Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
✝ Dóra BjörkGústafsdóttir
fæddist 10. október
1970. Hún lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 13.
september 2015.
Dóra Björk var
dóttir Guðnýjar
Ingigerðar Ósk-
arsdóttur, f. 4.10.
1948, og Gústafs
Adolfs Andr-
éssonar, f. 21.1. 1946. Fóst-
urfaðir hennar var Einar Stein-
grímsson, f. 22.12. 1951.
Eiginmaður Dóru er Jón Ólaf-
ur Daníelsson, f. 31.3. 1967.
Börn Dóru Bjarkar eru Daníel
Freyr Jónsson, f. 24.5. 1994,
Tanja Rut Jóns-
dóttir, f. 28.5. 1996,
Guðný Ósk Jóns-
dóttir, f. 27.10.
2001, og Einar Þór
Jónsson, f. 21.3.
2004, og barna-
barnið Svava Björk
Daníelsdóttir, f.
18.12. 2012. Systk-
ini Dóru Bjarkar
eru Gústaf Adolf
Gústafsson, f. 31.1.
1974, Guðrún Erla Gúst-
afsdóttir, f. 18.2. 1972, og Dóra
Hrönn Gústafsdóttir, f. 26.8.
1970.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju í dag, 26. september
2015, kl. 13.
Elsku Dóra mín.
Það eru nokkur atriði sem mér
eru efst í huga á lífsleið okkar.
Dagarnir fjórir þegar börnin okk-
ar fæddust, dagurinn sem Svava
Björk kom í heiminn og við litum á
hvort annað og gátum ekki annað
en hlegið af hamingju, enda orðin
amma og afi þótt okkur hafi fund-
ist við aðeins of ung í það. Síðan
dagurinn okkar fyrir svo stuttu,
sjálfur brúðkaupsdagurinn, en þá
hafði ég beðið eftir því að fá þig
upp að altarinu í 15 ár því þú ját-
aðist mér jú, á gamlársdag árið
2000. Elsku Dóra mín, þakka þér
líka fyrir uppeldið á börnunum
okkar fjórum, þau eru vel upp alin
og miklir mannvinir eins og þú.
Elsku Dóra mín, ég mun alltaf
sakna þín og hlakka til að hitta þig
aftur. Ástarkveðja,
Jón Óli.
Elsku mamma, við viljum senda
þér eina sameiginlega minningar-
grein því okkur líður alltaf best
þegar við erum öll saman. Við vilj-
um líka segja þér meira í bréfun-
um sem við sendum þér í kistuna
þína fallegu.
Takk, elsku mamma, fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir okkur
þegar við þurftum á þér að halda.
Þú gast alltaf hjálpað okkur og þú
virtist eiga endalausan tíma fyrir
okkur. Þú varst svo hlý og góð og
manni leið svo vel nálægt þér. Það
er svo margs að minnast í lífi okk-
ar en það er okkur mjög ofarlega í
huga þegar þú og pabbi fóruð með
okkur öll til Tenerife, bæði þegar
við fórum með Heimi og fjölskyldu
og einnig þegar við fórum með
Gunnu og fjölskyldu. Það sem
gerði þessar ferðir svo einstakar
var að þarna náðum við öll að vera
saman án þess að vera trufluð og
pabbi þurfti ekki að vera í vinnu.
Það var svo ótrúlegt hvað þú náðir
að sinna okkur öllum á þinn ein-
staka hátt þrátt fyrir að vera ekki
með þann þrótt sem fólk á að hafa.
Við munum alltaf sakna húmors-
ins góða þegar þú náðir að æsa
okkur upp á þinn einstaka hátt og
fékkst okkur til að trúa ótrúleg-
ustu hlutum áður en þú leiðréttir
það á þinn einstaka hátt. Þegar við
höfðum áhyggjur af lífinu þá
komst þú með þína hlýju og öryggi
og allt varð gott á ný. Þú lést okk-
ur aldrei finna það að þú værir
veik. Þú varst algjör hetja, þú
varst kletturinn óbifanlegi í lífi
okkar.
Elsku mamma okkar, hvíldu
þig vel og góða ferð. Við hlökkum
svo mikið til að hitta þig aftur.
Ástarkveðja,
Daníel Freyr, Tanja Rut,
Guðný Ósk og Einar Þór.
