Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
✝ Magnea Garð-arsdóttir fædd-
ist á Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit 17.
september 1928.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akureyrar 1.
september 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Kristrún
Guðlaug Sigurð-
ardóttir, f. 18.5.
1905, d. 21.9. 1985,
og Garðar Sigurgeirsson, f. 6.9.
1899, d. 21.7. 1980. Þau bjuggu á
Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit.
Systkini Magneu eru Sigurður, f.
31.5. 1930, Sigurgeir, f. 21.2.
1933, og Helga, f. 21.4. 1946.
Magnea giftist 17.9. 1949 Hall-
grími Aðalsteinssyni, f. 24.6.
1918, d. 12.10. 2004. Foreldrar
Hallgríms voru Pálína Hall-
grímsdóttir, f. 23.7. 1891, d. 3.4.
1925, og Aðalsteinn Magnússon,
f. 10.9. 1892, d. 17.11. 1953. Börn
Magneu og Hallgríms eru: 1) Að-
alsteinn, f. 12.4. 1955, maki Ásdís
Einarsdóttir, f. 20.7. 1958, börn
þeirra eru: a) Einar Örn, maki
skólanum á Laugarlandi. Árið
1954 stofnuðu Magnea og Hall-
grímur nýbýli sem þau nefndu
Garður. Byggðu þau upp fyr-
irmyndarbú og allan þeirra bú-
skap var gestkvæmt í Garði. Þar
nutu ættingar og vinir gestrisni
þeirra um lengri eða skemmri
tíma. Þau bjuggu í Garði allt til
ársins 1981 er þau settust að á
Akureyri. Þá tóku synir þeirra
og tengdadætur við búskapnum í
sveitinni.
Á Akureyri vann Magnea á
saumastofu í nokkur ár og síð-
ustu ár starfsævinnar á Kristnes-
spítala. Hún var félagi í kven-
félaginu Öldunni í
Eyjafjarðarsveit, en starfið þar
veitti henni mikla ánægju. Magn-
ea var einnig mjög virk í félagi
aldraðra í Eyjafjarðarsveit. Þar
hitti hún vikulega sína gömlu
sveitunga og mörg af hennar
listaverkum urðu til. Magnea var
mikil hannyrðakona og eftir
hana liggur fjöldi listaverka sem
afkomendur hennar hafa fengið
að njóta. Hún hafði mikla ánægju
af að fara í leikhús, á tónleika og
að ferðast með vinum og vanda-
mönnum, jafnt innanlands sem
utan.
Útför Magneu fer fram frá
Munkaþverárkirkju í dag, 11.
september 2015, og hefst athöfn-
in kl. 13.30.
Sesselja I. Barðdal,
b) Hallgrímur, c)
Magnús, í sambúð
með Valgerði Guð-
rúnu
Valdimarsdóttur. 2)
Kristrún, f. 14.8.
1956, maki Sig-
urgísli Sveinbjörns-
son, f. 7.8. 1955,
börn þeirra eru: a)
Anna María, í sam-
búð með Þresti Guð-
mundsyni, b) Lína Björg, í sam-
búð með Þorvaldi Þorgeirssyni.
3) Garðar, f. 2.3. 1958, maki Þór-
unn Inga Gunnarsdóttir, f. 24.2.
1959, börn þeirra eru: a) Magn-
ea, maki Guðmundur Óli
Tryggvason, b) Viðar, maki
Heiðdís Dögg Sigurbjörnsdóttir,
c) Ebba Karen, í sambúð með
Bjarna Jakobi Gunnarssyni. 4)
Pálína Guðrún, f. 14.12. 1959,
maki Hergeir Einarsson, f. 27.11.
1960, börn þeirra eru: a) Hilmar
Örn, b) Herdís. Langömmubörn-
in eru orðin 14.
Eftir hefðbundna skólagöngu
var Magnea tvö ár í Húsmæðra-
Elsku mamma.
Nú er komið að kveðjustund
og margs er að minnast. Ég man
þig sitja við saumavélina á kvöld-
in þegar við fórum að sofa og að
morgni varstu búin að galdra
fram fínustu kjóla og jakkaföt á
okkur systkinin.
Mér er það minnisstætt þegar
þú klæddir mig í klofháa lopa-
sokka utan yfir stígvélin að vetri
til svo snjórinn færi ekki ofan í
þau.
