Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Arvo Pärt, fæddist þann 11. september, árið 1935 í Paide í Eistlandi. Paide er lítill bær sem hefur lítið breyst frá barnæsku Arvos. Hann hefur lýst því sjálfur sem þorpi þar sem lífið leið áfram á rólegan og einfaldan hátt. For- eldrar Arvo skildu þegar hann var þriggja ára og mamma hans flutti með hann til Rakvere, nokkuð stærri borgar í norð-austurhluta Eistlands, miðja vegu milli Tallinn og St. Pétursborgar. Rakvere er dæmigerð eistnesk borg með lág- reistum timburhúsum og miðborg frá miðöldum ásamt rústum af kastala þar sem börnum þykir gaman að leika sér. Til er falleg saga af Arvo frá því hann var lítill strákur í Rakvere. Í miðju þorpinu var torg og á miðju torginu var lít- ill turn þar sem útvarpað var tón- list. Arvo hjólaði hring eftir hring í kringum turninn og hlustaði. 1953 flutti Arvo til Tallinn þar sem hann lærði tónsmíðar í konservatoríinu hjá Heino Eller, sem sjálfur hafði stundað nám í St. Pétursborg, á fiðlu hjá Leopold Auer og tónsmíðar hjá Alexander Glazunov. Aðgangur að upplýs- ingum var mjög takmarkaður í Sovétríkjunum og það gilti líka um tónlist. Heino Eller, sem fylgdist alla tíð með því sem hann komst yfir af nýrri tónlist, líka úr vestr- inu, komst yfir bækur Herberts Eimerts og Ernsts Kreneks um tólftóna tónsmíðatækni. Arvo gat því lesið bækur sem voru strang- lega bannaðar í Sovétríkjunum og þannig lært um hluti sem flestum voru huldir. Þannig hófst hans fyrsta tónsmíðaskeið sem kennt er við þessa tónsmíðatækni. Sú tón- list er í engu lík þeirri sem við eig- um að venjast frá Pärt í dag. Arvo sagði síðar um þetta tímabil að honum þætti erfitt að tala um hluti sem gerðust fyrir svo löngu: „En ég get fullvissað þig um að sálarlíf mitt á þessum tíma var svo sprungum brostið að þegar maður ber það saman við andrúmsloft og tónmál tólftónatónlistar virkar hún vinsamlegri.“ Tilraunir Pärts með vestræn áhrif á tónlist sína leiddu hann strax í ónáð hjá stjórnvöldum en það var ekki fyrr en hann samdi Credo (trúarjátningu) að steininn tók úr. Verkið var frumflutt við gríðarlega góðar undirtektir áheyrenda en síðan var hann boð- aður í yfirheyrslu, honum varð ljóst að hann væri kominn út í horn. En fleira hvíldi á Pärt. Hann var hvorki ánægður með tónlistina sem hann samdi né líf sitt á þess- um tímapunkti. Hann var í tónlist- ar- og tilvistarlegu öngstræti. Næstu átta árin leitaði Arvo að sínu eigin tónmáli, þetta var ekki einungis tónlistarleg leit heldur líka and- leg. Arvo og kona hans, Nora, snerust til rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar og má segja að andlegt inn- tak tónlistar Pärts komi síðan úr þeirri átt. Einn af upphafs- punktum leitarinnar var þó þar sem hann var staddur í bókabúð í Harju stræti í Tall- inn. Þar var verið að spila gregoríska tón- list. Hann komst svo að orði: „Lífið var svo fátækt og tilgangs- laust. Hvílík fegurð sem ég uppgötvaði í gegnum gamla tón- list! Ég átti alla þessa vini allt um kring en síðan heim- sótti ég af tilviljun þessa bókabúð í Harju stræti... tónlistin hlýtur að búa yfir einhverjum kröftum fyrst að hún getur hrifið mann svona. … Þetta byrjaði dropa fyrir dropa. Rétt eins og sakleysi getur horfið dropa fyrir dropa. Þú verður að taka lítil skref afturábak og horf- ast í augu við það sem áður sneri í bak þitt.“ Arvo tók að kynna sér gamla tónlist. Hann talaði um að það eina sem hann vildi væri ein laglína sem lifði og andaði sjálf, „hrein laglína, nakin rödd sem er grunn- ur alls annars“. Þessi eina rödd, þessi eining sem Arvo talar þarna um, varð miðpunktur leitar hans. Það var ekki fyrr en hann gafst í rauninni upp og viðurkenndi fyrir sjálfum sér að ein rödd væri ekki nóg að hann fann það sem hann leitaði. Árið 1976 byrjaði hann að prófa að setja inn aðra rödd sem lék alltaf eina af þremur röddum sama þríhljómsins meðan laglínan leið frjálslega áfram. Á þessum tímapunkti var eins og allar flóðgáttir brystu og tónlistin streymdi fram. Árið 1977 samdi hann 16 verk, mörg þeirra eru á meðal þekktustu verka hans í dag, þar á meðal Fratres (Bræður). Árið 1980 flúði Pärt með fjölskyldu sína frá Sovétríkjunum. Þau voru fyrsta árið í Vín í Austurríki en settust síðan að í Berlín þar sem þau bjuggu næstu 20 árin. Á þeim tíma komst Pärt í samband við Manfred Eicher, eig- anda ECM-hljóm- plötuútgáfunnar, sem er útgefandi hans enn þann dag í dag. Árið 1984 kom út fyrsta platan í samstarfi þeirra, Tabula Rasa, sem hefst einmitt á verkinu Fratres. Miðað við flutning tónverka er Pärt vin- sælastur núlifandi tónskálda í heiminum. Arvo Pärt býr ásamt konu sinni í Laulasmaa, tæpa 40 km fyrir ut- an Tallinn. Kammersveit Reykjavíkur flytur Fratres í fimm útsetningum Pärts í Langholtskirkju að kvöldi föstu- dags 11. september. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kammersveitin flytur þetta verk heldur gerði hún það einnig á sama stað árið 1998. Pärt var sjálfur á þeim tónleikum og má segja að koma hans hingað þá hafi orðið kveikjan að því að hann samdi verk fyrir Evrópukór ungmenna sem flutt var á árinu 2000 undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Í tilefni af því kom Pärt hingað til lands í annað sinn og fylgdist með æfingum kórsis í Reykholti í Borgarfirði. Kammersveitin hyllir Arvo Pärt áttræðan Eftir Pál Ragnar Pálsson »Miðað við flutning tón- verka er Pärt vinsælastur nú- lifandi tónskálda í heiminum. Páll Ragnar Pálsson Höfundur er tónskáld. Tónskáldið Arvo talaði um að það eina sem hann vildi væri ein laglína sem lifði og andaði sjálf, „hrein laglína, nakin rödd sem er grunnur alls annars“. Ljósmynd/CC: K. Kikkas Þýsku rannsókna- samtökin Helmholz eru í ár 20 ára gömul og hafa í tvö ár gefið út vandað tímarit annan hvern mánuð með ágripi valinna efna rannsóknanna. Starfsmenn eru um 38.000 og hafa til um- ráða um 4 milljarða evra, að meiri hluta opinbert fé. Af starfs- liðinu eru um 15.000 vísindamenn, yfir 6.000 doktorar og yfir 1.600 í starfsþjálfun. Árið 2013 nýttu 8.534 erlendir vísindamenn sér aðstöð- una hjá Helmholz. Í Helmholz Per- spektiven nr. 02 2015 er yfirlits- grein með heiti þessa pistils og tipla ég á sumu af því sem mér finnst áhugavert í henni. Síðan 2008 hefur farið af stað viðtæk rannsókn á bakteríum í og á mannslíkamanum en talið er að þar muni finnast nálægt 100 millj- arðar baktería, sveppa og vírusa. Þetta er tíu sinnum fleira en allar frumur líkamans til samans. Án þeirra gætum við ekki þrifist, því þær sjá okkur fyrir næring- arefnum og hjálpa okkur við að melta matinn. Hætta myndast bara þegar óboðnar gestabakteríur ná að fjölga sér eða stöðugt jafnvægi örvera líkamans raskast. Manns- augað greinir ekki minna en 0,1 mm og flestar einfrumuörverur eru smærri en það. Það er fyrst 1677 að Hollendingurinn Leeuwenhook lýsir bakteríum með hjálp smásjár sem er aðaltækið enn í dag. Það var svo Frakkinn Pasteur sem á árunum 1857-1876 skýrði gerj- unina, eða líf án súrefnis. Þjóðverj- inn Koch uppgötvaði síðan að bakt- eríur yllu sjúkdómum: miltisbrandi og berklum, 1876 og 1882. Það var svo 1928 sem bakteríudrepandi fúkkalyfið penisillín var þróað af Alexander Fleming. 1983 sýndu Ástralarnir Marshall og Warren fram á að magabakterían Helico- bakter pylori gæti valdið magasári. Bara í þörmunum eru taldar vera 10.000 tegundir og í ristlinum einum eru um 2 kg af örver- um. Mikill fjöldi mis- munandi gerla er líka á tönnum okkar. Við einn tungukoss er áætlað að um 80 millj- ónir örvera fari á milli. Bara 1% baktería eru þekktar í dag. Við get- um einfaldlega ekki lif- að án baktería okkar sem færa okkur vítamín og næringu, eyða úr- gangi og vernda okkur fyrir alls kyns sjúkdómum. Það er því unnið að því um þessar mundir að virkja bakteríur, genabreyttar, til að lækna sjúkdóma. Þetta gæti notast t.d. líkt og efna- og geislameðferð við krabbameinslækningar. Allar bakteríur í okkar hafa alls um 8 milljónir gena en við sjálf aðeins rúm 22.000. Bakterían Clostridium botulinum, sem öll niðursuða mat- væla byggist á að eyða, er svo eitr- uð að 1 kg eiturs hennar myndi nægja til að útrýma mannkyninu! Elsta lifandi vera á jörðinni er ein- mitt baktería sem fannst árið 2000 í Mexíkó og er talin 250 milljón ára gömul. Bakteríur og sveppar sjá um að brjóta niður lífrænt efni í náttúrunni og eru ómissandi til að viðhalda þannig hringrás lífefn- anna. Ég hvet alla sem geta og hafa áhuga á nýjustu vísindum og ransóknum að skoða Helmholz Per- spektiven á netinu (gúggla: helm- holtz.de/perspektiven ). Vinir okkar, bakteríurnar Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Örverur í og á okkur eru tíu sinnum fleiri en frumur okkar. Við eigum allt undir því komið að bakteríuflóra okkar sé í jafnvægi. Höfundur er efnaverkfræðingur. Þrettán borð í Gullsmára Góð mæting var í Gullsmára mánudaginn 7. september. 26 pör mættu til leiks. Úrslit í N/S: Pétur Antonss. - Guðlaugur Nielsen 344 Ari Þórðarson - Sigurður Björnss. 313 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 305 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 292 Unnar Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 290 A/V Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 348 Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 317 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 298 Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 297 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 297 Sveit Lögfræðistofunnar vann bikarkeppnina Sveit Lögfræðistofu Íslands sigr- aði í bikarkeppni Bridssambandsins sem lauk um helgina. Sveitin spilaði til úrslita gegn svein Skjanna. Loka- tölur 175-117. Í sigursveitinni spiluðu Jón Bald- ursson, Sigurbjörn Haraldsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jóns- son, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.