .“4 Sögumaður er þar lögreglumaður, eins og Orwell var sjálfur um skeið . Hann finnur sárt til þess, hversu óvinsæl breska nýlendustjórnin er . Íbúarnir neyta jafnan færis til að hrekkja eða óvirða embættismenn hennar . Sögumaður tekur óvild íbúanna nærri sér, því að hann er sjálfur andstæðingur nýlenduveldis Breta, þótt hann fari leynt með það . „Allt, sem ég vissi, var það, að ég var milli steins og sleggju: öðrum megin einveldið, sem ég þjónaði, og hinum megin litlu, illkvittnu kvikindin, sem reyndu að eyðileggja mig í embætti mínu .“5 Honum finnst hann tvískiptur . Annar lítur á hina bresku stjórn sem óvelkomið aðskotadýr; hinn á enga ósk heitari en reka byssusting í kvið Búddaprestanna, sem skæla sig framan í hann . „Slíkur tilfinningaruglingur er hið eðlilega ástand afkvæma einveldisins .“ Dag einn fær sögumaður boð um það, að taminn fíll hafi ærst í útjaðri borgarinnar,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.