Alltaf tókuð þið pabbi vel á
móti öllum gestum, eins og til
dæmis þegar frænkurnar Pála
og Gunna mættu, þá var nú ald-
eilis gaman.
Ég man þegar ég fór í fyrsta
flugið mitt, þú fórst með mig til
augnlæknis í Reykjavík, þá átt-
um við góðar stundir saman bara
við tvær.
Eftir að þið fluttuð til Akur-
eyrar þá er mér minnisstætt
blómahafið á svölunum, allt var
svo flott og fínt þar eins og ann-
ars staðar. Þakka þér fyrir um-
hyggju þína fyrir mér og mínum
sem og öðrum, alltaf að spyrjast
fyrir um líðan allra. Þú fylgdist
vel með hvað allir tóku sér fyrir
hendur. Ég á eftir að sakna bíl-
túranna okkar í sveitina og að
koma til þín og faðma þig. Nú
ertu komin í faðm pabba, sem þú
varst farin að þrá svo. Hafðu
þökk fyrir allt og allt, þín dóttir,
Kristrún.
Elsku mamma.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund leita minningarnar fram í
hugann. Minningar, sem eru svo
fallegar og dýrmætt að varð-
veita. Mamma mín, þú skipaðir
svo stóran sess í lífi mínu. Þú
hvattir mig áfram í öllu sem ég
tók mér fyrir hendur og studdir
mig og fjölskyldu mína. Minn-
ingar mínar frá æskuárunum í
Garði eru yndislegar. Þar byggð-
uð þið pabbi upp sannkallaðan
sælureit.
Vinnudagurinn þinn við úti-
verkin og heimilishaldið var oft
langur. Í þá daga var ekki hlaup-
ið út í búð til að kaupa tilbúnar
vörur. Nei, allt var heimatilbúið
og ófáar flíkurnar voru saumað-
ar á okkur systkinin. Gestkvæmt
var hjá ykkur og oft einhver
aukabörn í sumardvöl að njóta
sveitasælunnar. Þá var líf og fjör
í sveitinni.
Þegar aldurinn fór að færast
yfir fluttuð þið pabbi til Akureyr-
ar en synirnir tóku við búskapn-
um. Þar komuð þið ykkur vel fyr-
ir í fallegri íbúð sem þú bjóst í
allt til æviloka. Á heimilinu mátti
sjá þess merki að þar bjó mikill
fagurkeri.
Þú varst listfeng og allt sem
viðkom hannyrðum og föndri lék
í höndunum á þér. Það var ynd-
islegt að dvelja hjá þér í öll þau
skipti sem ég kom norður. Þú
varst líka dugleg að heimsækja
okkur suður, nú síðast í júlí síð-
astliðnum. Alltaf varst þú mætt
til að hjálpa ef eitthvað stóð til,
flutningur, skírn, útskrift eða af-
mæli.
Þú fylgdist af áhuga með hvað
börnin og barnabörnin voru að
aðhafast. Svo var einnig með
barnabarnabörnin sem komu í
heiminn eitt af öðru, það síðasta
tveimur dögum fyrir andlát þitt.
Þú sýndir okkur ómælda um-
hyggju, kærleika og ást. Við
Hergeir og börnin mín, Hilmar
Örn og Herdís, fengum svo sann-
arlega að njóta þess þegar við
komum í heimsókn til þín.
Það verður erfitt að halda
áfram. Engar símhringingar
munu berast frá þér, en varla
leið sá dagur að við töluðumst
ekki við í síma. Þú kvaddir okkur
óvænt en aðeins tveimur dögum
fyrr fögnuðum við saman stór-
afmæli elsta barnabarns þíns.
Hafðu þökk fyrir öll heilræðin,
hvatninguna, umhyggjuna og
kærleikann. Minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Þín dóttir,
Pálína.
Elsku besta amma.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga okkar er: „Ömmur eru
englar í dulargervi.“ Tilhugsunin
um að ganga inn í Skarðshlíðina
án þess að fá að knúsa þig er erf-
ið. Móttökurnar voru alltaf ynd-
islegar, faðmurinn, brosið og
hlýjan. Allar kræsingarnar sem
bornar voru á borð og síðast en
ekki síst spjallið um allt milli
himins og jarðar. Það var ómet-
anlegt að hafa haft þig við hlið
okkar í uppvextinum, þú fagn-
aðir öllum okkar áföngum,
stórum sem smáum og verðum
við ævinlega þakklát því að hafa
haft þig í lífi okkar.
