Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Nýja haustlínan er komin í verslanir Sölustaðir: Hagkaup • Debenhams • Intersport • Jói Útherji • Herrahúsið • Karlmenn • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Bjarg – Akranesi • Pex – Reyðarfirði og Neskaupsstað • Joe´s – Akureyri • Axeló – Vestmannaeyjum Sportbær Skóbúð – Selfossi • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag Skagfirðinga • Siglósport – Siglufirði K-Sport – Keflavík • Verslunin Tákn – Húsavík • Barón – Selfossi • Sentrum – Egilsstöðum Blómsturvellir – Hellissandi • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Ísafirði • Efnalaug Dóru – Höfn Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Rúmlega 100.000 manns var ráðlagt að forða sér frá heimilum sínum í grennd við Tókýó vegna flóða og skriðufalla eftir steypiregn sem fylgdi fellibyl. Slökkvi- liðsmenn og hermenn björguðu að minnsta kosti 260 manns í Joso, 65.000 manna bæ, og fleiri bæjum norðan við höfuðborgina. Talið var í gær að um 200 manns til viðbótar biðu enn eftir aðstoð á heimilum sínum og öðr- um húsum þar sem þau urðu innlyksa í náttúruhamför- unum. Hluti hótelbyggingar sést hér hrynja í á sem beljaði mórauð fram og hreif með sér heilu húsin. AFP Beljandi á í vatnavöxtum hreif með sér hús Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjöldi steingerðra beina áður óþekktrar ættkvíslar manna fundust djúpt í iðrum hella nærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Alls fundust bein úr fimmtán einstak- lingum tegundarinnar, sem hefur hlotið nafnið Homo naredi. Fundur- inn er sá stærsti sinnar tegundar í Afríku. Ekki liggur enn fyrir hversu gömul beinin eru en Lee Berger, sem stjórnar rannsókninni, telur að na- redi gæti hafa verið á meðal fyrstu tegunda manna og hafi lifað í Afríku fyrir allt að þremur milljónum ára. Beinin sem fundust voru af ein- staklingum af báðum kynjum og öll- um aldri. Homo naredi er ólík öllum öðrum tegundum manna sem hafa fundist í Afríku. Tegundin er með ör- lítinn heila, á stærð við górilluheila, og mjaðmagrind hans og herðar eru frumstæðar. Mikilvæg uppgötvun Chris Stringer, prófessor við þjóð- minjasafnið í London (National History Museum), segir um mikil- væga uppgötvun að ræða. „Það sem við sjáum eru sífellt fleiri tegundir sem benda til þess að nátt- úran hafi verið að prófa sig áfram með hvernig hún ætti að þróa menn og þannig varð til fjöldi mismunandi tegunda sem líkjast mönnum á svip- uðum tíma á mismunandi svæðum Afríku. Aðeins ein ættkvísl lifði hins vegar á endanum af og varð að okk- ur,“ segir Stringer. Telja sig hafa fundið grafhýsi Það var ekki einfalt mál að finna steingervingana og ein forvitnileg- asta spurningin um þá er hvernig beinin komust niður í hellana. Hópur fornleifafræðinga þurfti að smeygja sér niður í þröng neðanjarðargöng sem liggja úr Helli hinnar rísandi stjörnu. Smávaxnar konur voru valdar úr hópnum vegna þess hversu þröng göngin voru. Þær skriðu í gegnum myrkrið með luktir á höfð- inu í tuttugu mínútur þangað til þær fundu hólf þar sem hundruð beina var að finna. Vísindamennirnir telja sig hafa fundið grafhýsi. Homo naredi-fólkið virðist hafa borið hina látnu djúpt inn í hellana og komið þeim fyrir í hólf- inu. Sé sú kenning á rökum reist bendir það til þess að naredi hafi ver- ið fær um að tileinka sér helgisiði og mögulega táknræna hugsun. Fram að þessu hefur verið talið að þeir hæfileikar hafi ekki orðið til í mönn- um fyrr en á síðustu 200.000 árunum. Fundu áður óþekkta ætt- kvísl manna AFP Rannsókn Prófessorarnir Peter Schmidt og John Hawks skoða bein. AFP Homo naredi Ævaforn mannabein sem fundust í hellum í Suður-Afríku. Vísindamenn við Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg rannsaka þau.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.