Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 51

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 51
 Þjóðmál VOR 2011 49 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þegar Orwell skaut fílinn George Orwell hét réttu nafni Eric Arthur Blair og fæddist 1903 á Ind­ landi, þar sem faðir hans var embættismað­ ur bresku nýlendustjórnarinnar . Eftir menntaskólanám á Bretlandi gekk hann í lögregluna á Indlandi . Var hann sendur til Búrma, sem þá var líka undir stjórn Breta, og starfaði þar í fimm ár, en ákvað síðan að gerast rithöfundur í Bretlandi . Hann var róttækur í stjórnmálaskoðunum, barðist í spænska borgarastríðinu, sem skall á 1936, særðist og sneri heim . Þar eð hann sagði hreinskilnislega frá tilraunum kommúnista til að kúga samherja sína í spænskra lýðveldishernum, gekk honum illa næstu ár að fá bækur sínar gefnar út, því að kommúnismi naut mikillar samúðar breskra menntamanna . Höfnuðu margir útgefendur hinni snjöllu dæmisögu hans, Dýrabæ, enda var hún með réttu talin ádeila á rússnesku byltinguna . Kom hún loks út 1945 og seldist vel . Á Íslandi var hún gefin út 1949 í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi .1 Lýsing Orwells á alræðisríkinu, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, kom út 1949, en ári síðar lést höfundurinn . Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar og Thorolfs Smiths birtist 1951 .2 Íslenskir kommúnistar þögðu við báðum þessum skáldsögum Orwells, enda var boðskapurinn þeim lítt að skapi . En þeir höfðu raunar verið fyrstir til að kynna verk hans á íslensku, því að í Rauðum pennum 1938 birtist fræg smásaga hans, „Þegar ég skaut fílinn,“ í íslenskun Halldórs Stefánssonar .3 1 . Smásaga Orwells er skrifuð í hinum einfalda og skýra stíl hans . Hún hefst eftirminnilega: „Mikill hluti íbúanna í Moulmein í Neðri­Búrma hataði mig .“4 Sögumaður er þar lögreglumaður, eins og Orwell var sjálfur um skeið . Hann finnur sárt til þess, hversu óvinsæl breska nýlendustjórnin er . Íbúarnir neyta jafnan færis til að hrekkja eða óvirða embættismenn hennar . Sögumaður tekur óvild íbúanna nærri sér, því að hann er sjálfur andstæðingur nýlenduveldis Breta, þótt hann fari leynt með það . „Allt, sem ég vissi, var það, að ég var milli steins og sleggju: öðrum megin einveldið, sem ég þjónaði, og hinum megin litlu, illkvittnu kvikindin, sem reyndu að eyðileggja mig í embætti mínu .“5 Honum finnst hann tvískiptur . Annar lítur á hina bresku stjórn sem óvelkomið aðskotadýr; hinn á enga ósk heitari en reka byssusting í kvið Búddaprestanna, sem skæla sig framan í hann . „Slíkur tilfinningaruglingur er hið eðlilega ástand afkvæma einveldisins .“ Dag einn fær sögumaður boð um það, að taminn fíll hafi ærst í útjaðri borgarinnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.