Nú erum við orðin fullorðin,
komin með okkar fjölskyldur og
búum á mismunandi stöðum í
heiminum. Við munum ávallt
minnast þín, segja börnum okkar
og barnabörnum frá brosi þínu
og hlýju. Sýna þeim fallegu
handavinnuna þína og leyfa þeim
að smakka alvöru súkkulaði með
rjóma, alveg eins og þú gerðir.
Við hugsum til jólanna, því um
hverja jólahátíð kom fjölskyldan
saman í hátíðlegt jólaboð til þín
sem skilur eftir ómetanlegar
minningar.
Missirinn er mikill en við
huggum okkur við það að nú ert
þú hjá Halla afa.
Hvíldu í friði elsku amma.
Ástarkveðjur,
Magnea, Viðar og
Ebba Karen.
Elsku amma Madda mín, núna
er komið að kveðjustund.
Takk fyrir öll þau augnablik
sem við höfum upplifað saman.
Nú lifa þau áfram sem minning-
ar sem ég mun aldrei gleyma.
Ófáu heimsóknirnar í Skarðs-
hlíð og bakkelsi með kvöld-
kaffinu. Þú hvattir mig ávallt
áfram og kenndir mér að borða
fisk. Þú gafst mér oft góð heil-
ræði og gafst svo bestu fóta-
nuddin.
Elsku amma Madda mín hvílir
nú í friði.
Hilmar Örn Hergeirsson.
Magnea
Garðarsdóttir
✝ RafnhildurKatrín Árna-
dóttir fæddist á
Fáskrúðsfirði 18.
nóvember 1924.
Hún lést 3. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína Sig-
urðardóttir, f. 9.12.
1886, d. 8.3. 1957,
og Árni Gíslason,
f. 26.8. 1893, d.
4.11. 1965, bændur í Brimnes-
gerði við Fáskrúðsfjörð og þar
ólst Rafnhildur upp við venju-
leg sveitastörf.
Hún var þriðja í röð fjögurra
systkina, þau hétu Gunnlaugur,
Aðalheiður og Gísli, sem öll eru
látin.
Rafnhildur fór ung að heim-
an og vann fyrir sér m.a. í fisk-
vinnslu í Vestmannaeyjum og
við framreiðslustörf í Reykja-
vík. Þar kynntist hún ungum
leigu- og langferðabílstjóra,
Guðmundi Árna Guðjónssyni, f.
eiga þau þrjú börn og sex-
barnabörn. Jónína, f. 25.3.
1953, maki Ásgeir Kristjánsson
og eiga þau fjögur börn og átta
barnabörn. Þórir, f. 14.6. 1959,
ókvæntur og barnlaus.
Á Akranesi vann Rafnhildur
oftast við fiskvinnslu í Fiskiveri
og Heimaskaga og víðar en síð-
ustu starfsárin vann hún á
Sjúkrahúsi Akraness.
Rafnhildur og Guðmundur
voru náttúruunnendur. Ræktun
og gróður voru sameiginleg
áhugamál.
Árið 1988 fengu þau hjón af-
not af átta hekturum lands í
Klapparholti fyrir innan Akra-
nes þar sem þau plöntuðu
mörg þúsund plöntum af ýms-
um tegundum. Þennan unaðs-
reit önnuðust þau í 18 ár. Þá
skiluðu þau Akranesbæ svæð-
inu með tugþúsundum trjá-
plantna og er þar nú gull-
fallegt útivistarsvæði og
sælureitur. Þau tileinkuðu for-
eldrum sínum þetta starf og
markmiðið var að skila sam-
félagi sínu og komandi kyn-
slóðum áþreifanlegum verð-
mætum.
Útför Rafnhildar Katrínar
fer fram frá Akraneskirkju í
dag, 11. september 2015, kl. 13.
9.8. 1921, d. 3.7.
2007, sem varð
hennar lífsföru-
nautur.
