Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Orðið sléttmælgi eða sléttmæli þekkja flestir. Samkvæmt orðabókumtáknar það smjaður eða skjall en hentar líka vel um slétt og fellt orða-far þeirra sem aldrei vilja styggja nokkurn mann. Eins má hafa þettaorð um ræðu þeirra stjórnmálamanna sem er lagið að tala áferð-
arfallega og af nokkurri mælsku, en án minnsta innihalds.
Orðið réttmæli er haft um rétt mál, annaðhvort merkingarlega rétt, og þýðir
þá það sama og sannmæli, ellegar rétt mál með tilliti til málfræði og framburðar.
Full þörf er á enn einu orði af sama toga, nefnilega réttmælgi, og mætti hafa
það um orðafar sem telst „rétt“ samkvæmt kröfum rétthugsunar í lífsviðhorfum
og stjórnmálum. Ýmsir hafa skömm á réttmælgi og finnst sem málið verði fyrir
hennar tilverknað bragðlaust og blóðlaust. Ekki er þó hægt annað en að fagna
því ef orð eins og fáviti og kynvillingur teljast ekki lengur nothæf nema sem
sögulegar minjar.
En stundum gerast orð líka niðr-
andi án sýnilegrar ástæðu. Ekki er
mér ljóst hvenær þannig fór fyrir orð-
inu negri í íslensku. Sennilega koma
þar þó til áhrif frá örlögum orðsins
negro í ensku sem missti réttindin
og lenti í klassa með hinu niðrandi nigger. Svertingi og blökkumaður eru víst enn
í lagi og vonandi endum við ekki með því að tala eins og Vesturheimsmenn um af-
rókana og kákasusmenn þegar við ræðum málefni svartra og hvítra.
Þó versnar fyrst verulega í málunum þegar réttmælgin lekur inn í eldri bók-
menntir. Efarím Langsokkur, faðir Línu, var negrakóngur. Það starfsheiti þyk-
ir ekki boðlegt í nútímanum og hefur kallað á breytingar á klassískum texta
Ástríðar.
Slíkar leiðréttingar eru að vísu ekki nýjar og einnig þekktar hérlendis. Björn
Bjarnarson, hreppstjóri í Grafarholti, skrifaði bæklinginn Um ljóðalýti sem
fjallaði að mestu um meinta bragfræðigalla og málfar en einnig innihald. Þannig
gagnrýndi hann Hvað er svo glatt Jónasar Hallgrímssonar fyrir rangar
áherslur en einkum úrelt viðhorf til áfengisneyslu:
„Hér er reynt að losast við ljóðalýti gömlu vísunnar. Og í stað þess að þar er
áfengisnautnin látin vera aðal-gleðigjafi samkvæmisins, er það hér viturlegar
ræður og fagur söngur, sem er kjarni skemmtunarinnar, og ætti það að vera
vænlegra til manngöfgunar.“
Hvað léttir geð sem góðra vina fundur
er gleðin örvar fjör og lyftir brá?
Sem vors á tíma laufi skrýðist lundur
eins lifnar manns í huga kætin þá.
Er ræður sýna sálarkjarna frjóa
og söngur fagur glæðir hjartans yl,
þá vissulega bestu blómin gróa
í brjóstum þeim er geta fundið til.
Hér koma svo að lokum tvær nýjar tillögur í sama anda um alþekktar ljóð-
línur Stefáns frá Hvítadal og Megasar (leiðréttingar skáletraðar):
Erla góða Erla, ég er að vagga þér.
En hlustið góðir drengir, það er hryllilegt en satt
það var helvítið hann Brynjólfur sem sædd’ana.
Réttmælgi
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Málfar Vonandi end-
um við ekki með því
að tala um afrókana
og kákasusmenn þeg-
ar við ræðum málefni
svartra og hvítra.
Íræðu í umræðum um stefnuræðu forsætisráð-herra á Alþingi hinn 8. september sl. sagði BjarniBenediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:„Má ég nefna það hér, hvort við treystum fólk-
inu í landinu til að sækja áfengi í venjulegar verzlanir
eða ekki? Í mínum huga er það augljóst mál. Það eru
röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að
kaupa áfengi í venjulegum verzlunum, að það þurfi op-
inbera starfsmenn til að afhenda slíka vöru yfir búðar-
borðið. Það eru röng skilaboð.“
Af þessu tilefni sagði ég daginn eftir á heimasíðu
minni (styrmir.is):
„Eitt mesta böl í lífi fólks á okkar tímum er ofneyzla
áfengis … Áður en Bjarni gerir þessa skoðun sína að
stefnu Sjálfstæðisflokksins ætti hann að huga vandlega
að ofangreindum veruleika. Aukið aðgengi að áfengi er
aukið „frelsi“ sem getur stuðlað að því að eyðileggja líf
annarra.“
Í sjálfu sér þarf ekki að rökstyðja þessa staðhæfingu
sérstaklega. Sá rökstuðningur kemur fram í fjölmörgum
rannsóknum, sem gerðar hafa verið, en það eru áreið-
anlega of margar fjölskyldur á Íslandi, sem þekkja þetta
böl úr eigin lífi.