Elsku amma mín, þakka þér
fyrir að passa mig og ofdekra mig
þegar ég þurfti á að halda. Ég veit
að afi var ekki alltaf sáttur þegar
þú varst að ofdekra mig en ég og
þú vitum að hann er bara gamall
og pínulítið vitlaus karl. Ég hlakka
svo mikið til þegar ég verð eldri og
get farið að bera fallegu skartgrip-
ina þína og nota aðra fallega hluti
sem þú átt. Þú veist að ég mun
alltaf elska þig og ég veit að þú
munt alltaf elska mig.
Elsku amma, ég hlakka svo
mikið til þegar við hittumst aftur
og þú ferð að ofdekra mig á ný.
Ástarkveðja,
Svava Björk.
Elsku systir. Nú er hetjulegri
baráttu þinni við þennan illvíga
sjúkdóm lokið. Í níu ár háðir þú
þetta stríð sem því miður hafði
betur að lokum. Það sem þú ert
búin að standa þig vel í þessu
veikindum þínum, aldrei heyrði
ég kvart eða kvein frá þér. Síð-
ustu vikur varst það þú sem tos-
aðir okkur upp úr hyldýpinu og
hughreystir á erfiðum tímum þeg-
ar ljóst var að ekki varð við neitt
ráðið. Þú ert hetja, svo mikil
hetja, að geta alltaf séð það já-
kvæða og verið kát og glöð þrátt
fyrir þessi ömurlegu veikindi þín í
öll þessi ár.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði en jafnframt svo þakklátur
fyrir allar góðar minningar sem
ég á um þig og okkur sem ég mun
ætíð geyma vel í hjarta mér. Ég
er svo stoltur af hversu falleg og
góð sál þú varst elsku, elsku Dóra
mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Svo ótal fallegar minningar um
þig, kæra systir, leita nú á hug-
ann.
Mér þykir alveg óendanlega
vænt um þig og hlakka til að hitta
þig aftur á öðrum stað þegar minn
tími kemur, á meðan skal ég gera
allt sem ég get til að passa upp á
gersemarnar þínar. Elska þig og
sakna þín.
Hvíldu í friði. Þinn bróðir,
Gústaf (Gústi).
Elsku, fallega, stóra systir,
Dóra Björk, hefur kvatt þennan
heim eftir hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm, baráttu sem
stóð í níu ár. Hún var sannkölluð
hetja þessi elska og alltaf var hún
jákvæð og dugleg í sinni baráttu.
Elsku systir, það var svo gott að
leita til þín með alla hluti, þú varst
svo hjálpsöm og blíð, vildir allt
fyrir alla gera, sannur engill.
Elsku systir, við vorum ekki bara
systur heldur líka bestu vinkonur
alla tíð.
Ég get ekki lýst því hvað ég á
eftir að sakna þín mikið, elsku
systir mín, nú þegar ég hugsa til
baka rifjast upp endalausar hlýj-
ar minningar sem fá mig til að
brosa í gegnum tárin. Minningar
sem svo gott er að eiga og rifja
upp til að lýsa og ylja sér við. Við
vorum öll svo náin, fjölskyldurnar
náðu svo vel saman, krakkarnir
allir á sama reki og gaman að
vera til. Við gerðum svo margt
saman, elsku systir.
Elsku systir mín, þú verður
alltaf til staðar í hjarta mínu, fal-
legi engillinn minn. Ég vildi óska
þess að þú hefðir fengið meiri
tíma með okkur öllum en nú ert
þú komin á annan stað þar sem þú
þjónar fallegu og mikilvægu hlut-
verki. Við hittumst seinna, elsku
besta systir mín, ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið alla
ævi því enginn getur komið í þinn
stað, ég elska þig endalaust, fal-
legust.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér.
Skrítið stundum hvernig lífið er.
Eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig,
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
þar er eins og að losni úr læðingi
lausnir, öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér.
Og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
Þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig.
Það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir um mig veg.
Þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er og þá ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Elsku systir, ég skal hjálpa til
við að passa alla gullmolana þína.
Sakna þín, þín systir.
Guðrún Erla Gústafsdóttir.
Elsku, elsku, Dóra mín.