Guðmundur var
Akurnesingur,
kenndur við húsið
Berg. Með Guð-
mundi fluttist Raf-
nhildur á Akranes
og gengu þau í
hjónaband annan í
jólum 1947. Þau
fluttu inn í nýbyggt íbúðarhús
sem Guðmundur og Guðjón
faðir hans byggðu að Sunnu-
braut 17 og bjuggu þar allan
sinn búskap.
Rafnhildur og Guðmundur
eignuðust fimm börn. Þau eru:
Helga, f. 2.12. 1947, maki Ingi
Steinar Gunnlaugsson og eiga
þau tvo syni og sex barnabörn.
Kristinn, f. 21.4. 1949, maki
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir og
eiga þau þrjú börn og átta
barnabörn. Guðjón, f. 6.1. 1952,
maki Elín Jóhannsdóttir og
Ég kveð í dag góða vinkonu
mína, sem jafnframt var tengda-
móðir mín í góð 45 ár. Rafnhildur
Katrín Árnadóttir fæddist á Fá-
skrúðsfirði 18. nóvember 1924.
Hún var þriðja í röð fjögurra
systkina, þau hétu Gunnlaugur,
Aðalheiður og Gísli og er þau öll
látin. Foreldrar hennar voru Árni
Gíslason og Jónína Sigurðardótt-
ir, þau bjuggu í Brimnesgerði við
Fáskrúðsfjörð.
Rafnhildur vann við ýmis störf
áður en hún giftist, bjó m.a. í Vest-
mannaeyjum og Reykjavík.
Samhliða húsmóðurstarfinu
vann Rafnhildur í frystihúsi
Heimaskaga og Fiskivers. Síð-
ustu starfsárin vann hún á
Sjúkrahúsi Akraness.
Hún giftist Guðmundi Árna
Guðjónssyni, 26. desember 1947.
Þau bjuggu á Sunnubraut 17 allan
sinn búskap.
Heimili þeirra var alltaf opið
vinum barna og barnabarna.
Skipti ekki máli hvort spilaður var
fótbolti í garðinum eða hljóm-
sveitaræfing á neðri hæðinni, hún
hafði endalausa þolinmæði.
Hún var mikil húsmóðir og
þegar einhvern bar að garði leið
ekki á löngu þar til búið var að
baka stafla af pönnukökum og
klöttum sem runnu ljúflega niður.
Hún var einstaklega skapgóð
og hnyttin í svörum og einkenndi
húmorinn hana alla tíð. Hún var
umburðarlynd, víðsýn og for-
dómalaus. Tók fólki eins og það
var, sá það jákvæða við allt og
alla.
Hún var sérstaklega orðvör og
hallmælti engu eða engum. Það
dýpsta sem hún tók í árinni var að
segja að eitthvað eða einhver væri
„hallærislegur“.
Rafnhildi var margt til lista
lagt. Hún var mikil handvinnu-
kona og á fjölskyldan mikinn
fjölda útsaumaðra listaverka og
steinamynda sem hún bjó til.
Rafnhildur hafði mikla ánægju
af garðyrkju og allri útiveru.
Heimilisgarðurinn að Sunnubraut
17 var einstaklega fallegur og
fékk mörg verðlaun fyrir fjöl-
breytni og snyrtimennsku. Þar
mátti sjá margar framandi
plöntur sem reynt var að koma til
við erfiðar aðstæður, sumar lifðu
af en aðrar ekki.
Árið 1988 fengu þau hjón afnot
af átta hekturum lands í Klapp-
arholti fyrir innan Akranes þar
sem þau plöntuðu mörg þúsund
plöntum af ýmsum tegundum og
voru ekki rög við að prófa nýjar og
framandi tegundir þar einnig.
Þennan unaðsreit önnuðust
þau í 18 ár og afhentu þá Aka-
nesbæ fyrir komandi kynslóðir og
nú njóta margir útveru á þessum
góða stað.
Nú síðustu æviárin bjó hún á
Dvalarheimilinu Höfða. Þar naut
hún umönnunar einstaklega góðs
starfsfólks og er fjölskyldan
þakklát fyrir þann vinskap og
hlýju sem þau sýndu henni alla
tíð.
Ég vil að leiðarlokum þakka
fyrir góða vináttu og samferð í
gegnum lífið. Við sem eftir erum
eigum minningar um einstaka
ættmóður.
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir.
Ég kynntist Rafnhildi Árna-
dóttur og Guðmundi Guðjónssyni,
eiginmanni hennar, ásamt fjöl-
skyldu þeirra veturinn 1956-1957.