Það er ekkert nýtt. Þannig hefur það alltaf verið og
alls staðar, þar sem áfengi er haft um hönd.
Fyrir rúmlega 100 árum, í maí
1909, birtist grein í tímariti, eftir
Árna Eiríksson, kaupmann og leik-
ara (einn af stofnendum Leikfélags
Reykjavíkur), þar sem hann út-
skýrði hvers vegna hann hefði gerzt
góðtemplar. Hann sagði:
„Á uppvaxtarárunum hafði ég að
vísu fengið svo mikla óbeit á
drykkjuskap og öllum afleiðingum
hans að ég hafði ásett mér að láta vínið ekki ná tökum á
mér.“
Í Reykjavík þeirra daga hafa flestir vitað um hvað
Árni var að tala. Hann var að tala um drykkjuskap föður
síns, sem hafði þau áhrif á hann að hann gerðist góð-
templar.
Í þá daga og langt fram eftir 20. öldinni var ofneyzla
áfengis og afleiðingar hennar ekki rædd í fjölskyldum.
Um þau fjölskylduvandamál var þagað. En það skipti
engu, hvort fjölskyldumeðlimur drakk í einrúmi á hverju
kvöldi eða fór á „túra“ og var dauðadrukkinn jafnvel vik-
um saman en „þurr“ í nokkra mánuði á milli – drykkju-
skapurinn setti mark sitt á aðra fjölskyldumeðlimi. Og
ekki bara í stuttan tíma eða í nokkur ár, heldur alla ævi.
Sumir þeirra þjást af fulkomnunaráráttu, aðrir verða
vinnufíklar og þannig mætti lengi telja upp einkenni sem
sjá má á börnum alkóhólista. Drykkjuskapur foreldris
mótar líf afkomenda. Og vegna þess mótar það líf næstu
kynslóða. Af þessum sökum er það ekki ofmælt, að of-
neyzla áfengis sé eitthvert mesta böl, sem til er í fjöl-
skyldum.
Og ekki að ástæðulausu að í hverri kynslóð á fætur
annarri verður til fólk, sem einsetur sér, eins og Árni Ei-
ríksson gerði seint á 19. öld í Grjótaþorpinu, að láta
áfengi ekki ná tökum á sér.
Hið hefðbundna svar við þessum rökum er að hver sé
sinnar gæfu smiður og að böl eins eigi ekki að koma í veg
fyrir að þeir sem „kunna að fara með áfengi“ geti nálgast
það með auðveldum hætti. Þeir sem kunni ekki með það
að fara hafi hvort sem er alltaf einhver ráð með að verða
sér úti um það.
Um áhrif aukins aðgengis að áfengi segir dr. Kári
Stefánsson í grein hér í Morgunblaðinu á föstudag fyrir
rúmri viku:
„… það er búið að gera tilraunina í mörgum löndum í
kringum okkur og alls staðar þar sem áfengi hefur verið
flutt inn í venjulegar verzlanir hefur neyzla þess aukist
verulega. Það er því ljóst að spurningin um það, hvort við
ættum að selja áfengi í venjulegum verzlunum, er í það
minnsta líka, ef ekki eingöngu, spurningin um það hvort
við viljum að fólkið í landinu neyti meira eða minna
áfengis. Alkóhólismi er einn af alvarlegustu og algeng-
ustu sjúkdómum í okkar samfélagi og ekki á það bæt-
andi. Það er því lítill krókur að rölta í sérverzlun til þess
að forðast þá keldu, sem aukin
áfengisneyzla landsmanna
væri.“
Í „gamla daga“ vissu menn
ekki um þau áhrif, sem of-
neyzla áfengis gat haft á allt líf
annarra einstaklinga, sem voru
í námunda við þá ofneyzlu. Nú
liggja fyrir ótal rannsóknir sem
hafa sýnt fram á og staðfest að
þeir einstaklingar geta orðið illa úti, ekki síður en
drykkjumaðurinn sjálfur. Og þar sem sú vitneskja liggur
óumdeilanlega fyrir ber okkur að haga samfélagsháttum
okkar í samræmi við það.
Það er skiljanlegt að ungu fólki, sem ekki er farið að
kynnast alvöru lífsins, finnist skoðanir sem þessar fárán-
legar. En mér er minnisstætt hvers konar áfall það var
fyrir okkur Heimdellinga liðins tíma, þegar við stóðum
frammi fyrir því að einn félagi okkar hafði reynt að
svipta sig lífi vegna ofneyzlu áfengis. Þá sótti alvara lífs-
ins okkur heim með harkalegum hætti.
