Morgunblaðið - 26.09.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 26.09.2015, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rannsóknin áspillinguinnan Al- þjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, hefur nú teygt anga sína til Sepps Blat- ters, forseta samtakanna. Í gær var aflýst blaðamannafundi, sem boðaður hafði verið með Blatter eftir fund fram- kvæmdastjórnar FIFA. Kom síðan fram að Blatter væri í yfirheyrslu hjá svissneskum yfirvöldum og væri kominn með stöðu sakbornings. Sagði einnig að Michel Platini, sem sækist eftir því að verða eftirmaður Blatters, hefði verið yfirheyrð- ur, en aðeins til þess að afla upplýsinga. Það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar bandarísk yfirvöld létu til skarar skríða gegn FIFA og toppar samtakanna voru hnepptir í varðhald þar sem þeir hugðust funda á glæsihóteli í Sviss. Greint var frá grunsemdum um stórfellda spillingu innan samtakanna. Blatter hefur ávallt reynt að hefja sig yfir þessar ásakanir. Hann hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998, en hóf þar störf 1975 þegar starfsmenn sam- bandsins voru við tuginn. Nú eru þeir 1.400. Forsetakosningar fóru fram í FIFA í júní þegar lætin vegna rannsóknarinnar á spillingu í sambandinu voru hvað mest. Hann var endurkjörinn í fjórða sinn með drjúgum meirihluta og sagðist ætla að sigla skút- unni út úr óveðrinu, en til- kynnti nokkrum dögum síðar að hann ætlaði að segja af sér. Hann hygðist þó ekki víkja fyrr en í febrúar. Rannsókn sviss- neskra yfirvalda beinist að því hvort brögð hafi verið í tafli þegar gengið var frá sjónvarpsrétti við knattspyrnusamband ríkja í Karíbahafinu. Í yfirlýsingu sak- sóknaraembættisins svissneska er talað um „glæpsamlega óstjórn“ eða „misnotkun“ sjóða. Platini dregst einnig inn í rannsóknina. Leikur grunur á að hann hafi fengið ólögmæta tveggja milljóna evra greiðslu frá Blatter árið 2005. Greinilegt er að ekki eru öll kurl komin til grafar í mál- efnum FIFA. Í liðinni viku var einum nánasta samstarfsmanni Blatters, Jerome Valcke, vikið frá störfum tímabundið. Hann er meðal annars grunaður um að hafa selt miða á heimsmeist- aramótið 2014 á uppsprengdu verði. Bandarískir rannsak- endur sögðu fyrir nokkru að nýrra tíðinda væri að vænta innan skamms af þeirra vinnu. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims og á sína aðdá- endur í öllum aldursflokkum. Knattspyrnuhetjur eru fyrir- myndir ungra barna um allan heim. Það er mikilvægt að íþróttin verði ekki spillingu að bráð. Rannsóknin á FIFA nær ekki til þess sem gerist inni á vellinum svo vitað sé. Hún tek- ur til umgjarðarinnar, úthlut- unar á réttindum til að halda úrslitamót, sjónvarpsréttinda og sölu á miðum, svo eitthvað sé nefnt. Það þarf að lofta út hjá FIFA með þeim hætti að fortíðin verði ekki dragbítur á framtíðina. Forseti FIFA er kominn með stöðu sakbornings} Bönd berast að Blatter Árlega fyrnastnokkrir tugir fangelsisdóma á Ís- landi. Dómum sem fyrnast hefur fjölg- að ár frá ári. Í hitti- fyrra fyrndust 20 fangelsisdómar, 32 í fyrra og það sem af er þessu ári eru þeir orðnir 23. Reglurnar eru þannig að skil- orðsbundnir dómar upp á allt að eins árs fangelsi fyrnast á fimm árum og dómar upp á eins til fjögurra ára fangelsi án skilorðs fyrnast á tíu árum. Þegar kemur að afplánun er forgangsraðað í fangelsin. Fyrir ganga þeir, sem hafa framið alvarlegustu brotin, auk þeirra, sem halda áfram að brjóta af sér eftir að dómur er fallinn. Þeir sitja eftir, sem hlot- ið hafa vægar refsingar, teljast ekki hættulegir og koma ekki við sögu lögreglu eftir að dómur hef- ur verið kveðinn upp. Það kann að hljóma eins og sá sem ekki þarf að afplána refs- ingu vegna þess að dómur fyrn- ist hafi dottið í lukkupottinn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Í dómskerfinu er virt til refsilækk- unar þegar óhófleg- ur dráttur verður á máli af hálfu yfirvalda. Það er ekki síður íþyngjandi að eiga fangelsi yfir höfði sér svo árum skiptir. Við slíkar aðstæður er erfitt að taka á sig skuldbindingar á borð við fasta vinnu. Til marks um þennan vanda er að nú bíða um 450 manns eftir að komast í afplánun. Vissulega munu þeir ekki allir komast hjá afplánun, en segja má að þegar upp er staðið hafi refsing þeirra, sem lengst hafa beðið, verið þyngri en dómurinn. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun eflaust draga úr þessum vanda, en hann sýnir að leita þarf fleiri úrræða til að full- nægja dómum og skoða til dæm- is hvort oftar megi nota sam- félagsþjónustu þegar það á við. Það er líka refsing að eiga fangelsi yfir höfði sér svo árum skiptir} Fyrndir fangelsisdómar B jór hefur lengi verið hryggj- arstykki í stjórnmálum. Fylgi Bjartrar framtíðar tók dýfu á pari við það sem Volkswagen gerir nú þegar þingmaður flokks- ins opinberaði andstöðu sína við vínfrum- varpið. Enn í dag þurfa forræðishyggjumenn fortíðar að lesa glefsur úr eigin ræðum frá því þegar bjórinn var leyfður fyrir rúmum ald- arfjórðungi. Skemmri tími mun líða þar til andstæðingar vínfrumvarpsins munu, eftir að það verður orðið að lögum, horfa á sjálfa sig í speglinum meðan þeir bursta tennurnar og hugsa: „Hvað var ég eiginlega að pæla.“ Bjór hefur ekki bara verið pólitískt bitbein, hann hefur líka verið pólitískur drifkraftur. Þannig man ég ekki eftir einu SUS-þingi, á þeim árum þegar ég tók þátt í svoleiðis, þar sem skemmt- anahöld voru ekki að minnsta kosti í farþegasætinu. Eðli- lega, eftir langan dag af málefnavinnu vill fólk lyfta sér upp. Bjór hefur einnig – svo segir sagan að minnsta kosti – verið notaður til að draga fólk til liðs við fylkingar, hvort sem um ræðir innan ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka eða stúdentafélaga í háskóla, og þá einkum þegar kosn- ingar fara að höndum. Látum vera að skoða hvort ung- mennum hafi verið gefin loforð um mat og vín. Það er hins vegar staðreynd í kosningum að sá vinnur sem smalar. Þá skipta málefni yfirleitt minna máli en hver kynntist flest- um í menntaskóla og hversu góður hann eða hún er í að telja það fólk á að mæta á kjörstað. Góður maður, maður sem vildi leyfa flestum sem flest, sagði eitt sinn við mig að kannski væri rétt að banna ung- liðahreyfingar. Svo glotti hann. Þaðan kæmu allir eins út – ýmist í bláum bleiser, þröngum rauðum buxum eða hippamussu. Parist sam- an við staðalímyndir af ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka eftir þörfum. Þegar ungliðahreyfingunum sleppir og þau sem innan þeirra starfa, fólk sem í flestum til- vikum er fólk drifið áfram af hugsjónum, sækjast eftir kjörnum embættum tekur yf- irleitt hið sama við. Nema að þessu sinni er baráttan um atkvæði ekki lengur við sam- flokksmenn heldur pólitíska andstæðinga og stjórnarráð eða sveitarstjórastóll að veði. Þá dugar ekki lengur að bjóða í partý eftir kosn- ingarnar – loforðin þurfa að verða stærri og lengi býr að fyrstu gerð. Þannig er ágætis hugmynd að lofa fólki peningagjöfum og segja að um hreint og klárt réttlætismál sé að ræða. Ef það dugar ekki til sannfæringar má skreyta loforðatert- una með loforðum um jarðgöng. Reikningurinn er ekki lengur borgaður af frambjóðendum sjálfum heldur okkur öllum. Einn er, eða var, sá maður sem sagðist aldrei hafa beðið nokkurn mann um að kjósa sig. Þrátt fyrir það var hann sennilega sá stjórnmálamaður sem hafði hvað víðasta skírskotun og naut stuðnings úr flestum áttum, stefnum og stéttum og það þrátt fyrir að vera samkvæmt öllum skilgreiningum langt til hægri við okkur flest. Það er kannski ekki sanngjarnt að gera þá kröfu að fólk geti unn- ið stuðning fólks með því að vera samkvæmt sjálfu sér á tuttugu ára þingferli, en það má að minnsta kosti muna að það er mögulegt. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Bjórinn sem varð að jarðgöngum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar telja að upp-ljóstranir um að Volkswagenhafi sett sérstakan hug-búnað í dísilbíla í blekking- arskyni geti orðið til þess að markaðs- hlutdeild dísilbíla snarminnki í Evrópu og sala á slíkum bílum stöðv- ist í Bandaríkjunum. Max Warburton, sérfræðingur hjá rannsóknafyrirtækinu Bernstein Research, segir að hneykslismálið verði til þess að yfirvöld herði reglur sínar um útblástur eitraðra loftteg- unda og það geti orðið til þess að of dýrt verði að framleiða dísilbíla. Sala á nýjum dísilbílum gæti þá stöðvast alveg í Bandaríkjunum og minnkað til mikilla muna í Evrópu. Mikið í veði Að sögn The Financial Times gæti hrun í sölu á dísilbílum haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bíla- framleiðendur sem hafi fjárfest tugi milljarða evra í dísiltækni á síðustu fimmtán árum. Alls voru um tíu milljónir nýrra dísilbifreiða seldar í heiminum á síð- asta ári. Um 55 af hundraði nýrra bíla sem seldir voru í Evrópu árið 2011 eru knúnir dísilvél en hlutfallið lækk- aði í 53% á síðasta ári. Í Bandaríkj- unum var markaðshlutfall dísilbíla að- eins tæp 4%. Hlutfall dísilbíla er mismikið eft- ir bílaframleiðendum, til að mynda er það 90% hjá Volvo, 81% hjá BMW, 71% hjá Daimler, en rúm 50% hjá frönsku bílaframleiðendunum Re- nault og Peugeot, að sögn The Fin- ancial Times. Bílaframleiðendurnir segja að dísilbílarnir séu mikilvægur þáttur í því að draga úr losun koltvísýrings vegna þess að þeir noti minna elds- neyti á hvern ekinn kílómetra en bílar sem knúnir eru bensínvélum. „Það hefði hörmulegar afleiðingar yrði nið- urstaðan sú að dísilbíllinn liði undir lok,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Lo- uis Schweitzer, fyrrverandi forstjóra Renault. Bílaframleiðendurnir segja að framleiðsla dísilbíla sé nauðsynleg til að ná því markmiði Evrópusam- bandsins að minnka meðallosun nýrra fólksbíla í 95 grömm á hvern ekinn kílómetra ekki síðar en árið 2020. Stjórnvöld í mörgum löndum hafa ýtt undir sölu á nýjum dísilbílum með skattafsláttum og fleiri ívilnunum til að draga úr koltvísýringsmengun. Veldur hættulegri mengun Í útblæstri dísilbíla er hins vegar mikið af niturdíoxíði sem er hættu- legt heilsu manna. Lofttegundin get- ur valdið bólgu í öndunarvegi og önd- unarerfiðleikum, stuðlað að alvarlegum sjúkdómum í öndunar- færum og ýtt undir hjartasjúkdóma. Að sögn breska blaðsins The Guardi- an leiddi nýleg rannsókn í ljós að í Lundúnaborg einni mætti rekja 9.500 ótímabær dauðsföll á ári til nitur- díoxíðsmengunar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og löndum Evrópu- sambandsins hafa því sett reglur sem eiga að koma í veg fyrir slíka loft- mengun. Hugbúnaðurinn sem Volks- wagen notaði í alls ellefu milljónir dísilbíla gerði að verkum að búnaður sem hreinsar niturdíóxíð fór aðeins í gang þegar eftirlitsmenn mældu út- blásturinn á verkstæðum. Þetta mun hafa verið gert vegna þess að bún- aðurinn dregur úr afli dísilvéla, auk þess sem dýrt er að fjarlægja efni sem safnast fyrir í hreinsibúnaðinum. Þegar bílarnir fóru af verkstæðunum var hreinsibúnaðurinn óvirkur og nit- urdíoxíðslosunin var allt að 40 sinnum umfram mengunarstaðla, að sögn bandarískra yfirvalda. AFP Blekkingum mótmælt Grænfriðungur mótmælir fyrir utan höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Á skiltinu stendur: Hættið að ljúga. Gæti leitt til hruns í sölu á dísilbílum Feikimikil umsvif » Volkswagen hefur viður- kennt að hugbúnaðurinn, sem var notaður í blekkingarskyni, hafi verið settur í alls 11 milljónir dísilbíla í heiminum, þar af 2,8 milljónir í Þýskalandi. » Talið er að loftmengunin sem búnaðurinn olli umfram mengunarstaðla hafi numið alls 237.160 til 948.690 tonnum af niturdíoxíði á ári, að sögn The Guardian. Það jafngildir saman- lögðum útblæstri vegna orku- framleiðslu, bílaumferðar, iðnaðar og landbúnaðar í Bretlandi á ári. » Volkswagen framleiddi 13% allra nýrra fólksbíla sem seldir voru í heiminum í fyrra. Fyrir- tækið framleiddi 41.000 bíla á hverri viku og seldi alls 10,1 millj- ón bíla í fyrra. » Starfsmenn fyrirtækisins eru 592.586 og það rekur 119 verksmiðjur. » Velta Volkswagen nam 202 milljörðum evra, jafnvirði 29.000 milljarða króna. Hagn- aður samsteypunnar nam 11,1 milljarði evra, eða tæpum 1.600 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.