Það var á fyrsta skólaári í barna-
skóla Akraness, bekk sjö ára
barna.
Lán mitt þá var að lenda í bekk
með Kidda, syni þeirra, en með
okkur tókust þá strax einstaklega
kær og sterk vináttubönd sem
staðið hafa síðan.
Við kynnin varð fljótlega aug-
ljós einlægni þeirra hjóna og ein-
beiting sameiginlegra krafta
þeirra við að hlúa að fjölskyldu
þeirra og skapa henni gott heimili.
Kærleikur á milli þeirra hjóna
var sérstakur og einlæg samstaða
í öllu varðandi fjölskylduna ein-
stök. Kom þetta glöggt fram í öllu
atgervi þeirra, hvort heldur það
varðaði umgjörð heimilisins eða
viðhorf og viðmót í öllu sem því við
kom.
Heimili þeirra hjóna var ávallt
opið kunningjum barna þeirra,
Helgu, Kristni, Guðjóni, Jónínu
og Þóri, bæði fyrir leik og vel-
gjörning af ýmsu tagi. Þar var oft
mikið um að vera og glatt á hjalla,
í leikjum á yngri árum og föndri
og tónlist á unglingsárunum.
Heimilið stóð mér þó alveg ein-
staklega opið frá fyrstu kynnum
og vaxandi með árunum, samhliða
breyttum aðstæðum á mínum
heimilishögum. Á táningsárunum
tóku þau hjónin mig inn á heimili
sitt og barnanna fimm með milli-
bilum til dvalar bæði til lengri og
skemmri tíma.
Á þeim árum voru þau hjón
mér að mörgu leyti sem foreldrar
og börnin sem systkin. Einlægni
þeirra, velvild og óeigingirni var
einstök. Samvistir með þeim og
börnunum á heimili þeirra voru
mér mjög lærdómsríkar í uppeldi
mínu og ómetanlegur stuðningur
og hjálp í heilmörgu öðru tilliti,
bæði þá og síðar í lífinu.
Ég er Rafnhildi og Guðmundi,
og reyndar fjölskyldunni allri, af-
ar þakklátur fyrir kynni okkar og
allt hið góða sem það hafði í för
með sér.
Kæra fjölskylda, ég votta ykk-
ur innilega samúð.
Björn Stefán Hallsson.
Rafnhildur Katrín
Árnadóttir
Ástkær sonur, bróðir, mágur og frændi,
JÓHANN PÉTUR PÁLSSON,
Kópnesbraut 1,
Hólmavík,
lést þann 22. ágúst. Útförin fór fram í
kyrrþey 2. september. Fyrir hönd okkar og
annarra vandamanna,
.
Carmen Ruth Vernharðsdóttir,
Gerður Hentze Pálsdóttir,
Werner Hentze, Hanna G. Njálsdóttir,
Kristinn Hentze, Janet Hentze,
Hildur Pálsdóttir, Hjörtur Þór Þórsson,
Páll Pálsson, Suwimon Palsson,
Úlfar Hentze Pálsson, Elfa Björk Bragadóttir,
Jóhanna Pálsdóttir, Gunnar Jóhannsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur stjúpfaðir, afi, stjúpsonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
ÓSKAR SVEINN ÞORSTEINSSON,
Andrésbrunni 15,
113 Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk
föstudaginn 4. september 2015. Útför hans
fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 13.
.
Haraldur Hannesson, Bryndís Sveinbjarnardóttir,
Sigríður H. Lower, David Lower,
Sigríður I. Þorgeirsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir,
Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir, Gunnar V. Guðmundsson,
Elísabet I. Þorsteinsdóttir, Hörður Magnússon,
Sigrún Bogadóttir
og fjölskyldur.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS ASPELUND,
Daltúni 25,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 15. september kl. 13.
.
Daðína Rannveig Friðriksdóttir,
Friðrik Aspelund, Björg Gunnarsdóttir,
Helga Aspelund, Guðmundur G. Guðmundsson,
Harald Aspelund, Ásthildur Björg Jónsdóttir,
Kristinn A. Aspelund, Karólína Stefánsdóttir,
Elín Arna Aspelund, Jóhannes Þorleiksson,
og aðrir aðstandendur.