Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 20
Ljósmyndir/Úr einkasafni Bjarna Tryggvasonar Fjölskyldan Bjarni Tryggvason geimfari á 70 ára afmælisdeginum, ásamt börnum sínum, Michael og Lauren, við tékkneska þotu af gerðinni L-39. „Þetta var langur dagur en afar ánægjulegur,“ segir Bjarni Tryggvason geimfari, sem hélt upp á 70 ára afmæli sitt á heimaslóðum í Kanada um síðustu helgi með því að fljúga listflug á sex mismunandi flugvélum, allt frá litlum eins hreyfils vélum upp í gamla her- þotu. Bjarni segir flugið hafa heppnast fullkomlega, enda viðraði vel til listflugs þennan dag. Eins og kom fram í afmælis- viðtali við Bjarna í Morgunblaðinu sl. mánudag lét hann gamlan draum rætast með þessu listflugi á einum og sama deginum. Með að- stoð góðra vina úr flugheiminum fékk hann lánaðar vélar í flugið. Bjarni sendi Morgunblaðinu mynd- ir frá þessum degi, sem fylgja hér á síðunni, en hann er margreyndur flugmaður og starfar í dag sem flugkennari eftir að hann fór á eft- irlaun hjá kanadísku geimferða- stofnuninni fyrir nokkrum árum. Vélarnar sem Bjarni flaug voru af gerðinni Bucker Jungman, Edge 540, Pitts Special, Decathalon, Harvard og L-39. Sú síðasttalda er gömul herþota, framleidd í Tékkó- slóvakíu á áttunda áratugnum, og er í eigu æfingaflugskóla sem Bjarni starfar hjá. Að hans sögn eru þessar þotur víða notaðar í dag til að æfa orrustuflugmenn. Flestar minni vélarnar sem Bjarni flaug eru endurbættar eða smíðaðar eftir frumgerðum. Elsta frumgerðin er af gerðinni Bucker Jungman en þær vélar voru fyrst smíðaðar í kringum 1930. Eina vél- ina, af gerðinni Pitts, áttu Bjarni og sonur hans, Michael, um nokk- urra ára skeið eða þar til þeir seldu hana í fyrra. Afmælisbarnið fékk hana lánaða í tilefni tímamót- anna. Michael og Lauren, systir hans, fylgdust með listflugi föður síns þennan dag. Næst á dagskránni hjá Bjarna, í tilefni 70 áranna, er að hlaupa hálft maraþon 11. október nk. í borginni Victoria. Geimfarinn er því enn á ferð og flugi. bjb@mbl.is Bjarni Tryggvason geimfari lét gamlan draum rætast á 70 ára afmælisdegi sínum Sjötugur í list- flugi á sex vélum  Næst á afmælisdagskránni hjá Bjarna er að hlaupa hálft maraþon Hópflug Bjarni er hér fremstur á flugi með félögum sínum á Harvard-vélum, sem notaðar voru í seinni heimsstyrjöldinni. Decathalon Bjarni ásamt eiganda vélarinnar, er lánaði gripinn. Edge 540 Bjarni á öflugri listflugvél sem lengi vel var notuð í Red Bull-flugkeppninni í Las Vegas, sem jafnan er fjölsótt. Bucker Jungman Félagi Bjarna, er situr að aftan, endurgerði þessa vél. Pitts Þessa tvíþekju áttu feðgarnir Bjarni og Michael í ein sjö ár. Harvard Þessar vélar eru sjaldséðar í Kanada, aðeins sex í notkun í dag. Bjarni fékk eina lánaða. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Þann 22. október drögum við út heppinn áskrifanda sem hlýtur að gjöf sjálfskiptan Suzuki Vitara GLX sportjeppa að verðmæti 5.440.000 kr. í áskriftarleik Morgunblaðsins. mbl.is/askriftarleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.