Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 15

Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Lionsklúbburinn Víðarr færði nýlega legudeild hjarta- og lungnaskurðdeild- ar 12E á Landspítala Hringbraut að gjöf brjóstholsdren af nýjustu gerð. Á deildinni liggja sjúklingar eftir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðir og/ eða brjóstholsáverka. Stór hluti sjúk- linganna fær brjóstholsdren og eru þessi tæki því stöðugt í notkun, segir í frétt frá Landspítalanum. Brjósthols- dren af þeirri tegund sem nú var gefið er með hleðslurafhlöðu sem gerir sjúklingum kleift að komast fyrr á fætur en ella og flýtir þannig fyrir bata þeirra. Hópur félagsmanna í Lions- klúbbnum Víðarr afhenti gjöfina form- lega á hjarta- og lungnaskurðdeild 12E þriðjudaginn 2. september síðast- liðinn. Voru þeim færðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Við það tæki- færi var meðfylgjandi mynd tekin af Lionsmönnum og starfsfólki deildar- innar. Heildarverðmæti tækisins er nærri 700.000 krónur. Flýtir fyrir bata hjartasjúklinga Ljósmynd/Landspítali Dómnefnd hefur skilað umsögn um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Emb- ættið var auglýst þann 12. júní sl. og bárust alls sjö umsóknir. Samkvæmt lögum um dómstóla fór innanríkisráðuneytið þess á leit við dómnefnd að hún léti í té um- sögn um hæfni umsækjenda og skil- aði hún umsögn sinni þann 1. sept- ember sl. Niðurstaða dómnefndar- innar var sú að þrír umsækjenda væru hæfastir til að hljóta skipun í embættið og að ekki væru efni til að gera upp á milli hæfni þeirra, segir í frétt frá ráðuneytinu. Þeir eru: Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Lárentsínus Kristjánsson hæsta- réttarlögmaður og Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands. Auk þeirra sóttu um embættið þau Berglind Bára Sigur- jónsdóttir, skrifstofustjóri umboðs- manns Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður um- boðsmanns Alþingis, Stefanía G. Sæmundsdóttir, settur saksóknari, og Stefán Erlendsson, héraðsdóms- lögmaður og lögfræðingur hjá Vegagerðinni. Þrír taldir hæfastir til að gegna emb- ætti héraðsdómara Morgunblaðið/Þorkell Í dag, föstudag- inn 11. sept- ember kl. 16.00, verður kaflinn Eiði-Þverá á Vestfjarðavegi formlega opn- aður á hefðbund- inn hátt. Ólöf Nordal innanríkisráð- herra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vega- málastjóra. Athöfnin fer fram við áningarstað sem er rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð. Vestfjarðavegur (60) er aðal- samgönguæð sunnanverðra Vest- fjarða. Hinn nýi vegur sem nú er formlega tekinn í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálka- firði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um 8 km. Vegurinn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upp- hafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að lokakostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi, segir í frétt frá Vega- gerðinni. Nýr vegur opnaður formlega í dag Ólöf Nordal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.