Nú er í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum,
jafnvel háskólum, mikill fjöldi barna og ungs fólks, sem
eiga um sárt að binda vegna ofneyzlu föður eða móður á
áfengi (og að sjálfsögðu á það sama við um önnur fíkni-
efni). Þessi stóri hópur þarf á aðstoð að halda til þess að
líf þeirra allra mótist ekki meira og minna af áfengis-
neyzlu eins einstaklings.
Það er mikilvægara verkefni að veita þessum nýju
kynslóðum „frelsi“ frá þeirri ánauð, sem þau nú bera að
verulegu leyti í hljóði, en að auka „frelsi“ í viðskiptum
með það vímuefni, sem áfengi er, og veldur þeim þján-
ingum.
Hver og einn er frjáls að skoðunum sínum um þessi
efni sem önnur. En þegar kemur að stefnumörkun
stjórnmálaflokks þurfa fleiri raddir að heyrast.
Áfengi er böl
Það þarf að veita börnum
og ungmennum „frelsi“ frá
þeirri ánauð, sem ofneyzla
foreldris á áfengi er.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tveir kornungir Íslendingar sóttuannað heimsþing Alþjóðasam-
bands kommúnista, Kominterns, í
Moskvu sumarið 1920: Brynjólfur
Bjarnason (kallaður Billinn í vinahóp)
og Hendrik Siemsen Ottósson (Sill-
inn). Þingfulltrúar ætluðu sér ekkert
smáræði: Þeir hugðust steypa stjórn-
um Vesturlanda á sama hátt og Lenín
hafði haustið 1917 bylt lýðræðis-
stjórninni í Rússlandi, sem tekið hafði
þá um vorið við af keisaranum.
Báðir áttu þeir Brynjólfur og
Hendrik eftir að segja frá þinginu,
Hendrik í bókinni Frá Hlíðarhúsum
til Bjarmalands 1948, Brynjólfur í
ræðum og viðtölum á gamals aldri.
Báðir sögðust þeir hafa verið fulltrúar
á þinginu, og kvað Hendrik þá hafa
haft atkvæðisrétt og greitt atkvæði
með ströngum inntökuskilyrðum í Al-
þjóðasambandið, sem þingið sam-
þykkti. Eftir erindi Hendriks um
kommúnisma á Íslandi hefði Lenín
bent á aukið hernaðarlegt mikilvægi
Íslands á Norður-Atlantshafi vegna
flugvéla og kafbáta.
Í umsögn í tímaritinu Herðubreið
sumarið 2012 um bók mína um komm-
únistahreyfinguna íslensku vísar Pét-
ur Tyrfingsson því á bug, að þeir
Brynjólfur og Hendrik hefðu verið
þingfulltrúar. Með ýmsum tilvísunum
í gögn Kominterns hrakti ég það í
næsta hefti Herðubreiðar og hefði
ekki haft frekari áhyggjur af málinu,
hefði ég ekki séð nýlega, að Jón Ólafs-
son heimspekingur tekur upp skoðun
Péturs gagnrýnislaust í bókinni App-
elsínum frá Abkazíu (bls. 383).
Rétt er, að Brynjólfur og Hendrik
voru ekki á opinberum skrám um
þingfulltrúa. En sumir þeir, sem voru
sannanlega fulltrúar, voru þar ekki
heldur, og sú skýring getur verið á
þessu, að þeir félagar komu seint á
þingið, enda hafði þingseta þeirra
verið ákveðin í skyndingu.
Ýmis rök eru hins vegar fyrir því,
að þeir Brynjólfur og Hendrik hafi
sagt satt um setu sína á þinginu. Til
dæmis sjást þeir á ljósmynd í bók eft-
ir Willi Münzenberg 1930, og undir
stendur „Die Jugend-Delegierten an
2. Kongress der Kommunistischen
Internationale“, Ungir fulltrúar á 2.
þingi Kominterns. Í annan stað segir í
sögu Alþjóðasambands ungra komm-
únista 1929 eftir Alfred Kurella (bls.
106), að framkvæmdastjórn sam-
bandsins hafi sett sig í samband við
„fulltrúana frá Íslandi“. Í þriðja lagi
sést á gögnum þingsins, að Hendrik
Ottósson var vissulega fenginn til að
halda erindi fyrir framkvæmdastjórn
Kominterns um Ísland.
Tvenn rök eru hugsanlega fyrir því
að hafna frásögn Brynjólfs og Hend-
riks. Önnur eru, að þeir finnast ekki á
opinberum skrám um þingfulltrúa.
Hæpið er þó að meta þá staðreynd
mikilvægari skýlausum vitnisburði
þeirra tveggja og öðrum gögnum um,
að þeir hafi verið taldir fulltrúar. Hin
eru, að þeir voru kommúnistar, en
slíkir menn séu kunnir að ósannsögli.
Þau rök eru auðvitað sterkari.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sögðu Billinn og Sillinn ósatt?