Morgunblaðið - 26.09.2015, Síða 47

Morgunblaðið - 26.09.2015, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Umslagið á þessari plötu semnú verður tekin til kost-anna er eitt það flottasta sem ég hef lengi séð. Sláandi. Og myndin sem það prýðir fylgir greininni. Ég varð svo hugfanginn að ég ákvað óðar að skrifa um plöt- una, segið síðan að umslög og framsetning skipti ekki máli á þessum síðustu og bestu! Dave Rawlings, sem leiðir nefnda „vél“, er helsti samstarfsmaður blágresis- söngkonunnar þekktu Gillian Welch en fyrir sex árum ákvað hann að sinna eigin tónlist í ríkari mæli og gaf þá út plötuna A Friend of a Friend undir heitinu Dave Rawlings Machine. Welch tók og þátt þá en það er víst málum bland- ið hvort þau séu par í platónskum skilningi eða amorskum. Bjarteygður Umslagið sem tryllti pistlahöf- und kallar fram önnur umslög, helst þá John Wesley Harding eftir Bob Dylan og Déjà Vu eftir Crosby, Stills, Nash & Young. Um þær plöt- ur, eins og þessa, leikur róm- antískur andi í garð horfinna tíma, þegar Bandaríkin voru í umróti um miðja nítjándu öld eða svo, frjálsir útlagar og bjarteygðir bændur festu sér jarðir og létu sig dreyma um nýtt og gefandi líf. Tónlist Rawlings er innstillt á þetta, rétt eins og tónlist Welch. Áður en lengra er haldið er rétt að kynna Welch eilítið en það var um miðjan tíunda áratuginn sem hún steig fram sem helsti endur- reisnarlistamaðurinn í amerískri þjóðlagatónlist, þá af appalasíu- og blágresismeiði. Fyrsta plata henn- ar bar titil við hæfi (Revival, 1996) og hún þjófstartaði í raun „americ- ana“-æðinu sem brast á í kjölfar myndar Cohen-bræða, O Brother, Where Art Thou? Í þá gömlu góðu daga … Gamalt Nei lesandi góður, myndin var tekin á þessu ári, ekki árið 1865. Fyrsta plata Rawlings minnti á margan hátt á plötur Welch og ekki að undra þar sem hann átti mikinn þátt í hljóðheimi þeirra; sá um upptökustjórn, lagasamningu, spilerí o.s.frv. Hljómurinn fór þó ögn meira út fyrir blágresið og komu þar til samstarfsmenn Rawl- ings eins og Ryan Adams, Bright Eyes og Benmont Tench, píanóleik- ari Toms Pettys. Vísir að einhvers konar samtímarokki gáraði því undir hljóðmyndinni. Segulband Á Nashville Obsolete er hins vegar að finna mun strípaðri tón- list og það má nánast segja að hún sé svefndrungaleg. Hún byrjar að vísu á laginu „The Weekend“ sem minnir ekki lítið á það sem Neil Yo- ung var að gera á Harvest. En svo er siglt inn í dimmt kjarrið og plat- an hvelfist í kringum hið tíu mín- útna langa „The Trip“, smíð sem lötrar áfram af stórkostlegri reisn, meistarastykki svo sannarlega. Platan var tekin upp á segulband (nema hvað) í Woodland-hljóð- verinu í Nashville og eru lögin öll eftir þau Rawlings og Welch. Paul Kowert, úr hinni frábæru Punch Brothers (tilraunakennt blágras. Já, ég veit!), er þá orðinn hluti af bandinu ásamt gítarleikaranum Willie Watson. No Depression, breskt tímarit/ vefsíða sem sérhæfir sig í amerík- ana-tónlistinni, spjallaði við Rawl- ings vegna plötunnar og þar lýsir hann henni sem mun heilsteyptara verki en því fyrsta, sem hafi verið meira eins og safn af efni frá fimm ólíkum plötum, uppsöfnuð lög frá ýmsum tímum. Nú var hins vegar lagt af stað með einþykka áætlun í tættum gallabuxnavösunum og uppskeran eftir því. » Á Nashville Obsol-ete er hins vegar að finna mun strípaðri tón- list og það má nánast segja að hún sé svefn- drungaleg.  Dave Rawlings Machine gefur út Nashville Obsolete  Tón-unnusti Gillian Welch stígur fram fyrir skjöldu Þann arf vér bestan fengum nefnist sýning á íslenskum biblíuútgáfum sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöð- unni í dag kl. 13. Sýningin er sam- starfsverkefni Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns og Hins íslenska biblíufélags. Þar getur að líta allar útgáfur Biblíunnar á ís- lensku allt frá hinni fyrstu árið 1584. Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu og fagnar 200 ára afmæli árið 2015. Stjórnandi sýningarinnar er Dögg Harðardóttir, varaforseti Hins ís- lenska biblíufélags. Við opnun sýn- ingarinnar flytur sr. Sigurður Æg- isson erindi um biblíuþýðingar og sr. Hreinn Hákonarson erindi um Konstantín von Tischendorf, biblíu- og handritasérfræðing, auk þess sem Þórunn Harðardóttir víóluleik- ari spilar fyrir sýningargesti. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ritar innganginn að sýning- arskránni. „Með því að bera saman textana frá einni útgáfu til annarrar kynnumst við vel þróun tungumáls okkar í meira en fjórar aldir og ger- um okkur betur grein fyrir málfari í daglegu lífi kynslóðanna,“ segir Agnes og heldur áfram: „Sem trúar- rit hafa textar Biblíunnar reynst óþrjótandi uppspretta, veitt huggun í sorg og uppörvun í önnum dag- anna. Margir textanna hafa fyrir sannindi sín og fyrirheit, visku og meitlað málfar unnið sér sess í huga og sál ungra sem aldinna. Tilvitnanir í texta hinnar helgu bókar eiga við á öllum stundum lífsins og margir eru víðþekktir. […] Einlæg er sú von mín að þessi sýning megi verða öll- um sem hana sækja hvatning til lest- urs Biblíunnar.“ Sýning með íslenskum biblíuútgáfum opnuð  Sýning í tilefni 200 ára afmælis Hins ís- lenska biblíufélags Morgunblaðið/Kristinn Dýrgripir Á sýningunni í Þjóðarbókhlöðunni getur að líta allar útgáfur Biblíunnar á íslensku allt frá hinni fyrstu árið 1584 og til dagsins í dag. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Fös 23/10 kl. 19:00 Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Lau 17/10 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Sun 18/10 kl. 20:00 aukas. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Aðeins þessar sýningar! At (Nýja sviðið) Mið 30/9 kl. 20:00 6.k. Fim 8/10 kl. 20:00 Fim 15/10 kl. 20:00 Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Fös 9/10 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Lau 10/10 kl. 20:00 Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Sókrates (Litla sviðið) Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00 Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00 Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Sun 27/9 kl. 20:00 5.k. Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar! 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 24/10 kl. 19:30 22.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 23.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Heimkoman (Stóra sviðið) Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 26/9 kl. 19:30 Lau 3/10 kl. 18:00 Mið 30/9 kl. 19:30 Sun 4/10 kl. 19:30 Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30 Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna. DAVID FARR HARÐINDIN Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.