Morgunblaðið - 26.09.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.2015, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Leikur Oft kemur grátur á eftir skellihlátur, ætli það eigi ekki vel við þessa ungu kappa sem leika sér af mikilli list. Það er erfitt að sætta sig við að komast ekki á pall með stóru strákunum. Þóra Björk Sveinbjörnsdóttir Fyrir skemmstu var auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Þrír hæfileikaríkir og reynslu- miklir umsækjendur sóttu um embættið. Verkefni dómnefnd- ar um hæfni þeirra var því óvenju vandasamt. Einn um- sækjandinn var talinn hæf- astur. Virðist þar einkum hafa verið horft til langs og farsæls ferils hans sem lögmanns. Gagnrýni á dómnefnd Störf og skipun þessarar nefndar eru ekki hafin yfir gagnrýni. Þannig er eðlilegt að tekist sé á um hvernig hún skuli skipuð og hvaða reynsla sé dómurum mikilvægasta veganestið. Ragnar Að- alsteinsson hrl. gagnrýnir skip- un og störf nefndarinnar í Morgunblaðinu. Hann virðist telja að meta hefði átt konuna sem sótti um hæfasta. Gagnrýni stenst ekki Gagnrýni Ragnars stenst ekki. Dómnefndin getur ekki byggt niðurstöður sínar um hæfni fólks á kynferði. Slíkt væri andstætt stjórnarskrá. Þá getur skipun karla í dóm- nefndina ekki leitt til ógildis ákvarðana hennar, þótt gagn- rýna megi ráðslagið. Slíkt væri andstætt réttmætum vænt- ingum og réttaröryggi þess eða þeirra sem væru taldir hæfastir í hvert sinn. Konum í Hæstarétti mun fjölga Samkvæmt gildandi lögum er skylt við embættisveitingar – eftir að karl og kona hafa verið álitin jafnhæf – að taka konuna fram yfir karlinn séu færri konur fyrir í fleti. Kon- um í Hæstarétti mun því fjölga þegar fram í sækir. Val þess hæfasta eykur traust Vísast mun þessi fjölgun kvenna auka traust líkt og Ragnar heldur fram. Hinu má þó ekki gleyma að traust get- ur rýrnað séu aðrir en þeir hæfustu valdir til dómarastarfa. Eftir Reimar Snæfells Pétursson »Dómnefndin má ekki láta hæfnismat ráð- ast af kynferði. Skipun dómara á grundvelli kynferðis rýrir traust dómstóla. Skipun þess hæfasta eykur það. Reimar Snæfells Pétursson Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Lögmaður metinn hæfastur Það er skrýtið að tilheyra stórum hópi í þjóðfélaginu sem má stundum tala niður til. Þessi stóri hópur er jafn- vel talinn vandamál. Þó er að jafnaði talað vel og hlýlega til aldraðra en þessi önnur dæmi sjást eins og: „Fjölgun aldr- aðra áhyggjuefni“ og „Íbúaþróun í (nafn sveitarfé- lagsins) óheillavænleg til framtíðar að mati fé- lagsfræðings.“ Er talað svona um einhverja aðra hópa? Nei, það er ekki gert sem betur fer. En ef við sem erum 65 ára og eldri erum of mörg saman í einu sveitarfélagi, þá er það óheillavænleg þróun. Vandamál. Auð- vitað er það rétt hjá áðurnefndu sveitarfé- lagi að jöfn aldursdreifing er heilladrjúg og til að svo verði þarf að skipuleggja sveitar- félagið með slíka blöndun í huga til langs tíma. Ef til vill fórst sú skipulagning fyrir. Kannski var skipulagið miðað við ungt fólk sem vinnur og borgar skatta og jafnvel mjög ríkt fólk – en ungt fólk eldist líka. Þegar fjallað er um fjölgun aldraðra þarf að muna að þeir hafa lagt fyrir á und- anförnum áratugum með því að borga ið- gjöld í lífeyrissjóðina af vinnu sinni; ís- lensku lífeyrissjóðirnir eru með þeim öflugustu í heiminum. Áður en samið var um almenna lífeyrissjóði, um 1970, mátti hins vegar búast við því að meiri hluti aldr- aðra, aðrir en opinberir starfsmenn, yrði að láta sér nægja ellilífeyri frá almanna- tryggingum. Það er ekki lengur svo. Ekki einsleitur hópur Gjarnan er talað um kjör aldraða og ör- yrkja í einni kippu, eins og um sé að ræða hóp sem sé einsleitur. Það sýnir ekki rétta mynd. Skoðum það nánar. Öryrkjar geta verið á öllum aldri og búi þeir við skerta starfsgetu