Orð fá því ekki lýst hversu sárt
það er að skrifa um þig þessa
minningargrein, elsku engill. Ég
á svo erfitt með að trúa því að þú
sért farin frá okkur og það er svo
sárt að vita að við eigum ekki eftir
að hitta þig aftur og sjá fallega
brosið þitt eða stríðnisglottið.
Fyrir tæpum 24 árum var ég
svo lánsöm að kynnast þér þegar
ég kom inn í fjölskylduna ykkar,
þá feimin 16 ára stelpuskjáta.
Feimnin var fljót að hverfa þegar
ég var farin að venja komur mín-
ar á Smáragötuna enda ekki ann-
að hægt því mikið líf og fjör var á
ykkur systkinunum á þessum
tíma og voru partíin ófá hjá ykkur
á neðri hæðinni. Það sem ykkur
datt í hug og er ég nokkuð viss
um að þú áttir oft frumkvæðið
enda stuðbolti og stríðnispúki
fram í fingurgóma og hefur ekki
átt erfitt með að ná yngri systk-
inunum með þér í það sem þér
datt í hug. Partístandið gekk yfir
og alvara lífsins tók við og börnin
bættust við hvert af öðru, 16 börn
hjá ykkur fjórum systkinunum á
15 árum, já gullin okkar eru mörg
og yndisleg og þau munum við
passa vel.
Þú varst með eindæmum
hjálpsöm, blíð og góð en alveg
hrikalega stríðin og hefur þú lík-
lega hlegið mikið í allri leitinni
sem var gerð að umslögunum
góðu nokkrum dögum eftir að þú
kvaddir, hvernig datt þér í hug að
fela þetta þarna? Þetta var samt
svo líkt þér. Við erum búin að
brosa og hlæja mikið að þessu.
Fyrir krakkana okkar var
aldrei neitt mál að fá að gista hjá
Dóru, alveg sama hvort þú varst í
meðferð eða ekki. Alltaf var
pláss fyrir auka gemlinga á
heimilið, þú elskaðir að hafa
krakkana hjá þér og þau elskuðu
að fá að gista.
Ég er svo glöð að þú hafir
fengið að upplifa ömmuhlutverk-
ið, Dóra mín, og gat hún litla
dásamlega Svava Björk ekki ver-
ið heppnari með ömmu og átti
hún sko ekki í vandræðum með
að vefja þér um fingur sér.
Þú varst svo mikil hetja í þess-
ari baráttu við krabbameinið síð-
astliðin 9 ár, tókst þessu verkefni
af æðruleysi og við vonuðum svo
heitt og innilega að þú myndir
sigra í þessari baráttu. Í veikind-
unum þínum var aðdáunarvert
að fylgjast með því hvernig þú
tókst á hlutunum, reyndir allt til
að læknast, já þú varst tilbúin til
að ganga alla leið ef það yrði til
þess að þú myndir ná bata. Þú
ert búin að standa þig svo ótrú-
lega vel og aldrei nokkurn tím-
ann heyrði ég þig kvarta, undir
lokin varstu þó orðin þreytt en
samt kvartaðir þú ekki og varst
tilbúin að berjast fram á síðasta
dag. Þú ert hetja og það er fjöl-
skyldan þín líka, þau hafa staðið
sig svo ótrúlega vel síðustu mán-
uði. Við munum gera allt, allt
sem hægt er til þau komist heil
út úr þessum harmleik, Dóra
mín.
Ég er svo endalaust þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og eiga þig að í þessi ár, elsku
engill. Ég veit þú vakir yfir okk-
ur, leiðir okkur og verndar.
Góða ferð á nýjan stað og ég
veit að þar sem þú ert núna hefur
verið vel tekið á móti þér og nú
líður þér aftur vel. Við sjáumst
svo aftur þegar minn tími kemur.
Megi Guð styrkja, hugga og
umvefja hlýju fjölskyldu og vini
Dóru á þessum sorgartímum.
Elska þig.
Þín mágkona,
Guðný.
Með þakklæti og virðingu
langar mig með að minnast
elskulegar mágkonu minnar,
Dóru Bjarkar Gústafsdóttur,
með nokkrum orðum. Það er
sumarkvöld í Vestmannaeyjum
árið 1993 og leið mín liggur til
Eyja, þar kynnist ég konunni
minni og í kjölfarið að sjálfsögðu
Dóru Björk mágkonu minni.
