Þjóðmál - 01.03.2011, Side 59
Þjóðmál VOR 2011 57
Alissa Zinovievna Rosenbaum fæddist í Pétursborg í Rússlandi 2 . febrúar 1905 .
Foreldrar hennar voru gyðingar í millistétt .
Apótek föður hennar var tekið eignarnámi
eftir byltinguna 1917 og fjölskyldan
hrökklaðist suður á Krímskaga, sem enn
var undir stjórn hvítliða . Eftir að ró komst
á fluttust þau þó aftur til Pétursborgar, þar
sem Alissa nam sagnfræði og heimspeki á
árunum 1921–24 . Þar hreifst hún einkum
af heim speki Aristótelesar og Nietzsches og
skáldskap Hugos, Dostoyevskys og Schillers .
Rosenbaum hugði á feril sem rithöfundur
og handritshöfundur, en sá ekki fram á bjarta
framtíð í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem
listamenn, sem og aðrir, höfðu takmarkað
frelsi til orðs og æðis . Hún flutti því til
Bandaríkjanna, þar sem hún tók upp nafnið
Ayn Rand . Hún náði fljótt tökum á ensku
og sá sér farborða með handritaskrifum og
fleiru í kvikmyndaborginni Hollywood .
Árið 1936 kom út fyrsta skáldsaga hennar,
Við hin lifandi (e . We the Living); drama
tísk saga um átök einstaklingsins við ríkis
valdið, sem hún byggði að hluta til á eigin
lífi . Næstu tvo áratugina skrifaði Ayn Rand
tvær stórar skáldsögur, Uppsprettuna (e . The
Fountainhead), sem kom út 1943, og Undirs-
töðuna (e . Atlas Shrugged), sem kom út 1957 .
Í Uppsprettunni lýsir hún nokkrum mann
gerðum og hvernig þær takast á . Sú mann
gerð sem birtist í aðalsöguhetjunni, arki tekt
inum Howard Roark, kallar hún skapara
(e . creator) . Skaparar eru frum kvöðlar í
vísindum, tækni, listum, heim speki, við
skiptum og fleiru . Þeir beita skyn semi sinni á
heiminn, eru óháðir og fara sínar eigin leiðir,
en skeyta ekkert um við horf og skoðanir
annarra . Uppspretta sköp unar gáfunnar, að
mati Rands, er hjá fólki sem leyfir sér að
skynja og túlka heiminn milli liða laust .
Roark er ekki beint hinn dæmigerði fyrir
myndareinstaklingur . Hann er þrjóskur
einfari, sem helgar sig vinnu og hugsjónum .
En það eru einmitt rótgrónar hugmyndir
um kosti og lesti sem Ayn Rand gagnrýnir .
Hún dregur upp nýja sýn á manninn, á
dyggðirnar, og hvernig lífinu er vel varið .
Einstaklingum er stillt upp gegn múgnum .
Spurningin sem fólk eins og Roark spyr sig,
er „hvað vil ég?“, en ekki „hvað vilja aðrir?“
– Hann kýs að vera sjálfstæður og óháður
Ásgeir Jóhannesson
Grundvöllur nýrrar
róttækni
Ayn Rand og heimspeki hennar