eins og algengt er verða þeir að lifa á örorkubótunum ein- um frá almannatryggingum sem eins og margoft hefur verið bent á, er ekki há upp- hæð, öðru nær. og lífslíkur 82,3 ár. (Úr áðurnefndri skýrslu). Samstarf ríkis og sveitarfélaga En svo er til veikt fólk, reyndar á öllum aldri, en aldraðir sem þurfa hjúkrunar við eru þeim mun fleiri sem ofar dregur í ald- urshópunum. Þá eiga þeir rétt á eðlilegri umönnun en sú umönnun á ekki að vera á sjúkrahúsum heldur á heimilum fyrir eldra fólk, dvalarheimilum eða hjúkrunarheim- ilum þar sem best fer um það. Það þarf að gera átak í byggingu hjúkrunarrýma sem hafi það t.d. að markmiði að fullnægja þörf á næstu fimm árum eða svo. Skorturinn á hjúkrunarrýmum hér á höfuðborgarsvæð- inu er átakanlegur og veldur því að sjúkra- rými á bráðasjúkrahúsum teppast af því að ekki er hægt að útskrifa gamalt veikt fólk heim til sín. Forstjóri LSH segir að 2 millj- arðar króna fari í súginn á hverju ári vegna þessa. Skipuleggja þarf samstarf ríkis og sveit- arfélaga um land allt um þjónustu við eldra fólk hvort sem það er heima eða á dval- arheimilum eða hjúkrunarheimilum. Heilsugæsluna um allt land þarf líka að styrkja og samþætta verður þjónustu hennar og þjónustu félagsmálastofnana/ velferðarsviða, reyndar við allt veikt fólk, ekki bara gamalt. Þetta átak sem hér er talað fyrir verður að eiga sér stað á vegum samfélagsins; það má ekki gerast að neinn komist upp með að fá að hafa neyð aldraðra né annarra að féþúfu. En þegar alls er gætt þá erum við sem eldri erum ekki það vandamál sem sumir telja okkur vera eins og hér hefur verið sýnt fram á. En kjör aldraðra ráðast af mun fleiri þáttum en kjör öryrkja, til dæmis lífeyr- issjóðunum, atvinnutekjum og eignastöðu. Stór hópur öryrkja og aldraðra býr við fátækt skv. tölum frá Hagstofunni. Þegar nánar er að gáð kem- ur í ljós að hlutfall aldraðra í þessum hópi er miklu lægra en hlutfall öryrkja. Það er ekki sanngjarnt gagnvart öryrkjum að setja þá í flokk með öldruðum í almennri umræðu; með því eru kjör þeirra ekki sett í rétt samhengi Reyndar eru tveir hópar aldraðra sem ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af skv skýrslu um Nægjanleika lífeyr- issparnaðar frá árinu 2014. Í fyrsta lagi er það fyrsta kynslóð innflytjenda sem mun skorta iðgjaldaár í lífeyrissjóði og í öðru lagi fá karlar 24% hærri lífeyri að með- altali en konur. Það er semsagt fyrsta kynslóð innflytjenda og konur sem þarf að gefa sérstakar gætur. Íslenska lífeyriskerfið er að styrkjast og mun halda því áfram þegar starfs- tengdu sjóðirnir ná fullum þroska. Í árs- lok 2013 höfðu ellilífeyrisgreiðslur úr líf- eyrissjóðum náð rúmlega 62% af heildarellilífeyri á Íslandi. Sambærilegt hlutfall í OECD-löndunum er frá 52% nið- ur í 0. Eignir lífeyrissjóðanna á Íslandi eru þær næsthæstu meðal OECD-ríkja. (Úr áðurnefndri skýrslu) Íslendingar vinna lengur fram eftir aldri en flestir Evrópubúar sem betur fer. Íslenskur karlmaður hættir að meðaltali að vinna á vinnumarkaði við 68,2 ára aldur og konur við 67,2 ára aldur. Við skorum hæst innan OECD-ríkjanna varðandi vinnumarkaðsþátttöku aldraðra – 83,3% í aldurshópnum 55 til 64 ára eru í vinnu hér en meðaltalið er 59,7%. Aldursdreifing Íslendinga er hagstæð samanborið við þjóðir á meginlandi Evr- ópu. Íslenska þjóðin er frekar ung, en 12,9% mannfjöldans eru 65 ára og eldri (2013) en OECD-meðaltalið er 15,6% og Evrópumeðaltalið 16,8%, frjósemi er mikil Eftir Guðrúnu Ágústsdóttur » Íslenska lífeyriskerfið er að styrkjast. Ellilífeyr- isgreiðslur úr lífeyrissjóð- um voru 62% af heildarlíf- eyri 2013. Guðrún Ágústsdóttir Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Ung þjóð með öfluga lífeyrissjóði og aldraðir vinna lengur en annars staðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.