Þegar litið er til baka þessi rúm-
lega 20 ár rifjast upp endalausar
minningar og margar gleði-
stundir sem við fjölskyldurnar
áttum saman á þessum tíma
bæði innanlands sem utan. Þær
systur voru jú ekki bara systur
heldur voru þær bestu vinkonur
sem þýddi að þær urðu helst allt-
af að vita hvor af annarri.
Dóra Björk var einstök í alla
staði, hún var hjartahlý með ein-
dæmum, hugsaði vel um sig og
sína, var róleg og hlédræg, með
hnitmiðaðan húmor og góða nær-
veru. Einn af kostum hennar,
sem kannski ekki allir vissu af,
var að henni þótti afskaplega
gaman að koma okkur á óvart á
sinn einstaka hátt, en í henni
leyndist skemmtilegur „stríðnis-
púki“ sem fékk oft að njóta sín í
góðra vina hópi.
Fyrir níu árum greindist Dóra
Björk með ristilkrabbamein. Í
baráttu við þennan illvíga sjúk-
dóm lét hún ekki slá sig út af lag-
inu, barðist eins og hetja allan
þennan tíma með bjartsýni og
æðruleysi að vopni. Dóra var
ekkert að tala of mikið um sín
veikindi heldur hélt sínu striki
eins og sannur baráttujaxl.
En nú ertu, elskuleg mág-
kona, farin á annan stað til að
sinna mikilvægum störfum og
þeim munt þú sinna af kostgæfni
eins og þér einni er lagið. Á þess-
um stað munt þú taka á móti
okkur öllum þegar fram líða
stundir eins og þinn ástkæri eig-
inmaður og yndislegu börn tala
um.
Elsku Jón Óli, Daníel Freyr,
Svava Björk, Tanja Rut, Guðný
Ósk og Einar Þór, það verða
fagnaðarfundir.
Dóra Björk
Gústafsdóttir
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
MEÐ VIRÐINGU
OG KÆRLEIK Í 66 ÁR
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
www.útför.is
Elsku sonur okkar, bróðir og mágur,
DAVÍÐ ÞÓR EGILSSON,
lést af slysförum 19. september
síðastliðinn. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarathöfn sem fer fram
í Fella- og Hólakirkju mánudaginn
28. september kl. 17. Útförin fer fram í kyrrþey.
.
Arnheiður M. Þórarinsdóttir Jón Þ. Steinþórsson,
Egill Geirsson,
Linda Björg Arnheiðardóttir, Ægir Freyr Stefánsson,
Hildur Birna Egilsdóttir, Jose MBA,
Herdís María Jónsdóttir, Elísa Dagrún Jónsdóttir
og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma
og langalangamma,
RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Blesastöðum
(áður Strikinu 8, Garðabæ),
lést á Landspítalanum mánudaginn
21. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 1. október klukkan 13.
.
Ásdís Einarsdóttir
og aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
STEINUNN JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR
frá Firði á Seyðisfirði,
Giljaseli 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
24. september. Minningarathöfn fer fram frá Seljakirkju
fimmtudaginn 1. október klukkan 17. Útför fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. október klukkan 14.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
.
Haraldur Einar Leifsson, Katrín Helgadóttir,
Sigurbjörg Þóra Leifsdóttir, Bjarki Viðarsson,
Ólafur Þór Leifsson,
Stefán Jón Sigurðsson
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR Í. ÁMUNDASON
löggiltur endurskoðandi,
lést á heimili sínu, Dalbraut 14, Reykjavík,
þann 16. september 2015.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Bestu þakkir og kveðjur færum við vinum, vandamönnum,
Brynjari lækni, dagdeild 11C og Karitas heimahjúkrun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas heimahjúkrun og
aðrar líknarstofnanir.
.
Jóhanna Óskarsdóttir,
Finnur Ísfeld Sigurðsson, Málfríður Vilmundardóttir,
Sigríður Lóa Sigurðardóttir, Ævar Örn Ævarsson,
Jóhanna Sif,
Ámundi Örn Ísfeld,
Ólafía Ósk,
María Lóa,
Sigurður Ísfeld.